Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Fram innbyrti sín fyrstu stig þegar liðið bar sigurorð af FHL með tveimur mörkum gegn engu í nýliðaslag sínum við FHL í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Liðin voru stigalaus fyrir leikinn í dag á botni deildarinnar. Íslenski boltinn 3. maí 2025 15:53
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Breiðablik vann 4-0 sigur gegn Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Veðrið lék hreinlega við leikmenn Breiðabliks sem skoruðu fjögur mörk í leiknum. Blikar á toppi deildarinnar eins og er með tíu stig. Íslenski boltinn 3. maí 2025 15:50
Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Bayern München tókst ekki að tryggja sér þýska meistaratitilinn í dag. Yussuf Poulsen kom í veg fyrir það þegar hann skoraði jöfnunarmark RB Leipzig þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 3-3. Fótbolti 3. maí 2025 15:37
Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Það er alltaf stutt í prakkaraskapinn hjá Jamie Vardy eins og kom í ljós í leik Leicester City og Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 3. maí 2025 15:11
Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Alexandra Jóhannsdóttir og Katla Tryggvadóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad sem sigraði Växjö, 2-3, í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 3. maí 2025 14:56
Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem rúllaði yfir Potsdam, 0-4, í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 3. maí 2025 14:06
Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Lokaumferð ensku B-deildarinnar fór fram í dag. Þá réðust úrslitin á toppi og botni deildarinnar og hvaða lið fóru í umspil. Enski boltinn 3. maí 2025 13:45
Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Aston Villa vann 1-0 sigur á Fulham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Youri Tielemans skoraði eina mark leiksins. Enski boltinn 3. maí 2025 13:27
Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Brøndby vann langþráðan sigur þegar liðið sótti Nordsjælland heim í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Lokatölur 1-3, Brøndby í vil. Fótbolti 3. maí 2025 13:09
Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Fortuna Düsseldorf jafnaði tvisvar gegn Eintracht Braunschweig þegar liðin áttust við í þýsku B-deildinni í dag. Lokatölur 2-2. Fótbolti 3. maí 2025 12:57
Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Bayer Leverkusen vann 1-0 sigur á RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði eina mark leiksins upp. Fótbolti 3. maí 2025 12:04
Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Orri Steinn Óskarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, leikur væntanlega ekki meira með Real Sociedad á tímabilinu. Fótbolti 3. maí 2025 10:30
„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Telma Ívarsdóttir er snúin heim í Breiðablik eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá Rangers í Glasgow. Hún ætlar þó ekki að stoppa lengi og reynir frekar fyrir sér í atvinnumennskunni strax í haust. Íslenski boltinn 3. maí 2025 10:01
„Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Asmir Begović, markvörður Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, getur ekki beðið eftir að snúa aftur hingað til lands. Fótbolti 3. maí 2025 09:00
Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Real Betis goðsögnin Joaquín virðist heldur hrifinn af lánsmanninum Antony. Sá brasilíski skoraði glæsimark þegar Betis lagði Albert Guðmundsson og félaga í Fiorentina 2-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti 2. maí 2025 23:33
De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Kevin de Bruyne skoraði eina mark leiksins þegar Manchester City lagði Wolves, eða Úlfana, í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Enski boltinn 2. maí 2025 18:32
„Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ „Á meðan þið voruð að drulla yfir FH voruð þið að peppa Stjörnuna í aðdraganda móts,“ segir Mist Rúnarsdóttir þegar frammistaða Stjörnunnar í Bestu deild kvenna var rætt í Bestu mörkunum. Íslenski boltinn 2. maí 2025 18:18
Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Flest bendir til þess að Manchester United og Tottenham mætist í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðin unnu örugga sigra í undanúrslitum keppninnar í gær. Fótbolti 2. maí 2025 13:16
Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. Sport 2. maí 2025 11:30
Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Todd Boehly, eigandi Chelsea, hafði ekki hugmynd um hver Ruud Gullit, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri liðsins, var þegar þeir hittust fyrst. Enski boltinn 2. maí 2025 10:03
Juventus-parið hætt saman Fótboltafólkið Alisha Lehmann og Douglas Luiz ku hafa slitið sambandi sínu. Þau leika bæði með Juventus á Ítalíu. Fótbolti 2. maí 2025 09:32
Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Bjarki Gunnlaugsson þakkar Heimi Guðjónssyni öðrum fremur fyrir þann góða endi sem ferill hans fékk. Íslenski boltinn 2. maí 2025 09:02
Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu Englandsmeistaratitli liðsins um síðustu helgi af krafti. Svo miklum að jörð hristist. Enski boltinn 2. maí 2025 08:30
Beckham fimmtugur í dag David Beckham, einn frægasti íþróttamaður allra tíma, fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag. Enski boltinn 2. maí 2025 08:01
Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Möguleikar Athletic Bilbao á að spila úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínum heimavelli eru heldur litlir eftir 0-3 tap fyrir Manchester United í gær. Ein stærsta stjarna Bilbæinga var ósátt við dómara leiksins. Fótbolti 2. maí 2025 07:32
Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Glódís Perla Viggósdóttir varð í gær bikarmeistari kvenna í knattspyrnu þegar Bayern München tryggði sér tvennuna í Þýskalandi. Hún var eðlilega mjög ánægð þegar hún ræddi við fjölmiðla eftir leik. Sjá má mörkin úr leiknum hér að neðan. Fótbolti 2. maí 2025 07:01
„Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. Fótbolti 1. maí 2025 23:03
„Þetta var hið fullkomna kvöld“ Enzo Maresca var í skýjunum eftir 4-1 útisigur sinna minna í Stokkhólmi í fyrri leik Chelsea gegn Djurgården í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti 1. maí 2025 22:16
„Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. Fótbolti 1. maí 2025 21:47
Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Brentford sótti Nottingham Forest heim í Skírisskóg í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Gestirnir unnu góðan útisigur og eftir þrjú töp í síðustu fjórum leikjum eru vonir Forest-manna um að komast í Meistaradeild Evrópu að renna út í sandinn. Enski boltinn 1. maí 2025 20:23
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn