Schumacher sáttur við endurkomuna í Formúlu 1 þrátt fyrir að sigra ekki 13. desember 2010 15:26 Michael Schumacher vann engan sigur í Formúlu 1 en vann titil þjóða með Sebastian Vettel fyrir hönd Þýskalands í kappakstursmóti meistaranna í Düsseldorf á dögunum. Mynd: Stuart Franklin/Bongarts Michael Schumacher ákvað að mæta aftur í eldlínuna í Formúlu 1 á þessu ári, eftir þriggja ára hlé frá íþróttinni. Hann náði ekki að landa sigri á árinu með Mercedes liðinu, en segist engu að síður vera ánægður með ákvörðun sína í frétt á autosport.com. Schumacher varð í níunda sæti í stigamótinu, 70 stigum á eftir liðsfélaga sínum Nico Rosberg, en landi þeirra frá Þýskalandi, Sebastian Vettel varð heimsmeistari. "Ég naut þess og finnst ég hafa rétt til að gera það sem ég nýt", sagði Schumacher í frétt autosport.com sem vitnar í CNN um endurkomu sína í Formúlu 1. Sumir voru hissa á ákvörðun hans að mæta til leiks á ný, en aðrir fögnuðu henni. Schumacher hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari í Formúlu 1. "Hvort ég gerði eitthvað til að skaða ímynd mína... mér líður bara vel með ákvörðun mína og fæ svo mikinn stuðning frá fólki. Vissulega vill ég ná árangri. Ég er bara ánægður ef ég komst á sigurbraut með liðinu. Ég er að vinna að því marki. Í því liggur gleðin og ástríðan í Formúlu 1." Schumacher kvaðst ekki hafa fagnað þeirri velgengni sem hann var að vonast eftir, en Mercedes liðið náði engum sigri á árinu. Mercedes liðið var byggt á grunni Brawn liðsins sem varð meistari árið áður. Schumacher sagðist ekki í vafa að árangur myndi nást með Mercedes í framtíðinni, enda legðu menn hart að sér. Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Michael Schumacher ákvað að mæta aftur í eldlínuna í Formúlu 1 á þessu ári, eftir þriggja ára hlé frá íþróttinni. Hann náði ekki að landa sigri á árinu með Mercedes liðinu, en segist engu að síður vera ánægður með ákvörðun sína í frétt á autosport.com. Schumacher varð í níunda sæti í stigamótinu, 70 stigum á eftir liðsfélaga sínum Nico Rosberg, en landi þeirra frá Þýskalandi, Sebastian Vettel varð heimsmeistari. "Ég naut þess og finnst ég hafa rétt til að gera það sem ég nýt", sagði Schumacher í frétt autosport.com sem vitnar í CNN um endurkomu sína í Formúlu 1. Sumir voru hissa á ákvörðun hans að mæta til leiks á ný, en aðrir fögnuðu henni. Schumacher hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari í Formúlu 1. "Hvort ég gerði eitthvað til að skaða ímynd mína... mér líður bara vel með ákvörðun mína og fæ svo mikinn stuðning frá fólki. Vissulega vill ég ná árangri. Ég er bara ánægður ef ég komst á sigurbraut með liðinu. Ég er að vinna að því marki. Í því liggur gleðin og ástríðan í Formúlu 1." Schumacher kvaðst ekki hafa fagnað þeirri velgengni sem hann var að vonast eftir, en Mercedes liðið náði engum sigri á árinu. Mercedes liðið var byggt á grunni Brawn liðsins sem varð meistari árið áður. Schumacher sagðist ekki í vafa að árangur myndi nást með Mercedes í framtíðinni, enda legðu menn hart að sér.
Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira