Hamilton með frábæran sigur og þann fyrsta á tímabilinu Stefán Hirst Friðriksson skrifar 28. júlí 2013 13:59 Lewis Hamilton sem ekur fyrir Mercedes vann í dag sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Formúlu 1 kappakstrinum sem fór fram í Búdapest. Hamilton var kampakátur í viðtali eftir sigurinn og sagðist hann hafi komið sér á óvart. „Þetta er ótrúleg tilfinning. Við höfðum ekki mikla trú á þessu fyrir kappaksturinn en ég verð að hrósa liðinu mínu fyrir frábæra vinnu. Ég var mjög hungraður í þennan sigur og mér fannst það sjást á akstrinum hjá mér í dag. Nú ætla ég bara að halda áfram og vinna fleiri mót," sagði Lewis Hamilton eftir kappaksturinn í dag. Hamilton var á ráspól fyrir kappaksturinn í dag og hélt hann forystunni allan tímann og sigraði með nokkrum yfirburðum. Finninn Kimi Raikkonen sem ekur fyrir Lotus kom annar í mark eftir mikla baráttu við heimsmeistarann Sebastian Vettel sem endaði í þriðja sæti. Heimsmeistarinn Vettel er ennþá efstur í heildar stigakeppninni en Raikkonen er annar. Fernando Alonso er í þriðja sæti og Lewis Hamilton í því fjórða. Red Bull, sem Vettel ekur fyrir er með góða forystu í liðakeppninni. Formúla Video kassi sport íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton sem ekur fyrir Mercedes vann í dag sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Formúlu 1 kappakstrinum sem fór fram í Búdapest. Hamilton var kampakátur í viðtali eftir sigurinn og sagðist hann hafi komið sér á óvart. „Þetta er ótrúleg tilfinning. Við höfðum ekki mikla trú á þessu fyrir kappaksturinn en ég verð að hrósa liðinu mínu fyrir frábæra vinnu. Ég var mjög hungraður í þennan sigur og mér fannst það sjást á akstrinum hjá mér í dag. Nú ætla ég bara að halda áfram og vinna fleiri mót," sagði Lewis Hamilton eftir kappaksturinn í dag. Hamilton var á ráspól fyrir kappaksturinn í dag og hélt hann forystunni allan tímann og sigraði með nokkrum yfirburðum. Finninn Kimi Raikkonen sem ekur fyrir Lotus kom annar í mark eftir mikla baráttu við heimsmeistarann Sebastian Vettel sem endaði í þriðja sæti. Heimsmeistarinn Vettel er ennþá efstur í heildar stigakeppninni en Raikkonen er annar. Fernando Alonso er í þriðja sæti og Lewis Hamilton í því fjórða. Red Bull, sem Vettel ekur fyrir er með góða forystu í liðakeppninni.
Formúla Video kassi sport íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira