Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Nagels­mann boðið að taka við Totten­ham

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum var Julian Nagelsmann, fyrrverandi þjálfara Bayern München, boðið að taka við Tottenham Hotspur eftir afhroðið gegn Newcastle United um liðna helgi. Nagelsmann afþakkaði boðið en virðist vera tilbúinn að ræða betur við félagið í sumar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Um­fjöllun, við­töl og myndir: Víkingur - KR 3-0 | Víkingar með fullt hús stiga eftir stór­­sigur

Víkingur vann sannfærandi sigur á KR í stórleik 3. umferðar Bestu deildar karla í Víkinni í kvöld. Heimamenn áttu aldrei í vandræðum með óspennandi KR lið sem náði ekki að finna taktinn en munurinn á gæðunum í spilamennsku liðanna var augljós. Sterkur sigur Víkings var því óumflýjanlegur og liðið endar umferðina á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, lokatölur 3-0.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Elli­smellir orðaðir við Barcelona

Ekki nóg með það að verðandi Spánarmeistarar Barcelona ætli að sækja hundgamlan Lionel Messi þegar félagaskiptaglugginn opnar heldur virðist liðið líka ætla að sækja gamlan framherja til að krydda upp á sóknarleik liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Tróð sér inn á blaða­manna­fund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leik­manna

Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Vorum stað­ráðnir í að vinna þennan leik“

Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley.

Enski boltinn
Fréttamynd

Jón Dagur fór á kostum gegn Standard Liege

Ís­lenski at­vinnu- og lands­liðs­maðurinn í knatt­spyrnu, Jón Dagur Þor­steins­son lék á alls oddi í liði OH Leu­ven sem vann 3-2 sigur á Standard Liege í belgísku úr­vals­deildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Val­geir hafði betur gegn Aroni í Ís­lendinga­slag

Það var sann­kallaður Ís­lendinga­slagur í boði í sænsku úr­vals­deildinni í knatt­spyrnu í dag þegar að Sirius, með Aron Bjarna­son í farar­broddi, tók á móti Sví­þjóðar­meisturum Hac­ken með Val­geir Lund­dal innan­borðs.

Fótbolti
Fréttamynd

Sveindís skoraði og lagði upp en allt jafnt fyrir seinni leikinn

Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg tóku á móti Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í dag. Sveindís skoraði og lagði upp fyrir Wolfsburg, en niðurstaðan varð 2-2 jafntefli og því er allt jafnt fyrir seinni leikinn.

Fótbolti