Vettel: Við erum tilbúnir að berjast 11. júní 2011 21:20 Sebastian Vettel og Fernando Alonso verða í fyrstu tveimur sætunum á ráslínu í Montreal á morgun. Mynd: Getty Images/Paul Gilham/Red Bull Racing Sebastian Vettel hjá Red Bull verður fremstur á ráslínu í kanadíska kappakstrinum í Montreal á morgun. Fyrirfram var ekki talið að bíll hans yrði sá öflugasti á Gilles Villeneuve brautinni, en það reyndist staðreynd í sjöttu tímatökunni af sjö á þessu ári. „Við höfum bætt okkur frá því í fyrra. Þá vorum við með aðra keppnisáætlun og ég fórnaði tímatökunni. En í ár líður mér nokkuð þægilega hérna", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Lewis Hamilton vann mótið í Kanada í fyrra og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Vettel. Vettel keyrði á varnarvegg á fyrstu æfingunni á föstudag, sem varð til þess að bíllinn skemmdist verulega. En hann ók síðan á seinni æfingu dagsins og taldi æfingatímann mikilvægan, en hann æfði líka í dag áður en tímatakan fór fram. „Þetta er erfið braut, með köntum og hægum beygjum sem þarf að læra inn, eftir að hafa verið á mikilli ferð. Það þarf að bremsa af hörku, en tímatakan gekk snuðrulaust." „Stóra stundun er á morgun og aðstæður breytast að öllum líkindum og það gæti rignt eitthvað. Spurningin er hvenær og hve mikið. Við sjáum til. En það að vera fremstur er besti mögulegi staðurinn til að ræsa af stað á." „Ég held að hraðinn sé til staðar í bílnum. Þetta er aldrei auðvelt og verður það ekki á morgun, en ég tel held að við erum tilbúnir að berjast, eins og í tveimur síðustu mótum og við sjáum hvað gerist á morgun", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull verður fremstur á ráslínu í kanadíska kappakstrinum í Montreal á morgun. Fyrirfram var ekki talið að bíll hans yrði sá öflugasti á Gilles Villeneuve brautinni, en það reyndist staðreynd í sjöttu tímatökunni af sjö á þessu ári. „Við höfum bætt okkur frá því í fyrra. Þá vorum við með aðra keppnisáætlun og ég fórnaði tímatökunni. En í ár líður mér nokkuð þægilega hérna", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Lewis Hamilton vann mótið í Kanada í fyrra og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Vettel. Vettel keyrði á varnarvegg á fyrstu æfingunni á föstudag, sem varð til þess að bíllinn skemmdist verulega. En hann ók síðan á seinni æfingu dagsins og taldi æfingatímann mikilvægan, en hann æfði líka í dag áður en tímatakan fór fram. „Þetta er erfið braut, með köntum og hægum beygjum sem þarf að læra inn, eftir að hafa verið á mikilli ferð. Það þarf að bremsa af hörku, en tímatakan gekk snuðrulaust." „Stóra stundun er á morgun og aðstæður breytast að öllum líkindum og það gæti rignt eitthvað. Spurningin er hvenær og hve mikið. Við sjáum til. En það að vera fremstur er besti mögulegi staðurinn til að ræsa af stað á." „Ég held að hraðinn sé til staðar í bílnum. Þetta er aldrei auðvelt og verður það ekki á morgun, en ég tel held að við erum tilbúnir að berjast, eins og í tveimur síðustu mótum og við sjáum hvað gerist á morgun", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira