Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Valdi Ís­land fram yfir Noreg: „Ég er meiri Ís­lendingur“

Amanda Andra­dóttir, lands­liðs­kona Ís­lands í fót­bolta, segir það skemmti­lega til­hugsun að spila mögu­lega á móti Noregi í kvöld á EM í fót­bolta. Amanda á bæði rætur að rekja til Ís­lands sem og Noregs og valdi ís­lenska lands­liðið fram yfir það norska á sínum tíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal eflir miðjuna enn frekar

Christian Nørgaard hefur skrifað undir tveggja ára samning við Arsenal, hann kemur til félagsins frá Brentford fyrir um tíu milljónir punda og er annar miðjumaðurinn sem Arsenal kaupir í vikunni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sex hafa ekkert spilað á EM

Sex leikmenn íslenska landsliðsins hafa sitt síðasta tækifæri í kvöld til þess að koma við sögu á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss.

Fótbolti
Fréttamynd

Síðasti séns á að vinna milljónir

Þó að ekki sé lengur að neinu að keppa fyrir Ísland varðandi það að komast lengra á EM kvenna í fótbolta þá myndi sigur gegn Noregi í kvöld engu að síður skila verðlaunafé í hús.

Fótbolti
Fréttamynd

United boðið að skrapa botninn á tunnunni

Eftir mikið vonbrigðatímabil í ensku úrvalsdeildinni hjá Manchester United hefur sumarið heldur ekki verið upp á marga fiska en liðið er aðeins búið að klára ein stór kaup og þá hefur enginn leikmaður verið seldur.

Fótbolti
Fréttamynd

Frakkar sýndu styrk sinn

Frakkland vann öruggan og nokkuð þægilegan 4-1 sigur á Wales í kvöld á Evrópumóti kvenna en franska liðið var einfaldlega einu til tveimur númerum of stórt fyrir Wales.

Fótbolti
Fréttamynd

Ancelotti dæmdur fyrir skatt­svik

Carlo Ancelotti, landsliðsþjálfari Brasilíu og fyrrum þjálfari Real Madrid, var fyrr í dag dæmdur í eins árs fangelsi af spænskum dómstólum fyrir skattsvik, en mun ekki þurfa að sitja inni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vissu­lega eru það von­brigði“

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir árangur Íslands á yfirstandandi EM í fótbolta vissulega vonbrigði og endurómar orð landsliðsþjálfarans um að staðan verði metin þegar heim er komið. Það yrði gert hvort sem árangurinn hefði verið góður eða slæmur á mótinu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta er það sem að mann dreymdi um“

Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari Belgíu, útilokar það ekki að þjálfa félagslið aftur einhvern daginn. Núna er hún hins vegar á stað sem hana dreymdi um að vera á þegar að hún var yngri og á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari.

Fótbolti
Fréttamynd

„Heimsku­leg spurning og dóna­leg“

Þorsteini Halldórssyni finnst skrítið að framtíð hans sem landsliðsþjálfari Íslands sé rædd á meðan Evrópumótið í Sviss stendur enn yfir og kallar það nautheimsku að spyrja leikmann liðsins út í stöðu hans í starfi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsa­húð“

„Hún er ástríðufull fram í fingurgóma,“ segir Björn Sigurbjörnsson um Elísabetu Gunnarsdóttur. Þau sameinuðu krafta sína á ný hjá belgíska kvennalandsliðinu í fótbolta, eftir að hafa unnið saman í ellefu ár hjá Kristianstad í Svíþjóð, og eru því bæði á Evrópumótinu í Sviss.

Fótbolti
Fréttamynd

Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum

Miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir fór af velli í hálfleik í fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM. Eftir leik kom í ljós að hún hætti keppni vegna niðurgangs. Glódís Perla er þó alls ekki fyrsti íþróttamaðurinn sem lendir í slíkum vandræðum í miðjum leik.

Sport