Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2024 18:15 Nýja flugbrautin í Nuuk er 2.200 metra löng. Fyrsta stóra farþegaþotan er væntanleg á fimmtudag. Greenland Airports Boðað hefur verið sannkallaðrar þjóðhátíðar í Nuuk á fimmtudag með tónleikum, veisluhöldum og flugeldasýningu. Tilefnið er opnun nýs alþjóðaflugvallar og fyrsta lending stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. „Fáir staðir í heiminum standa frammi fyrir jafn stórkostlegum breytingum og Nuuk, þegar tuttugu þúsund íbúar bæjarins öðlast bein tengsl við umheiminn í fyrsta sinn þann 28. nóvember 2024,“ segir í umfjöllun Sermitsiaq. „Við bjóðum öllum til mikillar hátíðar með tónlist og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Komið og takið þátt í að fagna stærsta byggingarverkefni Grænlands, sem markar upphaf nýrra tíma og opnar heim nýrra tækifæra fyrir okkur og alla Grænlendinga,“ segir í boðskorti flugvallafélagsins. Nýja flugstöðvarbyggingin í Nuuk.Greenland Airports Hátíðin hefst klukkan 12 á hádegi í Samkomuhúsinu í Nuuk. Klukkan 12:35 hefst svo bein útsending frá hátíðarhöldum á flugvellinum. Flaggskip grænlenska flugflotans, Airbus A330-breiðþotan Tuukkaq, eða Spjótsoddur, lendir þá í fyrsta beina fluginu frá Kaupmannahöfn. Nýir slökkvibílar flugvallarins taka á móti henni sem og skólabörn í flugstöðinni með fána í hendi. Klukkan 13 hefjast veisluhöld með kaffi og kökum sem fylgt verður eftir með tónleikum og annarri skemmtan milli klukkan 14 og 17. Þar koma fram helstu stjörnur Grænlands, eins og hljómsveitin Qarsoq og tónlistarmennirnir Naja P og Hinnarik. Hátíðarhöldunum lýkur svo um kvöldið með flugeldasýningu í miðbæ Nuuk klukkan 21:30. Tíu mínútna langt tölvugert myndband af flugvellinum, flugstöðinni og þjónustubyggingum má sjá hér: „Hingað til hefur flugvöllurinn í Nuuk, sem opnaður var árið 1979, verið mjög takmarkaður vegna stuttrar flugbrautar og þeirra flugvéla sem hann getur tekið á móti. En með lengingu flugbrautarinnar úr 950 metrum í 2.200 metra og glænýrri flugstöð, sem opnuð var fyrr á þessu ári, stendur bærinn núna frammi fyrir nýjum spennandi tímum. Nýi flugvöllurinn mun breyta tengingu Nuuk við umheiminn og tengingu umheimsins við Nuuk. Það mun gera þúsundum manna kleift að heimsækja bæinn sem annars hefðu aldrei átt þess kost,“ segir Sermitsiaq. Tvö ár eru frá því Grænlendingar fögnuðu komu nýju Airbus-breiðþotunnar: Grænland Danmörk Samgöngur Fréttir af flugi Ferðalög Tengdar fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt um að það hefji áætlunarflug milli Danmerkur og Grænlands á ný eftir tveggja áratuga hlé. SAS hyggst fljúga þrisvar í viku yfir sumartímann milli Kaupmannahafnar og Nuuk og verður fyrsta flugið þann 27. júní næstkomandi. 2. nóvember 2024 15:45 United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025. 12. október 2024 09:17 Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. 1. apríl 2024 07:27 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
„Fáir staðir í heiminum standa frammi fyrir jafn stórkostlegum breytingum og Nuuk, þegar tuttugu þúsund íbúar bæjarins öðlast bein tengsl við umheiminn í fyrsta sinn þann 28. nóvember 2024,“ segir í umfjöllun Sermitsiaq. „Við bjóðum öllum til mikillar hátíðar með tónlist og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Komið og takið þátt í að fagna stærsta byggingarverkefni Grænlands, sem markar upphaf nýrra tíma og opnar heim nýrra tækifæra fyrir okkur og alla Grænlendinga,“ segir í boðskorti flugvallafélagsins. Nýja flugstöðvarbyggingin í Nuuk.Greenland Airports Hátíðin hefst klukkan 12 á hádegi í Samkomuhúsinu í Nuuk. Klukkan 12:35 hefst svo bein útsending frá hátíðarhöldum á flugvellinum. Flaggskip grænlenska flugflotans, Airbus A330-breiðþotan Tuukkaq, eða Spjótsoddur, lendir þá í fyrsta beina fluginu frá Kaupmannahöfn. Nýir slökkvibílar flugvallarins taka á móti henni sem og skólabörn í flugstöðinni með fána í hendi. Klukkan 13 hefjast veisluhöld með kaffi og kökum sem fylgt verður eftir með tónleikum og annarri skemmtan milli klukkan 14 og 17. Þar koma fram helstu stjörnur Grænlands, eins og hljómsveitin Qarsoq og tónlistarmennirnir Naja P og Hinnarik. Hátíðarhöldunum lýkur svo um kvöldið með flugeldasýningu í miðbæ Nuuk klukkan 21:30. Tíu mínútna langt tölvugert myndband af flugvellinum, flugstöðinni og þjónustubyggingum má sjá hér: „Hingað til hefur flugvöllurinn í Nuuk, sem opnaður var árið 1979, verið mjög takmarkaður vegna stuttrar flugbrautar og þeirra flugvéla sem hann getur tekið á móti. En með lengingu flugbrautarinnar úr 950 metrum í 2.200 metra og glænýrri flugstöð, sem opnuð var fyrr á þessu ári, stendur bærinn núna frammi fyrir nýjum spennandi tímum. Nýi flugvöllurinn mun breyta tengingu Nuuk við umheiminn og tengingu umheimsins við Nuuk. Það mun gera þúsundum manna kleift að heimsækja bæinn sem annars hefðu aldrei átt þess kost,“ segir Sermitsiaq. Tvö ár eru frá því Grænlendingar fögnuðu komu nýju Airbus-breiðþotunnar:
Grænland Danmörk Samgöngur Fréttir af flugi Ferðalög Tengdar fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt um að það hefji áætlunarflug milli Danmerkur og Grænlands á ný eftir tveggja áratuga hlé. SAS hyggst fljúga þrisvar í viku yfir sumartímann milli Kaupmannahafnar og Nuuk og verður fyrsta flugið þann 27. júní næstkomandi. 2. nóvember 2024 15:45 United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025. 12. október 2024 09:17 Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. 1. apríl 2024 07:27 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt um að það hefji áætlunarflug milli Danmerkur og Grænlands á ný eftir tveggja áratuga hlé. SAS hyggst fljúga þrisvar í viku yfir sumartímann milli Kaupmannahafnar og Nuuk og verður fyrsta flugið þann 27. júní næstkomandi. 2. nóvember 2024 15:45
United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025. 12. október 2024 09:17
Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. 1. apríl 2024 07:27
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52