Webber fullur eldmóðs fyrir 2011 15. desember 2010 13:34 Mark Webber á verðlaunaafhendingu FIA á föstudaginn. Mynd: Getty Images/Handout Mark Webber hjá Red Bull ætlar að takast á við Formúlu 1 meistarakeppnina 2011 af fullu kappi, en hann átti eins og fjórir aðrir ökumenn möguleika á meistaratitlinum í ár. "Það gerðist margt á þessu ári sem var nýjung fyrir liðið. Sebastian er heimsmeistari og ég þarf að koma mér í þá stöðu að geta unnið hann sem oftast á ný. Það sama á við um Button, Hamilton, Alonso, alla þá sem eiga möguleika", sagði Webber í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í ítarlegt viðtal á útvarpsstöðinni BBC Radio 5 sem má finna á vefnum. "Það er búið að núllstilla. Svo eru nýjar reglur sem þarf að aðlagast. Ég var í stöðu að gera eitthvað mjög sérstakt, en ævintýrið var ekki til staðar. En ég hef lært margt jákvætt sem ég tek með mér inn í nýtt tímabil, fullu orku til að reyna á ný. Ég er með gott lið í kringum mig og þetta er stefna okkar." Um tíma var umræða um það í fjölmiðlum að Webber væri ósáttur við Red Bull, en það var aldrei í hans huga að hætta með liðinu. Hann lét heyra í sér og var opinskár í málinu þegar hann taldi Vettel fá betri þjónustu í kringum breska kappaksturinn, en mikil keppni var á milli hans og Vettel, eins og annarra toppökumanna í titilslagnum á árinu. "Ég hugði aldrei að fara til annað. Ég vissi að ég þurfti að gera hreint fyrir mínum dyrum innan míns teymis. Ég hef sagt það nokkrum sinnum, ég og liðið lærðum margt á þessu ári um hvernig á að keppa á toppnum á reglubundinn hátt." "Ferrari og McLaren hafa upplifað tár með tveimur samkeppnisfærum ökumönnum og ég er ekki að tala um Lewis og Alonso fyrir nokkrum árum. Ferrari hefur verið í áratugi í bransanum og Red Bull í 5 mínútur, þannig að við höfum lært mikið. Ég vissi að það yrðu vaxtaverkir í ár." "Það kom mér því aldrei í hug að fara eitthvað annað. Og hvað liðið varðar? Þeirra viðbrögð voru harkaleg, þar sem liðið hafði gert vel í því að færa okkur báðum gott tækifæri til árangurs og þegar svona gerist, sem er sjaldgæft, þá eru viðbrögðin eins og þau voru", sagði Webber. Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull ætlar að takast á við Formúlu 1 meistarakeppnina 2011 af fullu kappi, en hann átti eins og fjórir aðrir ökumenn möguleika á meistaratitlinum í ár. "Það gerðist margt á þessu ári sem var nýjung fyrir liðið. Sebastian er heimsmeistari og ég þarf að koma mér í þá stöðu að geta unnið hann sem oftast á ný. Það sama á við um Button, Hamilton, Alonso, alla þá sem eiga möguleika", sagði Webber í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í ítarlegt viðtal á útvarpsstöðinni BBC Radio 5 sem má finna á vefnum. "Það er búið að núllstilla. Svo eru nýjar reglur sem þarf að aðlagast. Ég var í stöðu að gera eitthvað mjög sérstakt, en ævintýrið var ekki til staðar. En ég hef lært margt jákvætt sem ég tek með mér inn í nýtt tímabil, fullu orku til að reyna á ný. Ég er með gott lið í kringum mig og þetta er stefna okkar." Um tíma var umræða um það í fjölmiðlum að Webber væri ósáttur við Red Bull, en það var aldrei í hans huga að hætta með liðinu. Hann lét heyra í sér og var opinskár í málinu þegar hann taldi Vettel fá betri þjónustu í kringum breska kappaksturinn, en mikil keppni var á milli hans og Vettel, eins og annarra toppökumanna í titilslagnum á árinu. "Ég hugði aldrei að fara til annað. Ég vissi að ég þurfti að gera hreint fyrir mínum dyrum innan míns teymis. Ég hef sagt það nokkrum sinnum, ég og liðið lærðum margt á þessu ári um hvernig á að keppa á toppnum á reglubundinn hátt." "Ferrari og McLaren hafa upplifað tár með tveimur samkeppnisfærum ökumönnum og ég er ekki að tala um Lewis og Alonso fyrir nokkrum árum. Ferrari hefur verið í áratugi í bransanum og Red Bull í 5 mínútur, þannig að við höfum lært mikið. Ég vissi að það yrðu vaxtaverkir í ár." "Það kom mér því aldrei í hug að fara eitthvað annað. Og hvað liðið varðar? Þeirra viðbrögð voru harkaleg, þar sem liðið hafði gert vel í því að færa okkur báðum gott tækifæri til árangurs og þegar svona gerist, sem er sjaldgæft, þá eru viðbrögðin eins og þau voru", sagði Webber.
Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira