Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Perez: Einn besti dagur lífs míns

Sergio Perez frá Mexíkó spretti úr spori á Sauber Formúlu 1 bíl á laugardaginn í heimabæ sínum Guadalajara. Perez er nýliði í Formúlu 1 og er talið að milli 150.000-200.000 manns hafi fylgst með kappanum í heimabænum.

Formúla 1
Fréttamynd

Tæknistjóri Williams segir nýliðann Maldonado hæfileikaríkan

Williams Formúlu 1 liðið frumsýndi í dag bíl sinn formlega í Englandi eins og hann verður í keppni hvað litaval varðar. Við það tækifæri sagði Sam Michael, tæknistjóri liðsins að nýi ökumaður liðsins, Pastor Maldonado væri með náttúrulega hæfileika við stjórnun Formúlu 1 bíls.

Formúla 1
Fréttamynd

Ástand Robert Kubica jákvætt

Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica frá Póllandi sem slasaðist alvarlega í rallkeppni á Ítalíu á dögunum, er kominn af gjörgæslu á spítalanum sem hann dvelur á og í endurhæfingu á samkvæmt frétt á autosport.com.

Formúla 1
Fréttamynd

Eitt ökumannssæti laust í Formúlu 1

Enn á eftir að ráða ökumann í eitt ökumannssæti í Formúlu 1 og það er hjá Hispania liðinu spænska. Indverjinn Narain Karthikeyan ekur einum bíl liðsins, en enginn hefur verið staðsfestur um borð í hinn bílinn. Á ráslínunni í Formúlu 1 í ár verða 24 ökumenn, sem keppa í 19 mótum í það minnsta, jafnvel 20 ef mótið í Barein verður sett á dagskrá síðar á árinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Ecclestone vill koma Formúlu 1 mótinu í Barein aftur á dagskrá

Bernie Ecclestone segist ætla gera sitt til þess að Barein mótið komist aftur á dagskrá á þessu ári, en mótið átti að vera 13. mars, en var fellt niður vegna ástandsins í landinu. Tuttugu mót voru á dagskrá FIA, alþjóðabílasambandins í ár og höfðu aldrei verið fleiri

Formúla 1
Fréttamynd

Massa telur ekki hægt bera keppinautanna saman

Felipe Massa hjá Ferrari náði besta aksturstímanum á Barcelona brautinni í gær og besta tímanum sem náðist á fjögurra daga æfingum Formúlu 1 liða á brautinni, sem lauk í gær. En fyrsti æfingadagurinn var á föstudag og einnig var ekið um helgina.

Formúla 1
Fréttamynd

FIA styður ákvörðun um að keppa ekki í Barein

FIA, alþjóða bílasambandið styður ákvörðun þeirra sem hafa með Formúlu 1 mótshaldið í í Barein að gera, þess efnis að hætta við Formúlu 1 mótið sem átti að vera í Barein þann 13. mars. FIA sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis síðdegis í dag. Ekki er ljóst hvort mótið verður á dagskrá síðar á árinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa snar í snúningum í Barcelona

Felipe Massa hjá Ferrari var fljótastur þeirra Formúlu 1 ökumanna, sem æfðu á Barcelona brautinni á Spáni í dag. Massa varð 0.817 úr sekúndu á undan Mark Webber á Red Bull.

Formúla 1
Fréttamynd

Hætt við mótshald í Barein 13. mars

Yfirvöld og Formúlu 1 mótshaldarar í Barein hafa ákveðið að fyrsta Formúlu 1 mót ársins fari ekki fram 13. mars, vegna aðstæðna í landinu. Krónprinsinn í Barein, Salman bin Hamad bin Isa Al Kahlifa lét Bernie Ecclestone vita af þessu í símtali í dag, samkvæmt frétt á autosport.com. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins verður því í Ástralíu 27. mars.

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg á Mercedes sneggstur á sunnudagsæfingunni

Nico Rosberg á Mercedes var með besta tíma allra Formúlu 1 ökumanna sem óku á Barcelona brautinni í dag á æfingu Formúlu 1 keppnisliða. Brautin var blaut um tíma, en þornaði smám saman, samkvæmt frétt um æfinguna á autosport.com.

Formúla 1
Fréttamynd

Meistarinn enn fljótastur í Barcelona

Sebastian Vettel hjá Red Bull náði í dag besta tíma á æfingu Formúlu 1 liða í Barcelona annan daginn í röð samkvæmt frétt á autosport.com. Jamie Alguersuari á Torro Rosso varð 0.204 sekúndum á eftir Vettel í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel rúmlega sekúndu fljótari en Alonso

Sebastian Vettel á Red Bull var með besta tíma á æfingu Formúlu 1 liða á Barcelona brautinni á Spáni í dag. Þrettán ökumenn tóku þátt í akstri um Barcleona brautina, en keppnisliðin æfa næstu þrjá daga til viðbótar á brautinni.

Formúla 1
Fréttamynd

Nick Heidfeld staðfestur hjá Lotus Renault í stað Kubica

Þjóðverjinn Nick Heidfeld var staðfestur sem ökumaður Lotus Renault í dag, en hann stóð sig vel á æfingum með liðinu á Jerez brautinni á laugardaginn. Náði besta tíma í brautinni. Heidfeld verður staðgengill Robert Kubica, sem er frá vegna meiðsla sem hann hlaut í rallkeppni. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins er samkvæmt dagskrá í Barein 13. mars.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel til í að keppa með Ferrari

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull gat þess í frétt á Gazetta dello Sport á Ítalíu að það að nafn hans yrði ritað meðal Ferrari ökumanna yrði sérstakt., ef af yrði í framtíðnni. Vettel ekur með Red Bull og greint var frá þessum ummælum Vettels á autosport.com.

Formúla 1
Fréttamynd

Jean Todt, forseti FIA, átti fund með forseta Íslands

Forseti aljþjóðabílasambandsins, FIA, Frakkinn Jean Todt kom til Íslands í dag, en hann er yfir bílasambandi sem stýrir umferðarmálum á heimsvísu og ýmsum akstursíþróttargreinum, eins og t.d. Formúlu 1. Todt var á árum áður heimsþekktur fyrir að stýra liði Ferrari í Formúlu 1 og vann marga titla með Michael Schumacher og Ferrari liðinu. Todt tók síðan við embærtti forseta FIA haustið 2009.

Formúla 1
Fréttamynd

Barrichello náði besta tíma á lokadegi æfinga á Jerez brautinni

Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello á Williams náði besta tíma á lokadegi æfinga Formúlu 1 liða á Jerez brautinni á Spáni í dag. Keppnislið hafa æft þar frá því á fimmtudag. Japaninn Kamui Kobayashi á Sauber var með næsta besta tíma í dag, 0.769 sekúndum á eftir Barrichello, samkvæmt frétt á autosport.com.

Formúla 1
Fréttamynd

Heideld náði besta tíma í prófun Lotus Renault á hæfileikum hans

Þjóðverjinn Nick Heidfeld náði besta tíma allra ökumanna á Jerez brautinni á Spáni í dag. Lotus Renault liðið prófaði hann sem mögulegan staðgengil Robert Kubica í Formúlu 1. Kubica verður frá keppni um ótiltekinn tíma vegna meiðsla sem hann hlaut í rallkeppni á Ítalíu um síðustu helgi.

Formúla 1
Fréttamynd

Heidfeld eldsnöggur á Lotus Renault

Þjóðverjinn Nick Heidfeld var efstur á blaði með besta aksturstímann á æfingu á Jerez brautinni í dag þegar um 25 mínútur voru eftir af æfingunni, en Lotus Renault er að skoða hann sem mögulegan staðgengil Robert Kubica, sem meiddist í óhappi í rallkeppni um síðustu helgi.

Formúla 1
Fréttamynd

Kubica: Vill komast á brautina aftur, sterkari en áður

Pólverjnn Robert Kubica kveðst vilja komast sem fyrst í Formúlu 1, en hann meiddist alvarlega á sunnudaginn þegar hann tók þátt í rallkeppni á Ítalíu. Hann verður frá keppni í ótiltekinn tíma og Lotus Renault lið hans leitar að staðgengli fyrir hann.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa sneggstur á Jerez í dag

Brailíumaðurinn Felipe Massa á Ferrari var fljótastur allra fyrstu æfingu keppnisliða í dag á Jerez brautinni á Spáni. Hann varð á undan nýliðanum Sergio Perez á Sauber, en sá kappi er frá Mexíkó.

Formúla 1
Fréttamynd

Heidfeld kallaður til æfinga sem mögulegur staðgengill Kubica

Þjóðverjinn Nick Heidfeld hefur verið beðinn að prófa Lotus Renault sem mögulegur staðgengill Robert Kubica hjá liðinu, samkvæmt tilkynningu frá liðinu. Liðið æfir Jerez brautinni á Spáni í fjóra daga í þessari viku. Kubica meiddist eins og kunnungt er í óhappi á s.l. sunnudag og verður frá keppni þar til annað kemur í ljós.

Formúla 1
Fréttamynd

Lotus Renault vill ökumann sem getur sigrað í stað Kubica

Georg Lopez eigandi Lotus Renault liðsins heimsótti Robert Kubica á spítalanum á Ítalíu í dag og mun bíða með að ákveða hver verður staðgengill hans þar til eftir æfingar á Jerez og Barcleona brautunum sem eru framundan. Samkvæmt frétt á autosport.com vill hann reyndan ökumann, ef raunin verður sú að Kubica verði frá keppni út þetta tímabil. Kubica meiddist í rallkeppni á sunnudaginn.

Formúla 1
Fréttamynd

Force India liðið horfir til framtíðar eftir frumsýningu

Force India liðið sem er í eigu Dr. Vijay Mallya, miljarðamærings frá Indlandi frumsýndi keppnisbíl sinn í dag á vefnum og kynnti þá Adrian Sutil frá Þýskalandi og Paul di Resta frá Skotlandi sem ökumenn liðsins. Varaökumaður er Nico Hulkenberg frá Þýskalandi sem ók með Williams í fyrra.

Formúla 1