Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Við erum ekki undir neinni pressu“

Virtus frá San Marínó er mætt hingað til lands fyrir umspilseinvígi gegn Breiðabliki upp á sæti í Sambandsdeildinni en framkvæmdastjóri félagsins segir enga pressu á leikmönnum að komast áfram, liðið hefur nú þegar náð sögulegum árangri.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ætla ekki að segja það í þessu við­tali“

„Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Wirtz strax kominn á hættu­svæði

Þátttakendur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hafa um margt að hugsa eftir fyrstu umferðina, til að mynda varðandi nýju Liverpool-stjörnuna Florian Wirtz, og þá er gott að geta leitað til sérfræðinga í þessum skemmtilega leik.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast

Þróttur tapaði fyrir Val á Avis vellinum í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag, með tveimur mörkum gegn engu. Þróttur hóf tímabilið af krafti og er liðið í þriðja sæti með 29 stig sem stendur. Valskonur hafa þó snúið við sínu gengi og eru að saxa á forskot Þróttar í þriðja sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag

Er eitthvað að gerast í sápuóperu haustsins í ensku úrvalsdeildinni? Það voru flugeldar á samfélagsmiðlum í gærkvöldi og í dag sást aðalpersónan mæta þar sem hann hefur lítið sést undanfarnar vikur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni

Samtök knattspyrnuþjálfara á Ítalíu (AIAC) hafa skrifað opinbert bréf þar sem fram kemur krafa þeirra um að Ísrael verði vísað úr öllum íþróttakeppnum vegna grimmilegrar framkomu þeirra og stríðsglæpa á Gaza ströndinni.

Fótbolti