Vettel valinn kappakstursökumaður ársins 6. desember 2010 20:25 Sebastian Vettel hefur komið víða við eftir að hann landaði meistaratitlinum og er hér að undirrita fyrir aðdáendur við Branderborgarhliðið í Berlín á dögunum. Mynd: Boris Streubel/Bongarts/Getty Im Tímaritið Autosport valdi Sebastian Vettel sem kappakstursökumann ársins á árlegu hófi í London á sunnudagskvöld. Tímaritið velur menn ársins í ýmsum greinum akstursþrótta í samvinnu við lesendur sína, en tímaritið rekur einnig autosport.com, sem er einn vinsælasti fréttavefurinn um íþróttina. Japaninn Kamui Kobayashi var valinn nýliði ársins í kjörinu, en hann ók sitt fyrsta heila Formúlu 1 tímabil og Rubens Barrichello fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til Formúlu 1. Samskonar verðlaun og Barrichello fékk Jackie Stewart, fyrrum Formúlu 1 ökumaður. "Þetta hefur verið þreytandi mánuður, en líka spennandi og hjólin eru ekki hætt að snúast", sagði Vettel á afhendingunni, sem hefur verið á þeytingi frá því hann tryggði sér meistaratitilinn í Abu Dhabi. Vettel sagði að tiltrú Red Bull liðsins hafi skipt sköpum á árinu í samtali við autosport.com. "Við byrjuðum ekki tímabilið með liði sem í var fullt af meisturum, en við vorum með lið sem vann meistaratitilinn engu að síður. Á næsta ári verðum við með lið með meisturum og þurfum lið sem er sigurlið á ný. Það þarf slíka stefnu og markmið." "Það er mikilvægt að hætta ekki að starfa, eða halda að við getum gert það sama á næsta ári og í ár. Við verðum að taka framförum, verða betri og sterkari." Vettel sagðist hlakka til næsta keppnistímabils og að smíði nýja bílsins væri skammt undan. Hann sagðist eftir að finna tíma til að róa sig niður eftir allan hasarinn síðustu vikurnar, en hann kæmist brátt í rétta gírinn og færi að hlakka til nýs keppnistímabils. Hann var mjög stoltur af vali Autosport af sér sem kappakstursmanni ársins. "Þetta er í fyrsta skipti sem ég er á Autosport afhendingunni og ég kom til að ná í bikarinn. Þetta er mjög, mjög sérstakt. Ég vonaðist til að fá hann og sé í huga mér kappa eins og (Ayrton) Senna sem hafa fengið hann. Þannig að þetta er mikill heiður", sagði Vettel. Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Tímaritið Autosport valdi Sebastian Vettel sem kappakstursökumann ársins á árlegu hófi í London á sunnudagskvöld. Tímaritið velur menn ársins í ýmsum greinum akstursþrótta í samvinnu við lesendur sína, en tímaritið rekur einnig autosport.com, sem er einn vinsælasti fréttavefurinn um íþróttina. Japaninn Kamui Kobayashi var valinn nýliði ársins í kjörinu, en hann ók sitt fyrsta heila Formúlu 1 tímabil og Rubens Barrichello fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til Formúlu 1. Samskonar verðlaun og Barrichello fékk Jackie Stewart, fyrrum Formúlu 1 ökumaður. "Þetta hefur verið þreytandi mánuður, en líka spennandi og hjólin eru ekki hætt að snúast", sagði Vettel á afhendingunni, sem hefur verið á þeytingi frá því hann tryggði sér meistaratitilinn í Abu Dhabi. Vettel sagði að tiltrú Red Bull liðsins hafi skipt sköpum á árinu í samtali við autosport.com. "Við byrjuðum ekki tímabilið með liði sem í var fullt af meisturum, en við vorum með lið sem vann meistaratitilinn engu að síður. Á næsta ári verðum við með lið með meisturum og þurfum lið sem er sigurlið á ný. Það þarf slíka stefnu og markmið." "Það er mikilvægt að hætta ekki að starfa, eða halda að við getum gert það sama á næsta ári og í ár. Við verðum að taka framförum, verða betri og sterkari." Vettel sagðist hlakka til næsta keppnistímabils og að smíði nýja bílsins væri skammt undan. Hann sagðist eftir að finna tíma til að róa sig niður eftir allan hasarinn síðustu vikurnar, en hann kæmist brátt í rétta gírinn og færi að hlakka til nýs keppnistímabils. Hann var mjög stoltur af vali Autosport af sér sem kappakstursmanni ársins. "Þetta er í fyrsta skipti sem ég er á Autosport afhendingunni og ég kom til að ná í bikarinn. Þetta er mjög, mjög sérstakt. Ég vonaðist til að fá hann og sé í huga mér kappa eins og (Ayrton) Senna sem hafa fengið hann. Þannig að þetta er mikill heiður", sagði Vettel.
Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira