Charles Leclerc gæti komið í stað Lewis Hamilton Jón Már Ferro skrifar 2. maí 2023 15:31 Lewis Hamilton og Charles Leclerc í aðdraganda kappakstursins í Jeddah, Sádi-Arabíu, í mars síðastliðnum. Getty/Eric Alonso Toto Wolff, framkvæmdarstjóri Mercedes, segir að Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, sé undir smásjá liðsins. Samningsviðræður Mercedes og Lewis Hamilton ganga illa. Samningur Hamilton, helsta ökuþórs Mercedes og sjöfalds heimsmeistara, rennur út eftir yfirstandandi tímabil, en hann hefur gagnrýnt þróunina á bifreið Mercedes. Bílaframleiðandinn stefnir á að gera bílinn betri og Hamilton segist ekki geta beðið eftir uppfærslunni í aðdraganda Molina kappakstursins á Ítalíu 21. maí næstkomandi. Fjölmiðlar á Ítalíu greindu frá því að Leclerc hefði rætt við Mercedes en Leclerc neitaði fyrir það síðastliðin fimmtudag og sagði að enn þá hefðu engar viðræður átt sér stað. Jafnframt segist hann vera einbeittur að því að gera vel fyrir Ferrari og virða samning sinn við bílaframleiðandann. The rumours are already flying! Mercedes F1 boss Toto Wolff has admitted Charles Leclerc is "on his radar" but "not for the short and medium-term" future. #AzerbaijanGP #BBCF1 pic.twitter.com/MqFWA6RNtp— BBC Sport (@BBCSport) April 30, 2023 Samningur Leclerc við Ferrari rennur út á næsta ári en framtíð hans gæti ráðist á næstunni. „Það er enginn sem efast um gæði Charles og hann er frábær náungi. Hann er hundrað prósent skuldbundinn Ferrari og við erum hundrað prósent skuldbundnir því að skrifa undir við Lewis,“ segir Toto Wolff. Leclerc endaði í öðru sæti ökuþóra í fyrra, á eftir heimsmeistaranum, Max Verstappen. Leclerc hefur nítján sinnum endað á ráspól á ferli sínum í Formúlu 1, einu sinni oftar en Verstappen. Margir sérfræðingar telja Leclerc vera besta og hraðasta ökuþórinn en oftar en ekki voru slæmar ákvarðanir Ferrari sem komu í veg fyrir að hann hafi unnið fleiri keppnir á síðasta tímabili. Akstursíþróttir Tengdar fréttir Leclerc á ráspól í Aserbaídsjan Charles Leclerc á Ferrari verður á ráspól þegar farið verður af stað í Bakú í Aserbaídsjan í Formúlu 1 á morgun. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir annar, en þetta verður þriðja árið í röð sem Leclerc ræsir fremstur í Bakú. 29. apríl 2023 09:01 Óvissa uppi varðandi framtíð Hamilton hjá Mercedes Samningur sjöfalda Formúlu 1 heimsmeistarans Lewis Hamilton við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil og enn virðist ekkert bóla á nýjum samningi. Þrátt fyrir yfirlýsingar ökumannsins og liðsstjóra Mercedes hafa sögusagnir um mögulegt brotthvarf Hamilton frá þýska risanum bara orðið háværari eftir því sem vikurnar líða. 19. apríl 2023 17:16 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Samningur Hamilton, helsta ökuþórs Mercedes og sjöfalds heimsmeistara, rennur út eftir yfirstandandi tímabil, en hann hefur gagnrýnt þróunina á bifreið Mercedes. Bílaframleiðandinn stefnir á að gera bílinn betri og Hamilton segist ekki geta beðið eftir uppfærslunni í aðdraganda Molina kappakstursins á Ítalíu 21. maí næstkomandi. Fjölmiðlar á Ítalíu greindu frá því að Leclerc hefði rætt við Mercedes en Leclerc neitaði fyrir það síðastliðin fimmtudag og sagði að enn þá hefðu engar viðræður átt sér stað. Jafnframt segist hann vera einbeittur að því að gera vel fyrir Ferrari og virða samning sinn við bílaframleiðandann. The rumours are already flying! Mercedes F1 boss Toto Wolff has admitted Charles Leclerc is "on his radar" but "not for the short and medium-term" future. #AzerbaijanGP #BBCF1 pic.twitter.com/MqFWA6RNtp— BBC Sport (@BBCSport) April 30, 2023 Samningur Leclerc við Ferrari rennur út á næsta ári en framtíð hans gæti ráðist á næstunni. „Það er enginn sem efast um gæði Charles og hann er frábær náungi. Hann er hundrað prósent skuldbundinn Ferrari og við erum hundrað prósent skuldbundnir því að skrifa undir við Lewis,“ segir Toto Wolff. Leclerc endaði í öðru sæti ökuþóra í fyrra, á eftir heimsmeistaranum, Max Verstappen. Leclerc hefur nítján sinnum endað á ráspól á ferli sínum í Formúlu 1, einu sinni oftar en Verstappen. Margir sérfræðingar telja Leclerc vera besta og hraðasta ökuþórinn en oftar en ekki voru slæmar ákvarðanir Ferrari sem komu í veg fyrir að hann hafi unnið fleiri keppnir á síðasta tímabili.
Akstursíþróttir Tengdar fréttir Leclerc á ráspól í Aserbaídsjan Charles Leclerc á Ferrari verður á ráspól þegar farið verður af stað í Bakú í Aserbaídsjan í Formúlu 1 á morgun. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir annar, en þetta verður þriðja árið í röð sem Leclerc ræsir fremstur í Bakú. 29. apríl 2023 09:01 Óvissa uppi varðandi framtíð Hamilton hjá Mercedes Samningur sjöfalda Formúlu 1 heimsmeistarans Lewis Hamilton við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil og enn virðist ekkert bóla á nýjum samningi. Þrátt fyrir yfirlýsingar ökumannsins og liðsstjóra Mercedes hafa sögusagnir um mögulegt brotthvarf Hamilton frá þýska risanum bara orðið háværari eftir því sem vikurnar líða. 19. apríl 2023 17:16 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Leclerc á ráspól í Aserbaídsjan Charles Leclerc á Ferrari verður á ráspól þegar farið verður af stað í Bakú í Aserbaídsjan í Formúlu 1 á morgun. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir annar, en þetta verður þriðja árið í röð sem Leclerc ræsir fremstur í Bakú. 29. apríl 2023 09:01
Óvissa uppi varðandi framtíð Hamilton hjá Mercedes Samningur sjöfalda Formúlu 1 heimsmeistarans Lewis Hamilton við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil og enn virðist ekkert bóla á nýjum samningi. Þrátt fyrir yfirlýsingar ökumannsins og liðsstjóra Mercedes hafa sögusagnir um mögulegt brotthvarf Hamilton frá þýska risanum bara orðið háværari eftir því sem vikurnar líða. 19. apríl 2023 17:16