Vettel valinn kappakstursökumaður ársins 6. desember 2010 20:25 Sebastian Vettel hefur komið víða við eftir að hann landaði meistaratitlinum og er hér að undirrita fyrir aðdáendur við Branderborgarhliðið í Berlín á dögunum. Mynd: Boris Streubel/Bongarts/Getty Im Tímaritið Autosport valdi Sebastian Vettel sem kappakstursökumann ársins á árlegu hófi í London á sunnudagskvöld. Tímaritið velur menn ársins í ýmsum greinum akstursþrótta í samvinnu við lesendur sína, en tímaritið rekur einnig autosport.com, sem er einn vinsælasti fréttavefurinn um íþróttina. Japaninn Kamui Kobayashi var valinn nýliði ársins í kjörinu, en hann ók sitt fyrsta heila Formúlu 1 tímabil og Rubens Barrichello fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til Formúlu 1. Samskonar verðlaun og Barrichello fékk Jackie Stewart, fyrrum Formúlu 1 ökumaður. "Þetta hefur verið þreytandi mánuður, en líka spennandi og hjólin eru ekki hætt að snúast", sagði Vettel á afhendingunni, sem hefur verið á þeytingi frá því hann tryggði sér meistaratitilinn í Abu Dhabi. Vettel sagði að tiltrú Red Bull liðsins hafi skipt sköpum á árinu í samtali við autosport.com. "Við byrjuðum ekki tímabilið með liði sem í var fullt af meisturum, en við vorum með lið sem vann meistaratitilinn engu að síður. Á næsta ári verðum við með lið með meisturum og þurfum lið sem er sigurlið á ný. Það þarf slíka stefnu og markmið." "Það er mikilvægt að hætta ekki að starfa, eða halda að við getum gert það sama á næsta ári og í ár. Við verðum að taka framförum, verða betri og sterkari." Vettel sagðist hlakka til næsta keppnistímabils og að smíði nýja bílsins væri skammt undan. Hann sagðist eftir að finna tíma til að róa sig niður eftir allan hasarinn síðustu vikurnar, en hann kæmist brátt í rétta gírinn og færi að hlakka til nýs keppnistímabils. Hann var mjög stoltur af vali Autosport af sér sem kappakstursmanni ársins. "Þetta er í fyrsta skipti sem ég er á Autosport afhendingunni og ég kom til að ná í bikarinn. Þetta er mjög, mjög sérstakt. Ég vonaðist til að fá hann og sé í huga mér kappa eins og (Ayrton) Senna sem hafa fengið hann. Þannig að þetta er mikill heiður", sagði Vettel. Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Tímaritið Autosport valdi Sebastian Vettel sem kappakstursökumann ársins á árlegu hófi í London á sunnudagskvöld. Tímaritið velur menn ársins í ýmsum greinum akstursþrótta í samvinnu við lesendur sína, en tímaritið rekur einnig autosport.com, sem er einn vinsælasti fréttavefurinn um íþróttina. Japaninn Kamui Kobayashi var valinn nýliði ársins í kjörinu, en hann ók sitt fyrsta heila Formúlu 1 tímabil og Rubens Barrichello fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til Formúlu 1. Samskonar verðlaun og Barrichello fékk Jackie Stewart, fyrrum Formúlu 1 ökumaður. "Þetta hefur verið þreytandi mánuður, en líka spennandi og hjólin eru ekki hætt að snúast", sagði Vettel á afhendingunni, sem hefur verið á þeytingi frá því hann tryggði sér meistaratitilinn í Abu Dhabi. Vettel sagði að tiltrú Red Bull liðsins hafi skipt sköpum á árinu í samtali við autosport.com. "Við byrjuðum ekki tímabilið með liði sem í var fullt af meisturum, en við vorum með lið sem vann meistaratitilinn engu að síður. Á næsta ári verðum við með lið með meisturum og þurfum lið sem er sigurlið á ný. Það þarf slíka stefnu og markmið." "Það er mikilvægt að hætta ekki að starfa, eða halda að við getum gert það sama á næsta ári og í ár. Við verðum að taka framförum, verða betri og sterkari." Vettel sagðist hlakka til næsta keppnistímabils og að smíði nýja bílsins væri skammt undan. Hann sagðist eftir að finna tíma til að róa sig niður eftir allan hasarinn síðustu vikurnar, en hann kæmist brátt í rétta gírinn og færi að hlakka til nýs keppnistímabils. Hann var mjög stoltur af vali Autosport af sér sem kappakstursmanni ársins. "Þetta er í fyrsta skipti sem ég er á Autosport afhendingunni og ég kom til að ná í bikarinn. Þetta er mjög, mjög sérstakt. Ég vonaðist til að fá hann og sé í huga mér kappa eins og (Ayrton) Senna sem hafa fengið hann. Þannig að þetta er mikill heiður", sagði Vettel.
Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira