Ferðalög

Ferðalög

Greinar um ferðalög, ferðasögur og frábæra staði til að heimsækja.

Fréttamynd

Ís­lenskur prjónahittingur á Tenerife í hverri viku

Þær eru kátar og hressar íslensku konurnar, sem hittast reglulega og prjóna saman á Tenerife. Aðallega er verið að prjóna á barnabörnin heima á Íslandi, þó þær séu með ýmislegt annað á prjónunum á vikulegum prjónahitting hópsins.

Lífið
Fréttamynd

Taka stutt hlé frá leik­húsinu fyrir ferða­lög til Perú og Keníu

„Það er svo gaman að fá að vera umkringd ungu fólki og fólki á öllum aldri. Það er enginn munur á okkur þannig, við erum öll manneskjur,“ segir stórleikkonan Kristbjörg Kjeld. Hún fer með hlutverk í leikritinu Með Guð í vasanum í leikstjórn Maríu Reyndal. Kristbjörg, sem verður 89 ára í sumar, er á leið til Perú í lok mánaðarins og fer sýningin því í pásu fram á vor. 

Menning
Fréttamynd

Sara Sigmunds sviptir hulunni af kærastanum

Sara Sigmundsdóttir afrkskona í CrossFit sendi kærastanum og CrossFit-kappanum Luke Ebron hjartnæma afmæliskveðju á Instagram í tilefni dagsins. Í færslunni má sjá myndir af parinu saman en þau hafa haldið sambandinu frá sviðsljósinu. 

Lífið
Fréttamynd

Lætur draum látins eigin­manns síns rætast á Ís­landi

„Ég veit að hann á eftir að vera með okkur í anda,“ segir Sinéad Nolan Martin, 27 ára gömul kona frá Englandi í samtali við Vísi en í næsta mánuði mun hún leggja af stað í 40 kílómetra göngu frá Nesjavöllum til Þingvalla. Þannig hyggst hún heiðra minningu eiginmanns síns, Harry Martin, sem lést úr sjaldgæfu krabbameini árið 2021, einungis 25 ára gamall. Einn stærsti draumur Harry þegar hann var á lífi var að heimsækja Ísland.

Lífið
Fréttamynd

Fengu nóg af Ís­landi, seldu allt og héldu í ó­vissu­ferð

Fyrir tæpum fimmtán mánuðum ákváðu hjónin Gunnlaugur Hólm Sigurðsson og Anna Málfríður að segja skilið við hverdagsleikann á Íslandi. Þau seldu allar sínar eigur, fluttu um borð í nítján ára gamlan húsbíl ásamt Yorkshire terrier hundinum sínum og lögðu af stað í flakk um Evrópu.

Lífið
Fréttamynd

Gætir jafn­vægis milli vinnu og tíma með strákunum í Brasilíu

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Há­skóla Ís­lands, dvelur yfir vetrarmánuðina á suðrænum slóðum í Rio de Janeiro. Hann segist vinna mikið í Brasilíu en dvöl hans ytra snýst ekki aðeins um vinnu heldur leyfir hann sér líka að slaka á og njóta í góðum félagsskap.

Lífið
Fréttamynd

Klökknar enn við til­hugsun um fjöl­skylduna sem bjargaði honum

Kristján Gíslason segist hafa lært að fólk sé gott og heimurinn sé fallegur staður eftir að hafa farið einn á mótorhjóli hringinn í kringum hnöttinn og svo í gegnum alla Afríku. Kristján, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segist gjörbreyttur maður eftir að hafa flakkað um allan heim einn síns liðs á mótorhjólinu.

Lífið
Fréttamynd

Hjón segja pakkaferð hafa verið svindl og fá 60 þúsund endur­greitt

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur gert ferðaskrifstofu að endurgreiða hjónum 60 þúsund krónur vegna pakkaferðar sem þau fóru í síðasta sumar. Þau greiddu samtals 272 þúsund krónur fyrir ferðina, sem var auglýst sem pakkaferð á fjögurra stjörnu hóteli þar sem allt væri innifalið fyrir 130 þúsund krónur á mann. 

Neytendur
Fréttamynd

Play flýgur til Króatíu

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til strandborgarinnar Split í Króatíu. Fyrsta flug Play til Split verður 28. maí en til stendur að fljúga þangað einu sinni í viku á þriðjudögum yfir sumarmánuðina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferða­lag til Ís­lands varð kveikjan að ævin­týrinu

Hin 28 ára gamla Gabby Beckford er bandarískur áhrifavaldur sem heldur úti afar vinsælum aðgangi á TikTok, Instagram og Youtube.  Þar deilir hún myndefni úr ferðalögum sínum víða um heiminn. Með mikilli vinnu hefur henni tekist að gera ferðalögin að aðalstarfi sínu en á seinasta ári þénaði hún hátt í fjörtíu milljónir íslenskra króna í gegnum samstarf við fyrirtæki og ýmislegt fleira.

Lífið
Fréttamynd

Hver er vin­sælasta jóla­gjöfin?

Samverustund hefur verið valin jólagjöf ársins samkvæmt könnun Rannsóknarseturs verslunarinnar. Valið snýst því ekki lengur um mjúka eða harða pakka, heldur er það samvera með fólkinu okkar sem hefur vinningin.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Þau komu til Ís­lands 2023

Hópur svokallaðra Íslandsvina stækkaði umtalsvert á árinu sem er að líða. Vegna fjölda funda sem fóru fram hér á landi bættust erlendir stjórnmálaleiðtogar í umræddan hóp. Þá tróð heimsfrægt tónlistarfólk upp á Íslandi á árinu. Aðrir voru komnir á klakann í öðrum erindagjörðum, sumir voru einfaldlega í fríi.

Lífið
Fréttamynd

Flugumferðarstjórar bjóði upp á gula við­vörun

Forstjóri Icelandair líkir verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra við óveður sem olli félaginu um eins milljarðs króna tjóni fyrir sléttu ári. Aðgerðirnar valdi félaginu miklu tjóni en bitni fyrst og fremst á fólki sem stefnir á ferðalög í kringum hátíðirnar.

Innlent
Fréttamynd

Vann á Ís­landi í hálft ár og náði að safna fyrir sex mánaða ferða­lagi

Dawid Siódmak er tæplega þrítugur Pólverji sem lifir nokkuð óhefðbundnum lífsstíl. Hann og unnusta hans vinna sex mánuði á ári, lifa mjög spart og safna pening. Hinn helminginn á árinu nýta þau í ferðalög víðsvegar um heiminn þar sem þau lifa á sparifénu. Hafa þau meðal annars heimsótt Víetnam, Kambódíu, Marokkó, Mexíkó og Spán. Undanfarna sex mánuði þau dvalið og unnið á gistiheimili á Íslandi og safnað fyrir næsta ferðlagi.

Lífið
Fréttamynd

Ó­lík­legt að allir komist heim fyrir jól

Icelandair segir það ólíklegt að allir farþegar komist á áfangastað fyrir jól að öllu óbreyttu. Er það vegna verkfalls flugumferðastjóra sem hefur valdið umtalsverðri truflun og töfum á flugáætlun flugfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Ævin­týrið á Spáni breyttist í mar­tröð

Fjórir mánuðir eru liðnir síðan María Gomez hélt til Spánar í það sem hún hélt að yrði aðeins nokkurra vikna dvöl. Hún keypti ættaróðal látinnar frænku og huggðist gera upp, en óvæntar uppákomur settu strik í reikninginn. Þrátt fyrir mótlæti segist María nú hafa lært að elska hægaganginn á Spáni sem hún þoldi ekki í upphafi.

Lífið
Fréttamynd

Vinnur þú 500.000 kr. gjafa­bréf út í heim?

Hvernig á að velja jólagjafir? Þessi árlegu heilabrot eru í fullum gangi á heimilum um allt land. Öll langar okkur að gefa gjafir sem hitta í mark. Eitthvað sem viðtakandinn elskar að fá og nýtur í botn. En hvað á það að vera? Það er stóra aðventuspurningin.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Toppar ekkert að hlaupa fram af fjalli

Fjörkálfarnir hjá ævintýrafyrirtækinu True Adventure segja svifvængjaflug núvitund á hæsta stigi. Ofskammtur af adrenalíni geti sannarlega fylgt augnablikinu þegar fólk hendir sér fram af brúninni en tilfinningin sem á eftir komi sé engu lík.

Lífið samstarf