Delap bjargaði stigi fyrir nýliðina Liam Delap skoraði bæði mörk Ipswich Town þegar nýliðarnir gerðu 2-2 jafntefli við Aston Villa í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla. Enski boltinn 29. september 2024 15:13
Tottenham lék tíu United-menn grátt Tottenham vann frábæran 3-0 útisigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag og jók þar með enn pressuna á Erik ten Hag, knattspyrnustjóra United. Heimamenn misstu Bruno Fernandes af velli með rautt spjald og verða án hans í næstu deildarleikjum. Enski boltinn 29. september 2024 15:02
Emilía Kiær skoraði og Glódís Perla sá rautt í öruggum sigri Framherjinn Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði annað marka Nordsjælland í góðum sigri í efstu deild kvenna í Danmörku. Þá fékk Glódís Perla Viggósdóttir tvö gul spjöld og þar með rautt þegar Bayern München vann öruggan 4-0 sigur á Werder Bremen. Fótbolti 29. september 2024 14:31
Vilja framlengja við nærri fertugan Ronaldo Al Nassr hefur opnað á viðræður við Cristiano Ronaldo um að framlengja samning hans til ársins 2026. Núverandi samningur framherjans gildir til næsta árs en félagið vill framlengja við hann sem fyrst. Fótbolti 29. september 2024 13:02
„Sannfærður um að við séum að einblína á röngu hlutina“ Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar í Bestu deild karla í knattspyrnu, lauk MA prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands nú í sumar. Þrátt fyrir gríðarlega góðan árangur innan vallar þá eru aðrir hlutir honum efst í huga. Íslenski boltinn 29. september 2024 12:30
Upphafið að endinum hjá Ten Hag? Manchester United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og þá gerði liðið jafntefli við Twente frá Hollandi í Evrópudeildinni í vikunni. Næstu þrír leikir liðsins eru í erfiðari kantinum og gætu verið upphafið að endinum hjá þjálfara liðsins, Erik ten Hag. Enski boltinn 29. september 2024 12:02
Sjáðu fyrstu mörk Orra Steins í treyju Real Sociedad Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson hefur opnað markareikning sinn á Spáni en hann kom inn af bekknum og skoraði tvö í 3-0 sigri liðsins á Valencia. Þetta voru hans fyrstu mörk síðan hann gekk í raðir Sociedad frá FC Kaupmannahöfn. Fótbolti 29. september 2024 11:15
Vonbrigða tímabil Vals getur skorið úr um hvar titillinn endar Valur ætlaði sér að vera í Íslandsmeistarabaráttunni í Bestu deild karla og kvenna í sumar. Kvennaliðið mætir Breiðablik í hreinum úrslitaleik á meðan karlaliðið getur haft áhrif á það hvort Breiðablik vinni tvöfalt eða hvort titillinn verði áfram í Víkinni. Íslenski boltinn 29. september 2024 10:32
Nökkvi Þeyr kom að marki og Messi bjargaði stigi Nökkvi Þeyr Þórisson var með svokallaða íshokkí-stoðsendingu í 3-1 sigri sinna manna í St. Louis City á Sporting Kansas City í MLS-deildinni í knattspyrnu. Þá skoraði Lionel Messi glæsimark sem bjargaði stigi fyrir Inter Miami gegn Charlotte. Fótbolti 29. september 2024 09:02
„Ábyrgðin er mín“ Þjóðverjinn Hansi Flick tók á sig alla sök eftir fyrsta tap Barcelona undir hans stjórn í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gærkvöld. Fótbolti 29. september 2024 08:02
Hveragerði fær stimpilinn frá Mosó Sjálfsagt var fagnað langt fram á nótt í Mosfellsbæ eftir að Afturelding tryggði sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í gær, í fyrsta sinn. Við þessi tímamót fær Hveragerði ákveðinn stimpil sem Mosfellsbær hefur lengi haft. Íslenski boltinn 29. september 2024 07:02
KSÍ sækir um í Afrekssjóð ÍSÍ fyrir næsta ár Knattspyrnusamband Íslands hefur lagt fram umsókn um úthlutun í Afrekssjóð ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, fyrir árið 2025. Frá þessu er greint á vef KSÍ. Fótbolti 28. september 2024 23:16
Óska eftir handtökum vegna herferðar gegn Vinicius Forráðamenn spænsku 1. deildarinnar í fótbolta hafa kallað eftir handtökum vegna hatursherferðar gegn brasilíska fótboltasnillingnum Vinicius Junior, fyrir grannaslag Real Madrid og Atlético Madrid á morgun. Fótbolti 28. september 2024 23:16
Gerði grín að Konaté sem vildi verða maður leiksins Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, brást léttur við þeirri skoðun Ibrahima Konaté að hann hefði nú átt að verða valinn maður leiksins gegn Wolves í dag, og var ekki alveg sammála miðverðinum. Enski boltinn 28. september 2024 22:30
Allt í molum hjá Barcelona í fyrsta tapinu Hansi Flick varð að sætta sig við fyrsta deildartapið sem þjálfari Barcelona í kvöld, þegar liðið fékk á sig fjögur mörk gegn Osasuna og tapaði 4-2. Fótbolti 28. september 2024 21:14
Sara lagði upp í fyrsta leik í Sádi-Arabíu Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn fyrsta leik í Sádi-Arabíu í dag og varð að sætta sig við 2-1 tap með Al Qadsiah gegn Al Ittihad á útivelli. Fótbolti 28. september 2024 20:22
Stöðvuðu Bayern sem missti Kane meiddan af velli Leverkusen stöðvaði sigurgöngu Bayern München í stórleik þýsku 1. deildarinnar í fótbolta í dag, þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli. Fótbolti 28. september 2024 19:02
Orri með tvennu á Spáni: „Fyrsta stóra kvöldið þitt“ Orri Óskarsson skoraði í dag sín fyrstu tvö mörk fyrir Real Sociedad í efstu deild Spánar í fótbolta, þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Valencia á heimavelli. Fótbolti 28. september 2024 18:41
Jóhann á sigurbraut í Sádi-Arabíu Landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í liði Al Orobah þegar það vann 1-0 sigur gegn Damac í sádiarabísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 28. september 2024 17:47
KR upp um deild og Haukar tóku við bikarnum KR-konur fögnuðu vel og innilega í dag eftir að hafa tryggt sér sæti í Lengjudeildinni í fótbolta á næsta ári, í lokaumferð 2. deildarinnar. Íslenski boltinn 28. september 2024 17:33
„Þetta er bara besta móment lífs míns“ Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. Íslenski boltinn 28. september 2024 17:24
„Ég bara hágrét í leikslok“ Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var í skýjunum eftir að liðið sigraði Keflavík í umspili um sæti í Bestu deild karla.Afturelding hefur leikið í neðri deildum á Íslandi samfleytt síðan 1973 og var þetta gríðarlega stór stund fyrir þjálfarann og var hann skiljanlega hrærður í leikslok. Íslenski boltinn 28. september 2024 17:00
Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu. Íslenski boltinn 28. september 2024 17:00
„Þetta endar eins og þetta á að enda“ „Við nýttum ekki færin okkar en mér fannst þetta solid leikur hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 1-2 sigur gegn Víkingi í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna. Íslenski boltinn 28. september 2024 16:55
Willum Þór skoraði í endurkomu sigri Birmingham Góð byrjun Birmingham City í ensku C-deildinni heldur áfram og þá heldur Willum Þór Willumsson áfram að gera það gott. Hann skoraði fyrsta markið í 3-2 endurkomusigri liðsins á Peterborough United í dag. Enski boltinn 28. september 2024 16:16
Einstakt afrek Brentford dugði skammt en Everton vann loksins Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson fylgdist áfram með af varamannabekknum þegar Brentford mætti West Ham og setti glænýtt met í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 28. september 2024 16:13
Arsenal skaut Refina í blálokin Skytturnar skutu Refina í kaf í blálokin í kaflaskiptum leik á Emirates-leikvangingum í Lundúnum, lokatölur 4-2. Enski boltinn 28. september 2024 16:05
Palmer skoraði fernu í fyrri hálfleik Chelsea lagði Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í fjörugum leik á Brúnni. Enski boltinn 28. september 2024 16:05
Liverpool á toppnum Liverpool er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur á útivelli gegn botnliðinu, Úlfunum, í lokaleik dagsins. Enski boltinn 28. september 2024 16:02
„Við tökum stiginu“ „Þeir áttu sín augnablik á fyrstu tíu mínútum leiksins og eftir jöfnunarmarkið en að mestu spiluðum við virkilega vel,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-1 jafntefli sinna manna í Manchester City gegn Newcastle United. Enski boltinn 28. september 2024 14:31