Fá Karthikeyan og Liuzzi að keppa í Malasíu? 5. apríl 2011 17:07 Viantonio Liuzzi í tímatöku í fyrsta móti ársins, sem var í Ástralíu. Mynd: Getty Images/Robert Cianflone Hispania liðið spænska reið ekki feitum hesti frá fyrsta Formúlu 1 móti ársins, en hvorki Narain Karthikeyan frá Indlandi né Ítalinn Viantonio Liuzzi fengu að keppa á spánýjum Hispania F111 bílum liðsins. Þeir náðu ekki lágmarkstíma í tímatökunni. Samkvæmt nýrri reglu FIA í ár segir að ökumenn megi ekki vera meira en 7% á eftir tíma fljótasta ökumannsins í fyrstu umferð af þremur í tímatökunni. Hvorugur ökumaður Hispania náði þessu lágmarki og dómarar ákvaðu að veita ekki undanþágu frá reglunni, sem var ekki í gildi í fyrra. En Karthikeyan og Liuzzi mæta báðir til Malasíu um næstu helgi og stefna á að komast í gegnum tímatökuna og í keppnina. „Síðast þegar ég keppti í Malasíu, árið 2005 þá fékk ég mikinn stuðning frá heimamönnum. Það mættu líka margir landar mínir til að fylgjast með keppninni, þannig að ég á stórkostlegar minningar um mótið. Ég elska líka matinn þarna, sem er vel kryddaður eins og heima", sagði Karthikeyan í fréttatilkynningu frá Hispania. „Þó ég hafi ekki ekið bílnum nema fáeina hringi í Ástralíu, þá fann ég að bíllinn hefur burði til að vera betri en bíll síðasta árs. Sepang brautin reynir á tæknilega séð, bæði fyrir ökumann og bíl og verður því góður vettvangur til að prófa F111 bílinn. Markmiðið er að aka sem mest til að skilja bílinn og ná út úr honum því sem í honum býr. Markmiðið er líka að komast í gegnum tímatökuna og komast í endamarkið í keppninni." Karthikeyan kvaðst vel settur líkamlega fyrir hitann og rakann í Malasíu, en liðsfélagi hans Liuzzi býst við betra gengi en í fyrsta móti ársins. Veðrið getur oft spilað stórt hlutverk og rigning sett svipi sinn á keppnina í Malasíu. „Ég man að rigning hafði áhrif á tímatökuna í fyrra og var vandasöm upplifun. Sepang brautin verður góð fyrir F111 bíllinn og fyrsta alvöru mótið okkar. Við munum fá mikið af upplýsingum um bílinn og væntum þess að standa okkur í tímatökum og ljúka keppninni, til að staðfesta skilvirkni og áreiðanleika bílins." „Ég er fullur sjálfstraust og einbeittur fyrir mótið. Ég er viss um að hlutirnir verða öðruvísi en í Ástralíu, af því við erum betur undirbúnir og meðvitaðir um hvað þarf að gera", sagði Liuzzi. Formúla Íþróttir Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hispania liðið spænska reið ekki feitum hesti frá fyrsta Formúlu 1 móti ársins, en hvorki Narain Karthikeyan frá Indlandi né Ítalinn Viantonio Liuzzi fengu að keppa á spánýjum Hispania F111 bílum liðsins. Þeir náðu ekki lágmarkstíma í tímatökunni. Samkvæmt nýrri reglu FIA í ár segir að ökumenn megi ekki vera meira en 7% á eftir tíma fljótasta ökumannsins í fyrstu umferð af þremur í tímatökunni. Hvorugur ökumaður Hispania náði þessu lágmarki og dómarar ákvaðu að veita ekki undanþágu frá reglunni, sem var ekki í gildi í fyrra. En Karthikeyan og Liuzzi mæta báðir til Malasíu um næstu helgi og stefna á að komast í gegnum tímatökuna og í keppnina. „Síðast þegar ég keppti í Malasíu, árið 2005 þá fékk ég mikinn stuðning frá heimamönnum. Það mættu líka margir landar mínir til að fylgjast með keppninni, þannig að ég á stórkostlegar minningar um mótið. Ég elska líka matinn þarna, sem er vel kryddaður eins og heima", sagði Karthikeyan í fréttatilkynningu frá Hispania. „Þó ég hafi ekki ekið bílnum nema fáeina hringi í Ástralíu, þá fann ég að bíllinn hefur burði til að vera betri en bíll síðasta árs. Sepang brautin reynir á tæknilega séð, bæði fyrir ökumann og bíl og verður því góður vettvangur til að prófa F111 bílinn. Markmiðið er að aka sem mest til að skilja bílinn og ná út úr honum því sem í honum býr. Markmiðið er líka að komast í gegnum tímatökuna og komast í endamarkið í keppninni." Karthikeyan kvaðst vel settur líkamlega fyrir hitann og rakann í Malasíu, en liðsfélagi hans Liuzzi býst við betra gengi en í fyrsta móti ársins. Veðrið getur oft spilað stórt hlutverk og rigning sett svipi sinn á keppnina í Malasíu. „Ég man að rigning hafði áhrif á tímatökuna í fyrra og var vandasöm upplifun. Sepang brautin verður góð fyrir F111 bíllinn og fyrsta alvöru mótið okkar. Við munum fá mikið af upplýsingum um bílinn og væntum þess að standa okkur í tímatökum og ljúka keppninni, til að staðfesta skilvirkni og áreiðanleika bílins." „Ég er fullur sjálfstraust og einbeittur fyrir mótið. Ég er viss um að hlutirnir verða öðruvísi en í Ástralíu, af því við erum betur undirbúnir og meðvitaðir um hvað þarf að gera", sagði Liuzzi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira