Engar liðsskipanir í vændum hjá Brawn og Red Bull 7. júlí 2009 10:50 Mark Webber hyggst sækja að titlinum af kappi í næstu mótum. mynd: kappakstur.is Engin hætta er á því enn sem komið er að forystuliðin í Formúlu 1 mótinu beiti liðsskipunum til að ráða því hvaða ökumaður eigi meiri sjéns í titilinn. Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn og Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull er frjálst að keppa af fullri hörku gegn hvor öðrum. Vettel verður á heimavelli um næstu helgi á Nurburgring og hefur unnið tvö mót á áriniu og félagi hans Webber ekkert. Webber er þó aðeins 3.5 stigum á eftir Vettel, sem er í þriðja sæti í stigamótinu, á eftir Button og Barrichello. "Það er alltof snemmt að fara beita liðsskipunum, en hlutirnir hafa fallið betur með Vettel til þessa. Ég þarf að komast ofar á lista í tímatökum og vera þolgóður í mótunum, þá tel ég að sigur sé innan seilingar hjá mér", sagði Webber sem hefur staðið dálítið í skugganum af Vettel. "Það munar aðeins nokkrum stigum á mér og Vettel og ég á því ágæta möguleika á góðum úrslitum á þessu keppnistímabili. Ég er því rólegur og mun berjast af krafti. Slagurinn um titilinn er erfiður, því Button byrjaði geysilega vel og ég hef ekki trú á að hann klúðri málum mikið í þeim mótum sem eftir eru. Hann gerir bara ekki mistök." "Það er okkar Vettel að sækja á hann. Ég tel að hann geti bara tapað ef lið hans gerir einhver mistök. Ég gefst þó ekki upp fyrr en í fulla hnefanna, sama hvað keppinautur á í hlut", sagði Webber. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Engin hætta er á því enn sem komið er að forystuliðin í Formúlu 1 mótinu beiti liðsskipunum til að ráða því hvaða ökumaður eigi meiri sjéns í titilinn. Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn og Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull er frjálst að keppa af fullri hörku gegn hvor öðrum. Vettel verður á heimavelli um næstu helgi á Nurburgring og hefur unnið tvö mót á áriniu og félagi hans Webber ekkert. Webber er þó aðeins 3.5 stigum á eftir Vettel, sem er í þriðja sæti í stigamótinu, á eftir Button og Barrichello. "Það er alltof snemmt að fara beita liðsskipunum, en hlutirnir hafa fallið betur með Vettel til þessa. Ég þarf að komast ofar á lista í tímatökum og vera þolgóður í mótunum, þá tel ég að sigur sé innan seilingar hjá mér", sagði Webber sem hefur staðið dálítið í skugganum af Vettel. "Það munar aðeins nokkrum stigum á mér og Vettel og ég á því ágæta möguleika á góðum úrslitum á þessu keppnistímabili. Ég er því rólegur og mun berjast af krafti. Slagurinn um titilinn er erfiður, því Button byrjaði geysilega vel og ég hef ekki trú á að hann klúðri málum mikið í þeim mótum sem eftir eru. Hann gerir bara ekki mistök." "Það er okkar Vettel að sækja á hann. Ég tel að hann geti bara tapað ef lið hans gerir einhver mistök. Ég gefst þó ekki upp fyrr en í fulla hnefanna, sama hvað keppinautur á í hlut", sagði Webber.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira