Hætt við mótshald í Barein 10. júní 2011 13:47 Barein búar hafa tekið vel á móti Formúlu 1 köppum og Sebastian Vettel er hér á mótssvæðinu í fyrra. Mynd: Getty Images/Vladimir Rys Mótshaldarar í Barein hafa hætt við að halda Formúlu 1 mót, en FIA tilkynnti í síðustu viku á mót yrði í Barein 30. október. En í frétt á autosport.com í dag segir að mótið muni ekki fara fram samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum mótins. Upphaflega átti mótið að fara fram 13. mars, en var frestað vegna pólitísks ástands í landinu. Barein mótið var síðan í síðustu viku sett á dagskrá á ný af FIA á dagsetningu sem mót í Indlandi hafði áður verið sett á og átti að færa mótið í Indlandi til 11. desember. Forsvarsmenn keppnisliða kvörtuðu formlega yfir breytingunni, bæði vegna skipulagsmála varðandi ferðir og kostnað og einnig voru menn ósáttir að keppa 11.desember. Zayed R. Alzayani, einn af yfirmönnum á Barein brautinni sagði að í ljósi þess að keppnisliðin væru óánægð með breytingar á mótaskránni þá væri lítils að halda mót sem skapaði vandmál fyrir keppendur. „Barein hefur engan áhuga á að skipuleggja mót sem lengir keppnistímabilið og skemmir fyrir því að ökumenn, lið eða stuðningsmenn njóti Formúlu 1. Við viljum að hlutverk okkar í Formúlu 1 sé byggt á jákvæðni og sé uppbyggilegt sem fyrr. Þess vegna teljum við að það sé íþróttinni fyrir bestu að fylgja því ekki eftir að mótið verði á dagskrá á þessu ári", sagði Alzayani m.a. í fréttatilkynningu. Hann sagðist hlakka til að bjóða mönnum til keppni í Barein á næsta ári og þakkaði þeim sem hafa komið að málinu fyrir stuðning og skilning. Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mótshaldarar í Barein hafa hætt við að halda Formúlu 1 mót, en FIA tilkynnti í síðustu viku á mót yrði í Barein 30. október. En í frétt á autosport.com í dag segir að mótið muni ekki fara fram samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum mótins. Upphaflega átti mótið að fara fram 13. mars, en var frestað vegna pólitísks ástands í landinu. Barein mótið var síðan í síðustu viku sett á dagskrá á ný af FIA á dagsetningu sem mót í Indlandi hafði áður verið sett á og átti að færa mótið í Indlandi til 11. desember. Forsvarsmenn keppnisliða kvörtuðu formlega yfir breytingunni, bæði vegna skipulagsmála varðandi ferðir og kostnað og einnig voru menn ósáttir að keppa 11.desember. Zayed R. Alzayani, einn af yfirmönnum á Barein brautinni sagði að í ljósi þess að keppnisliðin væru óánægð með breytingar á mótaskránni þá væri lítils að halda mót sem skapaði vandmál fyrir keppendur. „Barein hefur engan áhuga á að skipuleggja mót sem lengir keppnistímabilið og skemmir fyrir því að ökumenn, lið eða stuðningsmenn njóti Formúlu 1. Við viljum að hlutverk okkar í Formúlu 1 sé byggt á jákvæðni og sé uppbyggilegt sem fyrr. Þess vegna teljum við að það sé íþróttinni fyrir bestu að fylgja því ekki eftir að mótið verði á dagskrá á þessu ári", sagði Alzayani m.a. í fréttatilkynningu. Hann sagðist hlakka til að bjóða mönnum til keppni í Barein á næsta ári og þakkaði þeim sem hafa komið að málinu fyrir stuðning og skilning.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira