Furðar sig á keppinautunum á fordæmalausum tímum Aron Guðmundsson skrifar 11. maí 2023 17:30 Red Bull Racing hefur borið höfuð og herðar yfir samkeppnisaðila sína í Formúlu 1 á yfirstandandi tímabili Visir/Getty Red Bull Racing hefur unnið fyrstu fimm keppnir tímabilsins á yfirstandandi Formúlu 1 tímabilinu, þar að auki vann liðið sprettkeppnina sem haldin var í Azerbaíjan og hafa ökumenn liðsins endað í fyrsta og öðru sæti í fjórum keppnishelgum af fimm. Þetta fær Christian Horner, liðsstjóra Red Bull Racing, til þess að hugsa með sér hvað keppinautar liðsins í Ferrari og Mercedes hafi verið að gera milli tímabila. Red Bull Racing er ekki óvant árangri í Formúlu 1. Sebastian Vettel átti magnaða sigurgöngu með liðinu hér fyrir nokkrum árum síðan og nú hefur Hollendingurinn Max Verstappen tekið við keflinu. „Við höfum aldrei upplifað svona byrjun á tímabili,“ sagði Horner í viðtali við Sky Sports. „Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvað hin liðin séu eiginlega að gera.“ Red Bull Racing hafi tekið hefðbundin skref fram á við milli tímabila. „Því er þetta eiginlega meiri spurning um það hvert Ferrari og Mercedes hafi farið.“ Horner segir þó alltaf pláss fyrir bætingar. Red Bull Racing þurfi að halda sér við efnið þrátt fyrir að byrjunin á tímabilinu sjái til þess að liðið teljist ansi líklegt til að hampa báðum heimsmeistaratitlunum sem í boði eru í lok tímabils. Eftir fyrstu fimm keppnishelgar tímabilsins í Formúlu 1 situr Red Bull Racing með 122 stiga forskot á Aston Martin á toppi stigakeppni bílasmiða. Þá er ökumaður liðsins, Max Verstappen, sem einnig er heimsmeistari síðustu tveggja tímabila á toppi stigakeppni ökumanna með 119 stig. Næst á eftir honum kemur liðsfélagi hans hjá Red Bull Racing, Sergio Perez með 105. Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Þetta fær Christian Horner, liðsstjóra Red Bull Racing, til þess að hugsa með sér hvað keppinautar liðsins í Ferrari og Mercedes hafi verið að gera milli tímabila. Red Bull Racing er ekki óvant árangri í Formúlu 1. Sebastian Vettel átti magnaða sigurgöngu með liðinu hér fyrir nokkrum árum síðan og nú hefur Hollendingurinn Max Verstappen tekið við keflinu. „Við höfum aldrei upplifað svona byrjun á tímabili,“ sagði Horner í viðtali við Sky Sports. „Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvað hin liðin séu eiginlega að gera.“ Red Bull Racing hafi tekið hefðbundin skref fram á við milli tímabila. „Því er þetta eiginlega meiri spurning um það hvert Ferrari og Mercedes hafi farið.“ Horner segir þó alltaf pláss fyrir bætingar. Red Bull Racing þurfi að halda sér við efnið þrátt fyrir að byrjunin á tímabilinu sjái til þess að liðið teljist ansi líklegt til að hampa báðum heimsmeistaratitlunum sem í boði eru í lok tímabils. Eftir fyrstu fimm keppnishelgar tímabilsins í Formúlu 1 situr Red Bull Racing með 122 stiga forskot á Aston Martin á toppi stigakeppni bílasmiða. Þá er ökumaður liðsins, Max Verstappen, sem einnig er heimsmeistari síðustu tveggja tímabila á toppi stigakeppni ökumanna með 119 stig. Næst á eftir honum kemur liðsfélagi hans hjá Red Bull Racing, Sergio Perez með 105.
Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira