Þór fer upp í umspilssæti Þór tók á móti Leikni í dag, í Lengjudeild karla. Akureyrar liðið vann 2-0 þar sem bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Sport 12.7.2025 17:58
Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Fjórir Íslendingar mættust í dag þegar Malmö fékk Norrköping í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni. Arnór Sigurðsson í liði Malmö hafði betur. Sport 12.7.2025 17:38
Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Njarðvík mistókst að komast á topp Lengjudeildarinnar í dag. Liðið gerði þá 1-1 jafntefli gegn Völsungi á Húsavík. Íslenski boltinn 12.7.2025 16:01
Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Virkni Tottenham á leikmannamarkaðnum síðustu daga hefur vakið nokkra athygli en á tveimur sólarhringum hefur liðið splæst 115 milljónum punda í tvo leikmenn, þá Mohammed Kudus og Morgan Gibbs-White. Fótbolti 12. júlí 2025 09:01
„Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. Fótbolti 11. júlí 2025 22:48
Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Framherjinn Óttar Magnús Karlsson hefur ákveðið að færa sig um set í ítölsku C-deildinni, frá SPAL til AC Renate. Fótbolti 11. júlí 2025 22:02
Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Topplið ÍR í Lengjudeild karla tapaði mikilvægum stigum í kvöld þegar liðið tapaði á heimavelli gegn HK 1-2. Fótbolti 11. júlí 2025 21:24
Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Grindvíkingar sóttu þrjú mikilvæg stig í Grafarvoginn í kvöld þegar liðið sótti Fjölni heim í Lengjudeild karla. Heimamenn komust í 2-0 en Grindvíkingar svöruðu með þremur mörkum í seinni hálfleikinn. Fótbolti 11. júlí 2025 20:33
Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Forráðamenn Liverpool, í samráði við fjölskyldu Diogo Jota, hafa ákveðið að leggja treyju númer 20 á hilluna hjá félaginu og votta Jota og minningu hans þannig virðingu sína. Fótbolti 11. júlí 2025 20:20
Segir hitann á HM hættulegan Veðrið hefur leikið alltof stórt hlutverk á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum í sumar þar sem ítrekað hefur þurft að fresta leikjum og nú er hitinn svo mikill að liðin eiga erfitt með að æfa. Fótbolti 11. júlí 2025 19:32
Belgar kveðja EM með sigri Elísabet Gunnarsdóttir stýrði belgíska landsliðinu til sigurs gegn Portúgal í lokaleik B-riðilsins á Evrópumótinu í Sviss í kvöld í dramatískum leik. Fótbolti 11. júlí 2025 18:30
Spánn áfram með fullt hús stiga Spánn vann torsóttan 3-1 sigur á Ítalíu í kvöld á Evrópumótinu í Sviss og vinnur því B-riðil með fullt hús stiga. Fótbolti 11. júlí 2025 18:30
Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Fátt virðist koma í veg fyrir það að Noni Madueke verði ný leikmaður Arsenal. Enski boltinn 11. júlí 2025 17:01
Lárus Orri byrjaður að bæta við sig ÍA hefur samið við danskan miðjumann, Jonas Gemmer, sem semur við liðið til ársloka 2027. Um er að ræða fyrstu félagsskipti nýs þjálfara, Lárusar Orra Sigurðssonar. Íslenski boltinn 11. júlí 2025 16:43
Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool spilar á útivelli gegn Preston North End næsta sunnudag, fyrsta æfingaleik undirbúningstímabilsins og fyrsta leikinn eftir óvænt andlát Diogo Jota og bróður hans, André Silva. Bræðurnir verða heiðraðir af báðum liðum fyrir leik og á meðan honum stendur. Enski boltinn 11. júlí 2025 16:30
Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Evrópska knattspyrnusambandið hefur fært Crystal Palace niður úr Evrópudeildinni í Sambandsdeildina, vegna þess að félagið er undir sama eignarhaldi og Lyon sem endurheimti Evrópudeildarsæti sitt í fyrradag. Fótbolti 11. júlí 2025 16:27
Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Nottingham Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham eftir að Lundúnaliðið reyndi að lokka Morgan Gibbs-White úr Skírisskógi. Forest heldur því fram að Tottenham hafi talað við leikmanninn án leyfis. Enski boltinn 11. júlí 2025 14:24
Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Spænski fótboltamaðurinn Yeray Álvarez hafði betur í baráttunni við krabbamein en féll síðan á lyfjaprófi. Þarna er tenging á milli samkvæmt færslu hans á samfélagsmiðlum. Fótbolti 11. júlí 2025 14:00
Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sveindís Jane Jónsdóttir var bæði með mark og stoðsendingu í gærkvöldi í lokaleik íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu í Sviss. Fótbolti 11. júlí 2025 13:01
EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana Komið var að kveðjustund hjá Aroni Guðmundssyni og Sindra Sverrissyni sem fylgdu landsliði kvenna eftir á vonbrigðamóti þar sem allir þrír leikir töpuðust á EM í Sviss. Þeir gerðu mótið upp og litu til framtíðar í lokaþætti EM í dag. Fótbolti 11. júlí 2025 11:51
„Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Bestu leikmenn íslenska liðsins hafa hlotið gagnrýni þegar hlutirnir gengu ekki upp á Evrópumótinu í Sviss. Sökin liggur miklu víðar í leikmannahópnum samkvæmt tveimur sigursælum reynsluboltum sem mættu í Besta sætið. Fótbolti 11. júlí 2025 11:30
Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla N1 mótið fór fram í veðurblíðu á Akureyri um síðustu helgi. Yfir tvö þúsund keppendur í meira en tvö hundruð liðum léku listir sínar og fleiri þúsund fjölskyldumeðlimir klöppuðu fyrir þeim á hliðarlínunni. Sumarmótaþáttinn um N1 mótið má sjá hér fyrir neðan. Fótbolti 11. júlí 2025 11:02
Ísak Snær lánaður til Lyngby Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið lánaður til danska félagsins Lyngby frá norska félaginu Rosenborg og mun spila með liðinu í næstefstu deild Danmerkur út næsta tímabil. Kaupmöguleiki fylgir lánssamningnum. Fótbolti 11. júlí 2025 09:45
Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Jordan Henderson var fljótur að finna sér nýtt félag eftir að hann fékk sig lausan frá hollenska félaginu í Ajax í gær. Enski boltinn 11. júlí 2025 09:45