Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Staða Kubica vonlítil í titilslagnum

Staða Robert Kubica í stigamótinu og titilslanum er harla vonlítill eftir tímatökuna í morgun. Hann náði aðeins tólfta besta tíma. Kubica er einn þriggja ökumanna sem á möguleika á titlinum.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton fremstur á ráslínu

Bretinn Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Sjanghæ brautinni í Kína í dag. Kimi Raikkönen og Felipe Massa komu næstir og Fernando Alonso varð fjórði.

Formúla 1
Fréttamynd

Sálfræðistríð í Sjanghæ

Nokkuð hefur borðið á því að keppendur í titilslagnum í Formúlu 1 og utan hans hafi beitt fyrir sig fjölmiðlum síðustu daga til að koma högg á andstæðinginn. En í nótt kemur í ljós hver hefur munnin fyrir neðan nefið.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton mun klúðra titilslagnum aftur

Ítalinn Flavio Briatore telur að Lewis Hamilton muni klúðra málum í meistarabaráttunni í lokamótunum tveimur, rétt eins og í fyrra. Hvort ummælin eru sálfræðibrella er óljóst, en hann lét þessi ummæli falla í ítölsku dagblaði í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Gott dagsverk Hamiltons á æfingum

Bretinn Lewis Hamilton lét ekki að sér hæða á æfingum Formúlu 1 liða á Sjanghæ brautinni í nótt. Hann náði besta tíma á báðum æfingum sem voru á dagskrá.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton fljótastur á fyrstu æfingu í Kína

Bretinn Lewis Hamilton var sneggstur á fyrstu æfingu keppnisliða á Sjanghæ brautinni í Kína í nóttt. Hann var 0.4 sekúndum fljótari en aðal keppinauturinn Felipe Massa. McLaren og Ferrari bílarnir voru í efstu sætunum.

Formúla 1
Fréttamynd

Raikkönen hissa á akstursmáta McLaren manna

Finninn Kimi Raikkönen segir að Ferrari stefni á fyrsta og annað sætið í Formúlu 1 mótinu í Kína um helgina. Þá kveðst hann hissa á því hvernig McLaren fóru að í fyrsta hring í síðustu keppni.

Formúla 1
Fréttamynd

Jackie Stewart: Hamilton verður að halda haus

Gamla kempan Jackie Stewart sem varð þrívegis heimsneistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hafi ekki efni á lfieiri mistökum. Hann hefur lengi verið stuðningsmaður Hamiltons, en segir að hann hafi sýnt það um síðustu helgi að hann er enn óþroskaður sem ökumaður.

Formúla 1
Fréttamynd

BMW getur unnið báða meistaratitlanna

Mario Thiessen, framkvæmdarstjóri telur að BMW eigi ágæta möguleika á báðum meistaratitilum í Formúlu 1. Tvö mót eru eftir og BMW er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna, en Robert Kubica er þrðiji í keppni ökumanna.

Formúla 1
Fréttamynd

Engin illindi á milli Ferrari og McLaren

Þrátt fyrir árekstur Lewis Hamilton og Felipe Massa í Japan um síðustu helgi og orrahríð síðustu ára á milli liðanna, þá eru engin illindi milli starfsmanna liðanna. Svo segir Stefando Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso ætlar að hjálpa Massa í titilslagnum

Fernando Alonso vann japanska kappaksturinn í gær og lét óvenjuleg ummæli falla í viðtlai við spænska dagblaðið AS eftir mótið. Hann kveðst ætla að hjálpa Felipe Mssa í titilslagnum, þó hann sé í öðru keppnisliði.

Formúla 1
Fréttamynd

Lewis Hamilton: Frábært að vera framar Ferrari

Bretinn Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur í tímatökunni á Fuji brautinni í nótt. Hann kveðst hafa hugann við baráttuna um meistaratitilinn en segir að dýrmæt stig séu mikilvægari en sigur. Það er breytt afstaða frá fyrra ári. Þá klúðraði hann titlinum í síðustu mótunum.

Formúla 1
Fréttamynd

Pólverjinn Kubica fljótur í bleytinni

Robert Kubica BMW frá Póllandi var fljótastur allra á lokaæfingu Formúlu 1 liða í Japan í nótt. Hann var þó aðeins 84/1000 en Timo Glock frá Þýskalandi. Glock var með besta tíma í gær og stendur því vel að vígi fyrir tímatökuna sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04:45 í nótt.

Formúla 1
Fréttamynd

Timo Glock: Frábært að vera fljótastur

Timo Glock frá Þýskalandi sem náði besta tíma á æfingum Formúlu 1 keppnisliða í Japan í dag er ekki vel þekktur hérlendis, en hann varð heimsmeistari í fyrra í annarri mótaröð.

Formúla 1
Fréttamynd

Græna bílabyltingin í Formúlu 1

Formúlu 1 ökumenn og forráðamenn FIA kynntu nýstárlega 10 þrepa ráðleggingar til handa ökumönnum í Tokyo í dag. Til að minna á átakið, þá eru allir Formúlu 1 bílar á dekkjum með grænum strípum þessa mótshelgina á Fuji brautinni í Japan.

Formúla 1
Fréttamynd

Framtíð Formúlu 1 í hættu vegna kostnaðar

Forseti FIA, Max Mosley telur að framtíð Formúlu 1 sé í hættu, leiti forráðamenn keppnisliða ekki leiða til að minnka rekstrarkostnað. FIA vill að keppnislið komu með hugmyndir til að minnka kostnað verulega fyrir árið 2010.

Formúla 1
Fréttamynd

Fimm eiga möguleika á titlinum

Þriðja síðasta Formúlu 1 mót ársins fer fram í Japan um helgina og fyrstu æfingar verða á aðfaranótt föstudags. Fimm ökumenn eiga enn möguleika á titlinum.

Formúla 1