Góðar minningar Glock frá Montreal 8. júní 2011 14:55 Timo Glock ekur með Virgin liðinu sem er að hluta í eigu Marussia sportbílaframleiðandans í Rússlandi. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Timo Glock hjá Virgin Formúlu 1 liðinu kveðst eiga góðar minningar frá mótssvæðinu í Kanada, sem verður notað um helgina, en þá mætir hann ásamt Jerome d´Ambrosio fyrir hönd liðs síns. Liðið er að hluta til í eigu Marussia sportbílaframleiðandans rússneska. „Ég á góðar minningar frá Kanada, ekki bara af því ég kann vel við brautina, heldur hef ég að hluta náð mínum besta árangri þar. Fékk stig í fyrsta Formúlu 1 mótinu mínu árið 2004, varð annar í Champ Car móti árið eftir og varð svo fjórði í Formúlu 1 mótinu 2008. Leiddi það mót líka í nokkra hringi", sagði Glock í fréttatilkynningu frá liðinu, en fyrsta mót hans í Formúlu 1 var með Jordan liðinu árið 2004 í Kanada. Glock segist njóta þess að mæta til Montreal og stemmningin sé góð. Hann segir brautina skítuga í upphafi mótshelgarinnar, en brautin er ekki sérhönnuð keppnisbraut, heldur hluti af gatnakerfinu og staðsett á eyju í sérstökum garði. „Brautin er blanda af beinum köflum og hægum beygjum og það verður áhugavert að eiga möguleika á að nota DRS (stillanlegan afturvæng) á tveimur stöðum á þessari braut", sagði Glock. Þá sagði hann vona að yfirbygging Virgin bílsins virki vel með lítið niðurtog, en á þann hátt er bílum er stillt upp fyrir þessa braut. Félaga hans d´Ambrosio hlakkar til mótsins og hann ætlar sér að hjóla brautina, auk þess að nota róðrarsvæði til æfinga sem er á mótssvæðinu. „Ég hlakka verulega til að keyra í Kanada. Þetta er frábært mót og margir áhorfendur eru til staðar og borgarlífið spennandi", sagði d´Ambrosio, sem er nýliði sem keppnisökumaður í ár. Hann var varaökumaður með öðru liði í Kanada í fyrra, en hlakkar til að takast á við brautina í ár. „Ég hef keyrt brautina í ökuhermi og það er upplifun. Veggirnir eru nálægt alveg eins og í Mónakó, sem er verðugt verkefni í sjálfu sér", sagði d´Ambrosio. Formúla Íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Timo Glock hjá Virgin Formúlu 1 liðinu kveðst eiga góðar minningar frá mótssvæðinu í Kanada, sem verður notað um helgina, en þá mætir hann ásamt Jerome d´Ambrosio fyrir hönd liðs síns. Liðið er að hluta til í eigu Marussia sportbílaframleiðandans rússneska. „Ég á góðar minningar frá Kanada, ekki bara af því ég kann vel við brautina, heldur hef ég að hluta náð mínum besta árangri þar. Fékk stig í fyrsta Formúlu 1 mótinu mínu árið 2004, varð annar í Champ Car móti árið eftir og varð svo fjórði í Formúlu 1 mótinu 2008. Leiddi það mót líka í nokkra hringi", sagði Glock í fréttatilkynningu frá liðinu, en fyrsta mót hans í Formúlu 1 var með Jordan liðinu árið 2004 í Kanada. Glock segist njóta þess að mæta til Montreal og stemmningin sé góð. Hann segir brautina skítuga í upphafi mótshelgarinnar, en brautin er ekki sérhönnuð keppnisbraut, heldur hluti af gatnakerfinu og staðsett á eyju í sérstökum garði. „Brautin er blanda af beinum köflum og hægum beygjum og það verður áhugavert að eiga möguleika á að nota DRS (stillanlegan afturvæng) á tveimur stöðum á þessari braut", sagði Glock. Þá sagði hann vona að yfirbygging Virgin bílsins virki vel með lítið niðurtog, en á þann hátt er bílum er stillt upp fyrir þessa braut. Félaga hans d´Ambrosio hlakkar til mótsins og hann ætlar sér að hjóla brautina, auk þess að nota róðrarsvæði til æfinga sem er á mótssvæðinu. „Ég hlakka verulega til að keyra í Kanada. Þetta er frábært mót og margir áhorfendur eru til staðar og borgarlífið spennandi", sagði d´Ambrosio, sem er nýliði sem keppnisökumaður í ár. Hann var varaökumaður með öðru liði í Kanada í fyrra, en hlakkar til að takast á við brautina í ár. „Ég hef keyrt brautina í ökuhermi og það er upplifun. Veggirnir eru nálægt alveg eins og í Mónakó, sem er verðugt verkefni í sjálfu sér", sagði d´Ambrosio.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira