
Hótelið alls ekki sex hundruð metra frá ströndinni
Íslenskt par sem ferðaðist á suðrænar slóðir í fyrrasumar fær 130 þúsund króna afslátt af ferðalagi sínu úr hendi ferðaskrifstofu sem bókaði ferðina. Hótelið var mun lakara en auglýst hafði verið auk þess sem ströndin var alls ekki í nokkur hundruð metra fjarlægð eins og auglýst hafði verið.