Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Miklar breytingar á Formúlu 1

Samtök keppnisliða lögðu í dag fram fjölda breytinga á útfærslu Formúlu 1 sem íþróttar og sem sjónvarpsefnis. Sumar breytingar hafa þegar tekið gildi, aðrar væntanlega í næstu viku og loks er fjöldi tilllagna fyrir 2010.

Formúla 1
Fréttamynd

Eldur í McLaren bíl Hamiltons

Eldur varð laus í keppnisbíl Lewis Hamilton á æfingum á Jerez brautinni í dag. Hann varð því að hvíla sig frá frekari æfingum á meðan þjónustumenn stumruðu yfir vélarsalnum.

Formúla 1
Fréttamynd

Toyota að slá toppliðin út

Timo Glock á Toyota hefur verið sprettharður síðustu daga á Jerez brautinni á Spáni, en æfingar þar eru liður í undirbúningi Formúlu 1 liða fyrir tímabilið sem hefst í lok mars.

Formúla 1
Fréttamynd

Nýr búnaður mun auka samkeppnina

Forráðamenn keppnisliða telja að meira verði um framúrakstur í ár vegna nýrra reglna um útbúnað keppnisbíla. Sam Michaels hjá Williams segir að æfingar síðustu vikurnar hafi sýnt fram á þetta. Formúlu 1lið æfa á Jerez þessa vikuna.

Formúla 1
Fréttamynd

Vantar enn 10 miljónir til að keppa

Viktor Þór Jenesen og faðir hans David Jensen leita dyrum og dyngjum að fjármagni til að geta keppt í Formúlu 2. Það er mótaröð sem er ný af nálinni og Jonathan Palmer bauð Viktori sæti gegn því að hann fengi kostendur til verksins.

Formúla 1
Fréttamynd

Reynslan gæti skipt sköpum

Ítalinn Giancarlo Fisichella ók nýjum Force India bíl á Jerez brautinni á Spáni í dag. Force India frumsýndi bílinn formlega í morgun og Fisichella fór síðan sprett á bílnum.

Formúla 1
Fréttamynd

Nýr Force India frumsýndur

Formúlu 1lið Force India frumsýnir nýtt ökutæki sitt á Spáni á sunnudag. En liðið hefur þegar sent frá sér myndir af bílnum sem er hin skrautlegasti og í indversku fánalitunum.

Formúla 1
Fréttamynd

14 miljónir fyrir F1 ökuskírteini

Formúlu 1 ökumenn munu greiða rándýr ofur ökuskírteini sem FIA hefur skikkað þá til að greiða. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton þarf að greiða 14 miljónir fyrir sitt skírteini.

Formúla 1
Fréttamynd

Honda hafnar 1.6 miljarða tilboði

Allt virðist upp í loft varðandi mögulega sölu á búnaði Honda liðsins, sem verður lagt niður 1. mars ef engin kaupandi finnst. Yfirmaður Honda í Japan sagði eftir stjórnarfund að ekkert alvöru kauptilboð hefði borist.

Formúla 1
Fréttamynd

Branson fengur fyrir Formúlu 1

Bernie Ecclestone telur að það yrði mikill fengur fyrir Formúlu 1 ef miljarðamæringurinn Richard Branson kaupir búnað Honda liðsins, eins og rætt hefur verið í fjölmiðlum í Englandi síðustu daga.

Formúla 1
Fréttamynd

Kona líkleg í Formúlu 1

Danica Patrick þykir líklegur ökumaður hjá nýju bandarísku Formúlu 1 lið sem verður formlega kynnt til sögunnar 24. febrúar.

Formúla 1
Fréttamynd

Nýmæli í Formúlu 1 útsendingum

Útsendingar Stöðvar 2 Sport verða með nýju sniði á þessu ári og útsendari stöðvarinnar er í Englandi að vinna að undirbúningi með ýmsum fræðingum sem koma munu að málum í ár.

Formúla 1
Fréttamynd

Sandstormur svekkir Formúlu ökumenn

Annan dag í röð hefur sanstormur á brautinn í Bahrain heft æfingar Ferrari, BMW og Toyota. Þyrla með læknum komst ekki í loftið og við svo búið mega ökumenn ekki æfa á brautinni.

Formúla 1
Fréttamynd

Íslenskar stjörnur í Formúlu 1

Undirbúningur fyrir komandi Formúlu 1 tímabil er í gangi erlendis en líka á Íslandi. Stöð 2 Sport hyggst breyta fyrirkomulagi útsendinga á ýmsan hátt, Í sérstökum þætti á fimmtudagskvöldum mun frægt fólk og það sem kalla má stjörnur á Íslandi etja kappi í kappakstursleik.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel fljótur á Spáni

Sebastian Vettel frá Þýskalandi var næstfljótastur allra ökumanna á Jerez brautinni á Spáni í dag. Hann ekur nýjum Red Bull bíl og varð á eftir Sebastian Buemi á Torro Rosso, sem ók 2008 bíll.

Formúla 1
Fréttamynd

Webber keppir með titanum pinna í fætinum

Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber verður að hefja tímabilið með titanum pinna í fætinum eftir fótbrot á reiðhjóli í fyrra. Hann telur að það muni ekki há sér, en pinninn er í vinstri fæti, sem er minna notaður en bensínfóturinn hægra megin. Webber var á frumsýningu á nýjum Red Bull í morgun.

Formúla 1
Fréttamynd

Red Bull stefnir á sigur 2009

Red Bull liðið frumsýndi nýtt ökutæki á Jerz brautinni á Spáni í morgun. Mark Webber og Sebastian Vettel sviptu hulunni af nýja ökutækinu sem nefnist RB5. Bíllinn er með Renault vél og KERS kerfið sem öll lið nota til að auka afl í tilteknum fjölda hringja.

Formúla 1
Fréttamynd

17 Formúlu 1 mót á Stöð 2 Sport

Undirbúningur fyrir væntanlegt keppnistímabil í Formúlu 1 er komiið á fulla ferð á Stöð 2 Sport. Miklar reglubreytingar FIA eiga jafna leikinn til muna og ný braut í lok ársins gæti sett sterkan svip á endasprett meistaramótsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Fullskipað í öll Formúlu 1 lið

Frakkinn Sebastian Bourdais var í morgun staðfestur sem ökumaður Torro Rosso. Þá er skipað í öll Formúlu 1 lið ársins, en Svisslendingurinn Sebastian Buemi verður nýliði hjá Torro Rosso.

Formúla 1
Fréttamynd

Bossamyndir hefta ekki Mosley

Max Mosley forseti FIA telur líklegt að hann gefi kost á sér til forseta FIA, en hann hefur setið á toppi pýramída alþjóðabílasambandsins síðustu þrjú kjörtímabil. Mosley hefur unnið öttullega að því að minnka kostnað keppnisliða í Formúlu 1 síðustu vikurnar.

Formúla 1
Fréttamynd

Meistarinn Rossi afskrifar Formúlu 1

Mótorhjólameistarinn Valentino Rossi telur að hann hafi glatað tækifærinu á að komast í Formúlu 1, en Ferrari vildi fá hann til liðsins 2007 eftir prófanir. Rossi kaus að halda áfram á mótorhjólum og þó Rossi hafi prófað Ferrari á ný í lok síðsta árs, þá telur hann sjálfur að möguleiki á að hann fari í Formúu 1 séu úr sögunni.

Formúla 1
Fréttamynd

McLaren og Ferrari ná sáttum

Njónsamálið á milli McLaren og Ferrari var mikið í umræðunni árið 2007 og logaði allt í deilum á milli liðanna. En á táknrænan hátt hafa liðin sem hvað harðast deildu og kepptu náð sáttum.

Formúla 1
Fréttamynd

Breska stjórnin bjargar ekki Honda

Forráðamenn Formúlu 1 liðs Honda róa lífróður til að bjarga liðinu sem skipar 700 starfsmenn.Honda bílaverksmiðjan hefur gefið yfirmönnum liðsins tíma til 1. mars til að selja liðið, að öðrum kosti verði bækistöð liðsins í Bretlandi lokað.

Formúla 1
Fréttamynd

Formúlan finnur fyrir kreppunni

Bernie Ecclestone og Bretar eru farnir að finna fyrir áhrifum kreppunnar eins og aðrir í heiminum þessa dagana. Honda liðið hætti þátttöku í Formúlu 1 á dögunum og rætt hefur verið hvort ríkisstjórn Bretlands komi liðinu til hjápar á einhvern hátt.

Formúla 1
Fréttamynd

Nýtt Formúlu 1 mót í Abu Dhabi

Á þessu ári verða 17 Formúlu 1 mót á dagskrá FIA í stað 18 á síðasta ári. Mót í Kanada og Frakklandi falla út, en nýtt mót í Abu Dhabi í Mið-Austurlöndum kemur inn í staðinn.

Formúla 1