Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Verstappen á ráspól í dag

Max Verstappen átti besta tímann í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn í Formúlu 1, en keppt er í Texas. Verstappen tryggði sér ráspól, og þar með bestu upphafsstöðuna í kappakstrinum sem fer fram seint í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Verstappen sýndi Hamilton fingurinn

Max Verstappen var heldur betur ósáttur við höfuðandstæðing sinn í Formúlu 1, Lewis Hamilton, á annarri æfingunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fer fram um helgina í Texas.

Sport
Fréttamynd

Formúlu 1 ökumaðurinn Daniel Ricciardo prófar NASCAR

Daniel Ricciardo er frægur fyrir afrek sín á kappakstursbrautum í Formúlu 1 bíl og að gleyma aldrei góða skapinu heima. Hann gerir alla jafna veðmál við stjórnendur þeirra liða sem hann ekur fyrir. Nú er veðmálið um að fá að prófa NASCAR bíl sem Dale Earnhardt ók á sínum tíma. Hann er mikil hetja Ricciardo og ástæða þess að hann valdi sér keppnisnúmerið þrír.

Bílar
Fréttamynd

Forstjóri sögufrægrar Formúlu 1-brautar myrtur

Nathalie Maillet, forstjóri Spa-Francorchamps kappaktursbrautarinnar í Belgíu, fannst látin á heimili sínu í gær. Svo virðist sem að eiginmaður hennar hafi skotið hana og aðra konu til bana áður en hann beindi byssunni að sjálfum sér.

Erlent
Fréttamynd

Vilja að Hamilton hljóti harðari refsingu

Lið Red Bull í Formúlu 1 kappakstrinum hefur krafist harðari refsingar á hendur heimsmeistaranum Lewis Hamilton eftir að honum lenti saman við Max Verstappen í í breska kappakstrinum þann 18. júlí. Verstappen féll úr keppni og endaði á sjúkrahúsi eftir áreksturinn.

Formúla 1