Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Sandra María Jessen kom Köln yfir gegn Union Berlín á heimavelli í Bundesligu kvenna í þýska fótboltanum en leik lauk fyrir skömmu. Sandra hefur farið mikinn undanfarið en þetta er fjórði leikurinn í röð sem hún skorar í en Köln vann leikinn 2-1. Fótbolti 12. október 2025 18:47
Danir fóru létt með Grikki Danmörk tyllti sér á topp C-riðils í undankeppni HM 2026 og færist nær lokakeppninni með sigri á Grikklandi á Parken. Leikurinn fór 3-1 en Danir voru þremur mörkum yfir í hálfleik. Fótbolti 12. október 2025 18:16
Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Færeyingar gerðu sér lítið fyrir sér og lögðu Tékkland að velli í áttundu umferð L riðils í undankeppni HM ´26 í fótbolta. Leikið var í Þórshöfn og komust heimamenn yfir í tvígang og unnu leikinn 2-1. Fótbolti 12. október 2025 18:04
Svona var blaðamannafundur Deschamps Franska landsliðið er komið til Íslands og spilar á Laugardalsvellinum annað kvöld. Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps og fyrirliðinn hans sátu fyrir svörum á blaðamannafundi sem var í beinni hér á Vísi. Fótbolti 12. október 2025 17:00
Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Diljá Ýr Zomers og félagar í Brann fögnuðu sigri í dag í toppslagnum á móti Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 12. október 2025 16:51
Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fyrir Braga í góðum útisigri í portúgölsku deildinni í dag. Fótbolti 12. október 2025 16:09
Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Eitt besta fótboltalandslið heims mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld og landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi sem var í beinni hér á Vísi. Arnari hitnaði í hamsi þegar hann fór yfir umræðuna eftir tapið gegn Úkraínu á föstudagskvöld. Fótbolti 12. október 2025 15:47
Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Norska súperstjarnan Erling Haaland hefur yfirgefið norska landsliðshópinn en markahrókurinn fær verðskuldaða hvíld eftir 5-0 sigurinn á Ísrael í gær. Fótbolti 12. október 2025 15:03
Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Danska knattspyrnukonan Sanne Troelsgaard hefur ákveðið að hætta að gefa kost á sér í danska landsliðinu. Fótbolti 12. október 2025 15:03
Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Svíar eru í slæmum málum í undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta eftir tap á móti Svisslendingum í mikilvægum leik. Fótbolti 12. október 2025 14:32
Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Norski framherjinn Erling Braut Haaland hélt áfram að bæta við ótrúlega markatölfræði sína í 5-0 sigri á Ísrael í undankeppni HM í gær og er nú kominn með meira en fimmtíu mörk fyrir norska landsliðið. Fótbolti 12. október 2025 14:00
Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Franska stórstjarnan Kylian Mbappé þekkir það vel að komast ungur í sviðsljósið og Frakkinn hefur gagnrýnt hið mikla sviðsljós sem beinist að Lamine Yamal. Fótbolti 12. október 2025 13:30
NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Caleb Williams, leikstjórnandi Chicago Bears, er nýjasti fjárfestirinn í Boston Legacy FC, nýju liði í bandarísku kvennaknattspyrnudeildinni (NWSL) sem hefur leik árið 2026. Fótbolti 12. október 2025 11:33
Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Marko Arnautovic varð á föstudagskvöldið markahæsti leikmaður austurríska fótboltalandsliðsins frá upphafi en sá sem átti markametið áður var ekki alltof hrifinn og ætlar að leita réttar síns fyrir dómstólum. Fótbolti 12. október 2025 11:00
Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Norðmenn eru millimetrum frá heimsmeistaramótinu næsta sumar eftir 5-0 stórsigur á Ísrael í undankeppni HM í gær. Landsliðsþjálfari vildi að landsliðsmennirnir fengju að njóta góðs árangurs eftir leikinn í Osló í gær. Fótbolti 12. október 2025 10:10
„Þetta var sársaukafullt“ Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu voru hársbreidd frá því að landa stigi á móti portúgalska landsliðinu í gær. Fótbolti 12. október 2025 09:52
Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Ísland er í dag fámennasta þjóðin sem hefur tekið þátt í heimsmeistarakeppni karla í fótbolta en verður það kannski ekki mikið lengur. Fótbolti 12. október 2025 08:30
Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Enn er rætt og ritað um stjóra stöðuna hjá Nottingham Forest en það þykir líklega að Ange Postecoglou sé ekki mjög öruggur í starfi þar á bæ. Hinn þaulreyndi Sean Dyche þykir þá líklegur að taka við ef Ástralinn þarf að taka pokann sinn. Fótbolti 12. október 2025 08:01
„Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Þegar Bryndís Valsdóttir, heimspekingur, kennari og fyrrum landsliðskona í knattspyrnu og atvinnumanneskja erlendis er spurð um æskuna, nefnir hún skólagönguna fyrst og fremst. Áskorun 12. október 2025 07:00
„Það er ekkert sem brýtur mann“ „Maður lærði rosa fljótt að stóla á sjálfa sig,“ segir pílatesdrottningin og landsliðsmóðirin Ragnhildur Sveinsdóttir, en allir þrír synir hennar hafa spilað með landsliðinu í fótbolta og eru í atvinnumennsku. Ragnhildur er nýlega flutt heim til Íslands eftir 26 ævintýrarík ár erlendis og líður vel í eigin skinni hér í dag. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og tilveruna. Lífið 12. október 2025 07:00
Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Tuttugu og tveir voru handteknir og táragasi var beitt þegar til átaka kom á mótmælum við Ullevaal-leikvanginn í Ósló. Þar atti norska landsliðið kappi við það ísraelska í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á næsta ári. Erlent 11. október 2025 23:53
Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Það lítur út fyrir að Jack Wilshere sé að landa starfi sem knattspyrnustjóri Luton Town í League One deildinni. Luton hefur gengið illa og fallið tvö undanfarin tímabil úr Ensku úrvalsdeildinni og aftur úr Championship deildinni. Fótbolti 11. október 2025 23:18
Gerrard neitaði Rangers Steven Gerrard, fyrrum leikmaður Liverpool og fyrrum stjóri Glasgow Rangers mun ekki taka við Glasgow liðinu í annað sinn. BBC greinir frá því að viðræður hafi siglt í strand. Fótbolti 11. október 2025 21:30
Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni HM ´26 í dag. Spánverjar stigu gott skref í átt að farseðli til N-Ameríku á næsta ári. Ítalir eru í bílstjórasætinu um að ná öðru sætinu í I-riðli og Albanir unnu í Serbíu. Fótbolti 11. október 2025 21:01
Rýtingur í hjarta Heimis Írsku strákarnir hans Heimis Hallgrímssonar máttu þola agalegt tap gegn Portúgal í undankeppni HM 2026 í kvöld. Staðan var jöfn 0-0 þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna en Ruben Neves tryggði heimamönnum sigur með merki í uppbótartíma. Fótbolti 11. október 2025 18:17
Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Fiorentina og Inter gerðu jafntefli, 2-2, í Flórens í dag í Serie A kvenna. Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð á milli stanga Inter og hin hálf íslenska Íris Ómarsdóttir komst á blað fyrir Fiorentina. Fótbolti 11. október 2025 17:47
Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Maður leiksins í leik Tindastóls og FHL í dag, Elísa Bríet Björnsdóttir, var þokkalega sátt með leik sinna kvenna og eigin leik í dag. Hún skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar í 5-2 sigri Stólanna. Fótbolti 11. október 2025 17:24
Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Þróttarar sóttu þrjú stig í Garðabæinn í dag eftir 1-0 sigur á heimakonum í Stjörnunni í næstsíðustu umferð í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 11. október 2025 15:53
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili FH bar sigurorð af Víkingi, 3-2, í hörkuskemmtilegum leik liðanna í 22. og jafnframt næstsíðustu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í kvöld. FH er þar af leiðandi svo gott sem búið að tryggja sér þátttökurétt í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili. Íslenski boltinn 11. október 2025 15:53
Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í dag í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 11. október 2025 15:50