Engar liðsskipanir í vændum hjá Brawn og Red Bull 7. júlí 2009 10:50 Mark Webber hyggst sækja að titlinum af kappi í næstu mótum. mynd: kappakstur.is Engin hætta er á því enn sem komið er að forystuliðin í Formúlu 1 mótinu beiti liðsskipunum til að ráða því hvaða ökumaður eigi meiri sjéns í titilinn. Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn og Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull er frjálst að keppa af fullri hörku gegn hvor öðrum. Vettel verður á heimavelli um næstu helgi á Nurburgring og hefur unnið tvö mót á áriniu og félagi hans Webber ekkert. Webber er þó aðeins 3.5 stigum á eftir Vettel, sem er í þriðja sæti í stigamótinu, á eftir Button og Barrichello. "Það er alltof snemmt að fara beita liðsskipunum, en hlutirnir hafa fallið betur með Vettel til þessa. Ég þarf að komast ofar á lista í tímatökum og vera þolgóður í mótunum, þá tel ég að sigur sé innan seilingar hjá mér", sagði Webber sem hefur staðið dálítið í skugganum af Vettel. "Það munar aðeins nokkrum stigum á mér og Vettel og ég á því ágæta möguleika á góðum úrslitum á þessu keppnistímabili. Ég er því rólegur og mun berjast af krafti. Slagurinn um titilinn er erfiður, því Button byrjaði geysilega vel og ég hef ekki trú á að hann klúðri málum mikið í þeim mótum sem eftir eru. Hann gerir bara ekki mistök." "Það er okkar Vettel að sækja á hann. Ég tel að hann geti bara tapað ef lið hans gerir einhver mistök. Ég gefst þó ekki upp fyrr en í fulla hnefanna, sama hvað keppinautur á í hlut", sagði Webber. Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Engin hætta er á því enn sem komið er að forystuliðin í Formúlu 1 mótinu beiti liðsskipunum til að ráða því hvaða ökumaður eigi meiri sjéns í titilinn. Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn og Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull er frjálst að keppa af fullri hörku gegn hvor öðrum. Vettel verður á heimavelli um næstu helgi á Nurburgring og hefur unnið tvö mót á áriniu og félagi hans Webber ekkert. Webber er þó aðeins 3.5 stigum á eftir Vettel, sem er í þriðja sæti í stigamótinu, á eftir Button og Barrichello. "Það er alltof snemmt að fara beita liðsskipunum, en hlutirnir hafa fallið betur með Vettel til þessa. Ég þarf að komast ofar á lista í tímatökum og vera þolgóður í mótunum, þá tel ég að sigur sé innan seilingar hjá mér", sagði Webber sem hefur staðið dálítið í skugganum af Vettel. "Það munar aðeins nokkrum stigum á mér og Vettel og ég á því ágæta möguleika á góðum úrslitum á þessu keppnistímabili. Ég er því rólegur og mun berjast af krafti. Slagurinn um titilinn er erfiður, því Button byrjaði geysilega vel og ég hef ekki trú á að hann klúðri málum mikið í þeim mótum sem eftir eru. Hann gerir bara ekki mistök." "Það er okkar Vettel að sækja á hann. Ég tel að hann geti bara tapað ef lið hans gerir einhver mistök. Ég gefst þó ekki upp fyrr en í fulla hnefanna, sama hvað keppinautur á í hlut", sagði Webber.
Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira