Hamilton fremstur á heimavelli 29. júní 2013 13:19 Hamilton setti Mercedes-bílinn á ráspól í sólinni í dag. Bretinn Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone-brautinni á morgun þegar Formúlu 1-kappaksturinn fer þar fram. Hamilton var mun fljótari en liðsfélagi sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg, en sá ók heilum 0,4 sekúndum hægar um brautina en Hamilton. Sebastian Vettel leiðir heimsmeistaramótið en hann náði aðeins þriðja besta tíma í Red Bull-bíl sínum. Tímatakan gaf góð merki um að Mercedes gæti átt séns á sigri í breska kappakstrinum á kosnað Red Bull en Pirelli-dekkjaframleiðandinn hefur valið harðari dekkjagerðir en búist var við. Það gæti hjálpað Hamilton og Rosberg. "Það verður tvímælalaust erfitt fyrir okkur að halda Sebastian fyrir aftan okkur," sagði Hamilton. "En við gerum auðvitað okkar besta." Mark Webber, ökuþór Red Bull sem sagði upp á miðvikudaginn, ræsir fjórði á eftir liðsfélaga sínum. Skotinn Paul di Resta sló liðsfélaga sínum við hjá Force India og ræsir fimmti. Adrian Sutil verður sjöundi. Óvænta stjarna dagsins var Daniel Ricciardo hjá Toro Rosso. Hann og liðsfélaginn Jean-Eric Vergne hafa verið í fluggír alla helgina enda verða þeir að sanna sig gagnvart Red Bull-liðinu vilji þeir fá sæti Webbers á næsta ári. Ricciardo ræsir sjötti í kappakstrinum á morgun. Toro Rosso hefur aldrei staðið sig vel á Silverstone áður. Ferrari, Lotus og McLaren voru í vandræðum í tímatökunum og náðu ekki að halda í við Mercedes og Red Bull. Alonso ræsir aðeins tíundi á eftir Kimi Raikkönen í Lotus. Jenson Button þurfti að sætta sig við að komast ekki upp úr annari lotu tímatökunnar og ræsir ellefti á undan Felipe Massa í Ferrari-bílnum. Sergio Perez verður fjórtándi. Williams-liðið tekur þátt í 600. kappakstri sínum um helgina en þrátt fyrir þá ótrúlegu reynslu eru þeir aðeins í sextánda og sautjánda sæti. Formúla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone-brautinni á morgun þegar Formúlu 1-kappaksturinn fer þar fram. Hamilton var mun fljótari en liðsfélagi sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg, en sá ók heilum 0,4 sekúndum hægar um brautina en Hamilton. Sebastian Vettel leiðir heimsmeistaramótið en hann náði aðeins þriðja besta tíma í Red Bull-bíl sínum. Tímatakan gaf góð merki um að Mercedes gæti átt séns á sigri í breska kappakstrinum á kosnað Red Bull en Pirelli-dekkjaframleiðandinn hefur valið harðari dekkjagerðir en búist var við. Það gæti hjálpað Hamilton og Rosberg. "Það verður tvímælalaust erfitt fyrir okkur að halda Sebastian fyrir aftan okkur," sagði Hamilton. "En við gerum auðvitað okkar besta." Mark Webber, ökuþór Red Bull sem sagði upp á miðvikudaginn, ræsir fjórði á eftir liðsfélaga sínum. Skotinn Paul di Resta sló liðsfélaga sínum við hjá Force India og ræsir fimmti. Adrian Sutil verður sjöundi. Óvænta stjarna dagsins var Daniel Ricciardo hjá Toro Rosso. Hann og liðsfélaginn Jean-Eric Vergne hafa verið í fluggír alla helgina enda verða þeir að sanna sig gagnvart Red Bull-liðinu vilji þeir fá sæti Webbers á næsta ári. Ricciardo ræsir sjötti í kappakstrinum á morgun. Toro Rosso hefur aldrei staðið sig vel á Silverstone áður. Ferrari, Lotus og McLaren voru í vandræðum í tímatökunum og náðu ekki að halda í við Mercedes og Red Bull. Alonso ræsir aðeins tíundi á eftir Kimi Raikkönen í Lotus. Jenson Button þurfti að sætta sig við að komast ekki upp úr annari lotu tímatökunnar og ræsir ellefti á undan Felipe Massa í Ferrari-bílnum. Sergio Perez verður fjórtándi. Williams-liðið tekur þátt í 600. kappakstri sínum um helgina en þrátt fyrir þá ótrúlegu reynslu eru þeir aðeins í sextánda og sautjánda sæti.
Formúla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira