Button vann dramatíska keppni í Kanada 13. júní 2011 00:04 Jenson Button fagnar sigri í Kanada í dag. AP mynd: The Canadian Press/Paul Chiasson Bretinn Jenson Button hjá McLaren vann tilþrifamikla keppni í Formúlu 1 mótinu í Montreal í dag, en hann komst framúr Sebastian Vettel hjá Red Bull í síðasta hring. Miklar tafir urðu á mótinu vegna rigningar og fóru ökumenn úr bílum sínum um tíma vegna þessa. Keppnin ræsti af stað fyrir aftan öryggisbílinn í upphafi og Vettel náði forystu í mótinu og réði lögum og lofum til að byrja með samkvæmt frétt á autosport.com. Keppnin var ræst af stað fyrir aftan öryggisbílinn, þar sem brautin þótti of blaut. Þegar allt var komið af stað lentu Button og Lewis Hamilton hjá McLaren í samstuði og Hamilton féll úr leik, eftir að hafa skollið á vegg, en Button náði að halda áfram. Button varð að láta lagfæra bílinn og féll í tólfta sæti. Keppnin var endurræst í tólfta hring, fyrir aftan öryggisbílinn og Vettel var á undan Fernando Alonso hvað fyrsta sætið varðar og Felipe Massa á samskonar Ferrari og Alonso fyrir aftan. Button fékk akstursvíti fyrir að hafa keyra of hratt fyrir aftan öryggisbílinn og féll í 14 sæti, en hann hafði þá skipt af grófum regndekkjum yfir á venjuleg regndekk. Vettel var í forystunni og öryggisbíllinn var enn kallaður út, í þriðja skipti. Vettel nýtti færið og skipti á gróf regndekk vegna vatnsveðursins og fleiri skiptu um dekk og Vettel náði forystunni á ný og ók á eftir öryggisbílnum og kvartaði yfir aðstæðum. Keppnin var síðan stöðvuð um tíma vegna vatnselgs á brautinni í 25 hring. Nærri tveimur tímum eftir að hún var stöðvuð fór allt í gang á ný. Öryggisbíllinn ók á undan keppendum í níu hringi og Vettel var fremstur og Kobayashi annar. Ökumenn skiptu síðan á venjuleg regndekk þegar aðstæður bötnuðu, en Button og Alonso lentu í árekstri og enn var öryggisbíllinn kallaður út. Alonso féll úr leik en Button hélt áfram, en þurfti að skipta um sprungið dekk. Í fjórða skipti var öryggisbillinn kallaður út og Button var fallinn í síðasta sæti. Keppnin fór í gang á ný 41 hring og Vettel var með sex sekúndu forskot í 50 hring, þegar 20 hringir voru eftir. Í 53 hring setti Vettel þurrdekk undir bílinn og var enn í forystu. Þegar 13 hringir voru eftir var Vettel enn fyrstur, en öryggisbíllinn var kallaður út í fimmta skipti og í þetta skiptið vegna óhapps í brautinni. Þegar níu hringir voru eftir var keppnin enn sett af stað. Þá var Vettel fremstur, en Michael Schumacher á Mercedes annar og Mark Webber þriðji á Red Bull. Webber reyndi framúrakstur á Schumacher, en mistókst og Button komst í þriðja sætið og hann náði svo öðru sætinu af Schumacher þegar fimm hringir voru eftir. Þegar þrír hringir voru eftir náði Webber þriðja sætinu af Schumacher og Button smeygði sér framhjá Vettel í síðasta hring, þegar Vettel gerði mistök. Button kom fyrstur í endamark og vann þannig sinn fyrsta sigur á árinu, en Vettel náði öðru sæti og Webber því þriðja. Vettel er nú með 161 stig í stigamóti ökumanna, en Button er annar með 101, Webber 94, Hamilton 85 og Alonso 69. Formúla Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bretinn Jenson Button hjá McLaren vann tilþrifamikla keppni í Formúlu 1 mótinu í Montreal í dag, en hann komst framúr Sebastian Vettel hjá Red Bull í síðasta hring. Miklar tafir urðu á mótinu vegna rigningar og fóru ökumenn úr bílum sínum um tíma vegna þessa. Keppnin ræsti af stað fyrir aftan öryggisbílinn í upphafi og Vettel náði forystu í mótinu og réði lögum og lofum til að byrja með samkvæmt frétt á autosport.com. Keppnin var ræst af stað fyrir aftan öryggisbílinn, þar sem brautin þótti of blaut. Þegar allt var komið af stað lentu Button og Lewis Hamilton hjá McLaren í samstuði og Hamilton féll úr leik, eftir að hafa skollið á vegg, en Button náði að halda áfram. Button varð að láta lagfæra bílinn og féll í tólfta sæti. Keppnin var endurræst í tólfta hring, fyrir aftan öryggisbílinn og Vettel var á undan Fernando Alonso hvað fyrsta sætið varðar og Felipe Massa á samskonar Ferrari og Alonso fyrir aftan. Button fékk akstursvíti fyrir að hafa keyra of hratt fyrir aftan öryggisbílinn og féll í 14 sæti, en hann hafði þá skipt af grófum regndekkjum yfir á venjuleg regndekk. Vettel var í forystunni og öryggisbíllinn var enn kallaður út, í þriðja skipti. Vettel nýtti færið og skipti á gróf regndekk vegna vatnsveðursins og fleiri skiptu um dekk og Vettel náði forystunni á ný og ók á eftir öryggisbílnum og kvartaði yfir aðstæðum. Keppnin var síðan stöðvuð um tíma vegna vatnselgs á brautinni í 25 hring. Nærri tveimur tímum eftir að hún var stöðvuð fór allt í gang á ný. Öryggisbíllinn ók á undan keppendum í níu hringi og Vettel var fremstur og Kobayashi annar. Ökumenn skiptu síðan á venjuleg regndekk þegar aðstæður bötnuðu, en Button og Alonso lentu í árekstri og enn var öryggisbíllinn kallaður út. Alonso féll úr leik en Button hélt áfram, en þurfti að skipta um sprungið dekk. Í fjórða skipti var öryggisbillinn kallaður út og Button var fallinn í síðasta sæti. Keppnin fór í gang á ný 41 hring og Vettel var með sex sekúndu forskot í 50 hring, þegar 20 hringir voru eftir. Í 53 hring setti Vettel þurrdekk undir bílinn og var enn í forystu. Þegar 13 hringir voru eftir var Vettel enn fyrstur, en öryggisbíllinn var kallaður út í fimmta skipti og í þetta skiptið vegna óhapps í brautinni. Þegar níu hringir voru eftir var keppnin enn sett af stað. Þá var Vettel fremstur, en Michael Schumacher á Mercedes annar og Mark Webber þriðji á Red Bull. Webber reyndi framúrakstur á Schumacher, en mistókst og Button komst í þriðja sætið og hann náði svo öðru sætinu af Schumacher þegar fimm hringir voru eftir. Þegar þrír hringir voru eftir náði Webber þriðja sætinu af Schumacher og Button smeygði sér framhjá Vettel í síðasta hring, þegar Vettel gerði mistök. Button kom fyrstur í endamark og vann þannig sinn fyrsta sigur á árinu, en Vettel náði öðru sæti og Webber því þriðja. Vettel er nú með 161 stig í stigamóti ökumanna, en Button er annar með 101, Webber 94, Hamilton 85 og Alonso 69.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira