Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Mbappé af­greiddi Real Ovi­edo

Real Madrid er með fullt hús stiga og hefur ekki fengið á sig mark eftir tvær fyrstu umferðirnar í spænsku úrvalsdeildinni en liðið lagði Real Ovi­edo á útivelli í kvöld 0-3.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert lagði upp mark Fiorentina

Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina byrjuðu tímabilið í Seríu A á 1-1 jafntefli gegn Cagliari í kvöld en heimamenn í Cagliari jöfnuðu metin í blálokin.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu mark Júlíusar í Sví­þjóð

Júlíus Magnússon skoraði fyrir Elfsborg í dag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið varð samt að sætta sig við svekkjandi tap á heimavelli, 2-1, gegn einu af neðstu liðunum, Halmstad. Fleiri Íslendingar voru á ferðinni í Svíþjóð.

Fótbolti
Fréttamynd

Vest­firðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“

Bikarmeisturum Vestra verður vel fagnað á Silfurtorgi á Ísafirði í kvöld þar sem til stendur að heiðra liðið sem tryggði sér titilinn með sigri á Valsmönnum á Laugardalsvelli á föstudaginn. Sigurinn er sögulegur fyrir félagið en Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, hvetur alla sem geta til að fjölmenna á Silfutorg á eftir.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfs­mark skráð á Elías sem fagnaði sigri

Elías Rafn Ólafsson heldur áfram að verja mark Midtjylland en eftir þrjá leiki í röð án þess að hafa fengið á sig mark, þar af tvo í Evrópudeildinni, varð hann fyrir því óláni að skora sjálfsmark í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Næst yngsti leik­maður í sögu ensku úr­vals­deildarinnar

Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall.

Sport
Fréttamynd

Yfir­gaf æfinga­ferð Marseille í á­falli

Miðvörðurinn María Þórisdóttir sem gekk í raðir Marseille fyrir aðeins fimm dögum síðan er komin aftur heim til Noregs, í það minnsta um stundarsakir, en mikið hefur gengið á í æfingaferð liðsins á Spáni

Fótbolti
Fréttamynd

Þórsarar á toppinn

Þórsarar halda spennustiginu á toppi Lengjudeildar karla í botni en liðið lagði Njarðvík nú rétt í þessu 4-0. Þórsarar tylla sér þar með í 1. sætið en Njarðvíkingar falla niður í það þriðja, tveimur stigum á eftir Þórsurum.

Fótbolti