Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Alonso vill skáka Webber og Hamilton

Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari er fremstur á ráslínu í Singapúr Formúlu 1 mótinu á sunnudag, eftir tímatökur á laugardag. Hann er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton þegar fimm mótum er ólokið.

Formúla 1
Fréttamynd

Fimm fremstu á ráslínu allir í titilslagnum

Fernando Alonso náði besta tíma í tímatökum á Singapúr brautinni í dag á Ferrari, en allir fremstu ökumennirnir í stigamótinu röðuðu sér í efstu fimm sætin. Það verður því harður slagur um titilinn í keppninni á sunnudag.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel langfljótastur á lokaæfingunni

Sebastian Vettel á Red Bull var með langbesta tíma allra ökumanna á lokaæfingu keppnisliða í Singapúr í dag. Hann virðist því í góðri stöðu fyrir tímatökuna sem er framundan.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso stefnir á fyrsta sætið

Spánverjinn Fernando Alonso telur að Ferrari bíllinn sé samkeppnisfær við Red Bull, en Mark Webber og Sebastian Vettel náði bestu tímunum á æfingum í Singapúr í gær. Lokaæfing og tímataka fer fram í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Webber og Vettel frjálst að berjast

Dietrich Mateschitz eigandi Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að Mark Webber og Sebastian Vettel sé frjálst að keppa innbyrðis hjá liðinu, en báðir eru í slag um meistaratitilinn. Webber er efstur í stigamótinu, en Vettel fimmti. Þeir skiptust á að vera með besta tíma á æfingum á Singapúr brautinni í gær.

Formúla 1
Fréttamynd

Sutil sektaður um 1.1 miljón fyrir að keyra á þremur hjólum

Lewis Hamilton var allt annað en sáttur við þær breytingar sem hafa verið gerðar á Singapúr Formúlu 1 brautinni og telur einn stað í brautinni beinlínis hættulegan. Adrian Sutil tók flugið á þessum stað og brotnaði framfjöðrun á bílnum þegar hann lenti harkalega. Sutil fékk sekt eftir atvikið.

Formúla 1
Fréttamynd

Kapparnir í titilslagnum fljótastir

Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull náði langbesta tíma á seinni æfingu keppnisliða í Singapúr í dag. Hann varð 0.6 sekúndum á undan liðsfélaga sínum Mark Webber, en

Formúla 1
Fréttamynd

Yamamoto keppir ekki vegna matareitrunar

Japaninn Sakon Yamamoto getur ekki keppt í Formúlu 1 mótinu í Singapúr um helgina vegna matareitrunar og mun Þjóðverjinn Chrstian Klien taka sæti hans hjá Hispania liðinu spænska.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher: Ekki að hætta í Formúlu 1

Nokkrir spádómar hafa verið á vefmiðlum um Formúlu 1 að Michael Schumacher hætti í Formúlu 1 í lok ársins vegna slaks gengist með Mercedes á árinu. Hann andmælti því þó við fréttamenn á brautinni í Singapúr í dag. Hann keppir á flóðlýstri braut og fimm ökumenn eru í hörkuslag um titilinn án hans þátttöku í þeim slag.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso: Mikilvægt að ná á verðlaunapall

Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að mikilvægt verði í lokamótunum fimm í Formúlu 1, að komast á verðlaunapall. Hann hefur tvívegis orðið heimsmeistari með Renault, en er í þriðja sæti í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton.

Formúla 1
Fréttamynd

Mark Webber: Mæti til að sigra

Forystumaður stigamótsins, Ástralinn Mark Webber er með markmið sitt á hreinu fyrir Formúlu 1 mótið í Singapúr um helgina. Hann er með fimm stiga forskot á Lewis Hamilton í stigakeppni ökumanna.

Formúla 1
Fréttamynd

Breytt útfærsla á Formúlu 1 útsendingu

Bein útsending frá tímatökum í Formúlu 1 mótinu í Singapúr um helgina verður með öðru sniði en venjulega. Vegna lokaumferðar í Íslandsmótinu í knattspyrnu sem er beint á Stöð 2 Sport á laugardag.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton. Einn ánægjulegasti sigurinn í Singapúr

Bretinn Lewis Hamilton vann kappaksturinn á götum Singapúr í fyrra á McLaren og telur hann einn af ánægjulegustu sigrunum sem hann vann á ferlinum. Hann ekur McLaren á ný um næstu helgi á brautinni í Singapúr, sem er mjög vinsæl meðal ökmumanna og mótið sjálft sjónarspil í flóðljósum.

Formúla 1
Fréttamynd

Heidfeld spenntur fyrir endurkomuna í fljóðljósunum í Singapúr

Formúlu 1 ökumaðurinn Nick Heidfeld var nýlega ráðinn ökumaður Sauber liðsins í stað Pedro de la Rosa og keppir í Singapúr um næstu helgi í flóðlýstri keppni. Heidfeld var ökumaður BMW í fyrra, en var síðan varaökumaður Mercedes þar til Pirelli dekkjafyrirtækið réð hann til sín sem þróunarökumann á dögunum.

Formúla 1
Fréttamynd

Virgin liðið prófar belgískan ökumann

Virgin liðið, sem er styrkt af Richard Branson í Formúlu 1 hefur ákveðið að belgískur ökumaður sem heitir Jerome D´Ambrosio keyri bíl liðsins á föstudagsæfingum í fjórum mótum af fimm sem eftir eru.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher: Mótið í Singapúr ævintýri

Michael Schumacher hjá Mercedes telur að Formúlu 1 mótið í Singapúr um næstu helgi verði spennandi viðfangsefni. Schumacher keyrir brautina í fyrsta skipti og liðsfélagi hans Nico Rosberg segir mótið einn af hápunktum keppnistímabilsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Bruno Senna vill sanna sig

Bruno Senna er frændi Ayrtons heitins Senna, sem er einn allra dáðasti Formúlu 1 ökumaður allra tíma, en hann lést í slysi á Imola brautinni árið 1994. Þegar Bruno vildi í Formúlu 1 áttu margir von á því að erfitt yrði fyrir hann að standa undir Senna nafninu.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton: Mun berjast af meiri hörku

Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni og tapaði af dýrmætum stigum í titilslagnum, þar sem fjórir aðrir ökumenn keppa við hann um titilinn. Mark Webber náði forystunni af Hamilton í stigamótinu, en Fernando Alonso er þriðji, Sebastian Vettel og Jenson Button koma þar á eftir.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso stefnir á sigur í lokamótunum

Spánverjinn Fernanado Alonso er bjartsýnni á tititlmöguleika sína eftir að hafa unnið á heimavelli Ferrari á sunnudaginn. Hann komst fyrstur í mark í Monza kappakstrinum og færðist úr fimmta sæti í það þriðja í stigamóti ökmanna á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton

Formúla 1
Fréttamynd

Eitt besta Formúlu 1 tímabil frá upphafi

Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren telur að keppnistímabilið í Formúlu 1 sem nú stendur yfir sé það besta frá árinu 1950, þegar fyrst var keppt í íþróttinni á Silverstone í Bretlandi.

Formúla 1
Fréttamynd

Nick Heidfeld ráðinn í stað Pedro de la Rosa hjá Sauber

Þjóðverjinn Nick Heidfeld hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins við hlið Kamui Kobayashi í stað Pedro de la Rosa. Heidfeld mun aka í fimm síðustu mótum ársins og byrjar í Singapúr um aðra helgi. Vefsetrið autosport.com greindi frá þessu í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton harður við sjálfan sig

Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að Lewis Hamilton sé harður við sjálfan sig þegar hann gerir mistök, eins og henti um helgina á Monza brautinni á Ítalíu. Þá keyrði Hamilton sig út úr keppni í fyrsta hring, mitt í hörkuslag um titilinn við fjóra aðra ökumenn.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel: Ekki ástæða til að örvænta

Sebastian Vettel var ekki í sem bestum málum í upphafi Formúlu 1 mótsins á Monza í gær. Hann var sjötti á ráslínu, en vann sig upp í fjórða sæti með vel útfærðri og mjög óvenjulegri keppnisáætlun.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton: Mistök mín gætu kostað mig titilinn

Bretinn Lewis Hamilton gerði afdrifarík mistök í hita leiksíns á Monza brautinni í dag þegar hann ók óvart á Felipe Massa. Hann var efstur að stigum fyrir mótið, en er nú í öðru sæti á eftir Mark Webber þegar fimm mót eru eftir.

Formúla 1