Vettel: Við erum tilbúnir að berjast 11. júní 2011 21:20 Sebastian Vettel og Fernando Alonso verða í fyrstu tveimur sætunum á ráslínu í Montreal á morgun. Mynd: Getty Images/Paul Gilham/Red Bull Racing Sebastian Vettel hjá Red Bull verður fremstur á ráslínu í kanadíska kappakstrinum í Montreal á morgun. Fyrirfram var ekki talið að bíll hans yrði sá öflugasti á Gilles Villeneuve brautinni, en það reyndist staðreynd í sjöttu tímatökunni af sjö á þessu ári. „Við höfum bætt okkur frá því í fyrra. Þá vorum við með aðra keppnisáætlun og ég fórnaði tímatökunni. En í ár líður mér nokkuð þægilega hérna", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Lewis Hamilton vann mótið í Kanada í fyrra og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Vettel. Vettel keyrði á varnarvegg á fyrstu æfingunni á föstudag, sem varð til þess að bíllinn skemmdist verulega. En hann ók síðan á seinni æfingu dagsins og taldi æfingatímann mikilvægan, en hann æfði líka í dag áður en tímatakan fór fram. „Þetta er erfið braut, með köntum og hægum beygjum sem þarf að læra inn, eftir að hafa verið á mikilli ferð. Það þarf að bremsa af hörku, en tímatakan gekk snuðrulaust." „Stóra stundun er á morgun og aðstæður breytast að öllum líkindum og það gæti rignt eitthvað. Spurningin er hvenær og hve mikið. Við sjáum til. En það að vera fremstur er besti mögulegi staðurinn til að ræsa af stað á." „Ég held að hraðinn sé til staðar í bílnum. Þetta er aldrei auðvelt og verður það ekki á morgun, en ég tel held að við erum tilbúnir að berjast, eins og í tveimur síðustu mótum og við sjáum hvað gerist á morgun", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull verður fremstur á ráslínu í kanadíska kappakstrinum í Montreal á morgun. Fyrirfram var ekki talið að bíll hans yrði sá öflugasti á Gilles Villeneuve brautinni, en það reyndist staðreynd í sjöttu tímatökunni af sjö á þessu ári. „Við höfum bætt okkur frá því í fyrra. Þá vorum við með aðra keppnisáætlun og ég fórnaði tímatökunni. En í ár líður mér nokkuð þægilega hérna", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Lewis Hamilton vann mótið í Kanada í fyrra og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Vettel. Vettel keyrði á varnarvegg á fyrstu æfingunni á föstudag, sem varð til þess að bíllinn skemmdist verulega. En hann ók síðan á seinni æfingu dagsins og taldi æfingatímann mikilvægan, en hann æfði líka í dag áður en tímatakan fór fram. „Þetta er erfið braut, með köntum og hægum beygjum sem þarf að læra inn, eftir að hafa verið á mikilli ferð. Það þarf að bremsa af hörku, en tímatakan gekk snuðrulaust." „Stóra stundun er á morgun og aðstæður breytast að öllum líkindum og það gæti rignt eitthvað. Spurningin er hvenær og hve mikið. Við sjáum til. En það að vera fremstur er besti mögulegi staðurinn til að ræsa af stað á." „Ég held að hraðinn sé til staðar í bílnum. Þetta er aldrei auðvelt og verður það ekki á morgun, en ég tel held að við erum tilbúnir að berjast, eins og í tveimur síðustu mótum og við sjáum hvað gerist á morgun", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira