Möguleikar meistaranna í úrslitamótinu Núna síðdegis hefst brasilíski kappaksturinn þar sem Fernando Alonso og Sebastian Vettel há úrslitabaráttu um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1. Alonso og Vettel munu ekki gefa tommu eftir. Formúla 1 25. nóvember 2012 15:12
Button: Alonso á titilinn meira skilið Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir að Fernando Alonso eigi heimsmeistaratitilinn meira skilið en Sebastian Vettel. Þetta segir hann því Ferrari-lið Alonso hefur átt í þónokkrum erfiðleikum í ár. Formúla 1 25. nóvember 2012 11:30
Maldonado refsað og færður aftur um tíu sæti Pastor Maldonado, ökumanni Williams-liðsins í Formúlu 1, hefur verið refsað fyrir að hundsa kall dómara um að koma bílnum í vigtun í miðjum tímatökum. Maldonado færist aftur um tíu sæti á ráslínunni og hefur því síðasta kappakstur ársins sextándi. Formúla 1 24. nóvember 2012 20:56
Hamilton á ráspól en Alonso í basli Verkefni helgarinnar varð mun erfiðara fyrir Fernando Alonso í tímatökunum í dag þegar hann náði aðeins áttunda besta tíma, fjórum sætum á eftir Sebastian Vettel. Þeir Alonso og Vettel berjast um heimsmeistaratitilinn á morgun. Formúla 1 24. nóvember 2012 17:12
Alonso og Vettel há úrslitabaráttu í Brasilíu Þeir Fernando Alonso og Sebastian Vettel freista þess báðir að vinna sinn þriðja heimsmeistaratitil. Vettel gæti jafnframt orðið yngsti þrefaldi heimsmeistarinn frá upphafi. Árangur Alonso yrði ekki síðri, því almennt er talið að honum hafi tekist hið ómögulega í ár: Að há titilbaráttu fram í síðasta mót ársins. Formúla 1 24. nóvember 2012 15:26
Schumacher vill kveðja Formúluna á góðum nótum Heimsmeistarinn sjöfaldi og Mercedes-ökuþórinn Michael Schumacher mun segja skilið við Formúlu 1 í annað sinn á ferlinum eftir brasilíska kappaksturinn um næstu helgi. Hann segir þetta verða hans síðastu kveðjustund. Formúla 1 22. nóvember 2012 06:15
Kóreski kappaksturinn skilaði 3,8 milljarða tapi í ár Mótshaldarar Formúlu 1-kappakstursins í Kóreu hafa nú tilkynnt yfir 3,8 milljarða íslenskra króna tap af kappakstrinum þriðja árið í röð. Óvíst er að kappaksturinn haldi plássi sínu á dagatali Formúlunnar. Formúla 1 22. nóvember 2012 06:00
Danica Patrick að skilja Kappaksturskonan Danica Patrick er komin aftur á markaðinn en hún er að skilja við Paul Hospenthal eftir sjö ára hjónaband. Hún tilkynnti um skilnaðinn á Facebook. Formúla 1 21. nóvember 2012 18:00
Ferrari getur ekki einbeitt sér að Vettel Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari-liðsins í Formúlu 1, segir liðið ætla að einbeita sér að því að standa sig sem best. Liðið má ekki við því að athuga hvað Red Bull-liðið ætlar að gera. Brasilíski kappaksturinn um næstu helgi mun skera úr um heimsmeistaratitil ökuþóra. Formúla 1 21. nóvember 2012 06:00
Raikkönen vill ekki mæta á lokahóf Formúlunnar Lotus-liðið í Formúlu 1 er staðráðið í að sækja þriðja sætið í titilbaráttu ökuþóra þrátt fyrir að Kimi Raikkönen hafi sagst ekki vilja mæta á lokahófið þar sem verðlaununum er útdeilt í lok ársins. Kimi er sem stendur í þriðja sætinu. Formúla 1 21. nóvember 2012 06:00
Hamilton frábær í Bandaríkjunum Lewis Hamilton ók frábærlega í bandaríska kappakstrinum í gær þegar hann kom í mark á undan Sebastian Vettel. Fernando Alonso stóð á verðlaunapallinum með þeim en þetta var í fyrsta sinn sem þessir þrír ökuþórar deildu verðlaunapallinum. Formúla 1 19. nóvember 2012 06:00
Við endamarkið: Lewis Hamilton vann sigur í Bandaríkjunum Halldóra Matthíasdóttir og Rúnar Jónsson fóru yfir frábæran sigur Lewis Hamilton á McLaren í Formúlu 1 kappakstrinum í Austin í Bandaríkjunum í dag. Formúla 1 18. nóvember 2012 22:16
Hamilton vann í Bandaríkjunum Lewis Hamilton, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, vann frábæran bandarískan kappakstur nú rétt í þessu. Hann ræsti annar og háði meistaralega baráttu við Sebastian Vettel um fyrsta sætið. Vettel varð annar. Formúla 1 18. nóvember 2012 21:01
Massa fær fimm sæta refsingu á ráslínu Felipe Massa, ökuþór Ferrari í Formúlu 1, fær fimm sæta refsingu á ráslínunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem hefst nú eftir tæpan klukkutíma. Alonso færist því úr áttunda sæti í það sjöunda og yfir á hreinni hluta brautarinnar. Formúla 1 18. nóvember 2012 18:17
Webber sleppur með áminningu fyrir kappaksturinn Dómarar í bandaríska kappakstrinum hafa ákveðið að áminna Mark Webber, ökumann Red Bull í Formúlu, fyrir að missa af vigtun eftir fyrstu lotu tímatökunnar í gær. Formúla 1 18. nóvember 2012 13:31
Vettel á ráspól í sínum hundraðasta kappakstri Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull ræsir fremstur í bandaríska kappakstrinum á morgun. Hann átti besta tíma í öllum tímatökulotunum. Lewis Hamilton ræsir annar. Fernando Alonso, helsti keppinautur Vettel, ræsir aðeins áttundi. Formúla 1 17. nóvember 2012 19:22
Blaðamannafundur Formúlunnar í beinni á Vísi Vísir mun sýna beint frá blaðamannafundi Formúlu 1 kappakstursins sem hefst nú klukkan 19.00. Það er því miður ekki hægt að sýna frá honum á Stöð 2 Sport en Formúluaðdáendur geta séð hann á Vísi í staðinn. Formúla 1 17. nóvember 2012 18:30
Vettel fullkomnaði þrennuna á æfingum í Bandaríkjunum Sebastian Vettel var fljótastur í öllum þremur æfingunum fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Keppt er á nýrri braut Austin í Texas og hefur hún komið öllum ökumönnum á óvart. Formúla 1 17. nóvember 2012 17:23
Vettel fljótastur á fyrsta degi í Bandaríkjunum Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur á fyrstu æfingum um nýju kappakstursbrautina í Bandaríkjunum í dag. Hann setti besta tímann á síðustu ferð sinni yfir rásmarkið, heilli sekúndu á eftir Lewis Hamilton á McLaren. Formúla 1 16. nóvember 2012 17:49
Villeneuve: Vettel er enn barn Sebastian Vettel á enn eftir að þroskast sem Formúla 1 bílstjóri, ef eitthvað er að marka orð Jacques Villeneuve, fyrrum heimsmeistara í Formúlu 1. Villeneuve segir Vettel hegða sér eins og barn. Formúla 1 14. nóvember 2012 14:15
Vettel segir Alonso eiga titilinn jafn mikið skilið Heimsmeistarinn Sebastian Vettel, sem ekur fyrir Red Bull í Formúlu 1, segir keppinaut sinn, Fernando Alonso hjá Ferrari, eiga titilinn jafn mikið skilið og hann sjálfur. Báðir hafa ekið frábærlega í ár þó segja megi að Alonso hafi sýnt meiri áræðni. Formúla 1 13. nóvember 2012 06:00
McLaren: Áhætta að ráða Perez Martin Whitmarsh, liðsstjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, viðurkennir að í því felist áhætta að ráða hinn unga Sergio Perez til að aka öðrum McLaren-bílnum á næsta ári í stað Lewis Hamilton. Formúla 1 8. nóvember 2012 17:29
Newey óhræddur um borð í eigin bílum Adrian Newey, aðalhönnuður Red Bull-liðsins, ók sínum frægu kappakstursbílum í fyrsta sinn á dögunum undir dyggri handleiðslu David Coulthard, sem á sínum tíma ók fyrir Williams, McLaren og Red Bull í Formúlu 1. Formúla 1 7. nóvember 2012 18:00
Raikkönen þarf frelsi til að blómstra Kimi Raikkönen þarf að hafa svigrúm til að einbeita sér að akstrinum, segir Eric Boullier, liðstjóri Lotus-liðsins í Formúlu1. Með því að skapa það umhverfi umhverfis Finnan fljúgandi vann Lotus-Renault sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Formúla 1 5. nóvember 2012 20:00
Hamilton: Vettel er heppnasti ökuþórinn í Formúlu 1 Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, var ánægður með Sebastian Vettel, ökumann liðsins, í kappakstrinum í Abu Dhabi í gær. Vettel lauk mótinu í þriðja sæti eftir að hafa ræst aftastur. Formúla 1 5. nóvember 2012 16:37
Við endamarkið: Kimi Raikkönen hafði sigur í Abu Dhabi Halldóra Matthíasdóttir og Rúnar Jónsson fóru yfir frábæran sigur Kimi Raikkönen í Abu Dhabi kappakstrinum. Fernando Alonso náði öðru sæti og minnkaði forystu Sebastian Vettel á toppnum í tíu stig. Formúla 1 4. nóvember 2012 20:59
Alonso minnkaði forskot Vettels í tíu stig Lotus-ökuþórinn Kimi Raikkönen vann kappaksturinn í Abu Dhabi í dag. Þetta er fyrsti sigur Raikkönen síðan hann snéri aftur í Formúlu 1 í ár. Vettel ræsti af viðgerðarsvæðinu en endaði þriðji. Formúla 1 4. nóvember 2012 15:09
Vettel refsað og ræsir aftastur Sebastian Vettel hefur verið færður á aftasta rástað fyrir Formúlu 1-kappaksturinn í Abu Dhabi á morgun. Vettel þurfti að stöðva bilinn áður en hann komst til baka inn á viðgerðarsvæðið. Formúla 1 3. nóvember 2012 20:51
Hamilton greip tækifærið þegar Vettel lenti í vandræðum Lewis Hamilton ræsir af fremsta rásstað í Abu Dhabi-kappakstrinum á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag og var langfljótastur. Formúla 1 3. nóvember 2012 14:23
Mótið í Abu Dhabi lykillinn að titlinum Kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina er mjög mikilvægur fyrir framvindu heimsmeistaratitilbaráttunnar í ár. Sebastian Vettel, ökuþór Red Bull-liðsins, hefur þrettán stiga forystu á Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, þegar þrjú mót eru eftir af tímabilinu. Formúla 1 3. nóvember 2012 08:00