
Vettel og Schumacher reyna að verja titil Þýskalands í kappakstursmóti meistaranna í dag
Þjóðverjarnir Michael Schumacher og Sebastian Vettel keyra fyrir hönd Þýsklands í kappakstursmóti meistaranna, Race of Champions í Dusseldörf í Þýskalandi í dag, en 16 ökumenn úr ýmsum akstursíþróttum taka þátt í mótinu. Mótið er sýnt beint á Stöð 2 comSport kl. 17.45 í dag.