Ferðalög

Ferðalög

Greinar um ferðalög, ferðasögur og frábæra staði til að heimsækja.

Fréttamynd

Banna skamm­tíma­leigu til túr­ista í Barcelona

Í Barcelona verður ekki hægt að leigja íbúðir til ferðamanna frá árinu 2028. Borgarstjóri Barcelona Jaume Collboni tilkynnti í gær að fyrir þann tíma myndi borgin afturkalla leyfi um tíu þúsund íbúða til að leigja til skamms tíma. Barcelona er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu og hefur það um langa hríð haft mikil áhrif á húsnæðismarkað í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Fann fyrir nær­veru hinna látnu í Auschwitz

„Það tók virkilega á að sjá þennan stað og upplifa þá skelfilegu sögu sem þarna fór fram,“ segir ljósmyndarinn Hilmar Þór Norðfjörð. Hann heimsótti á dögunum útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz með myndavélina við höndina.

Lífið
Fréttamynd

Ólga í Öxarfirði vegna lokunar sund­laugar

Ólga er meðal íbúa í Öxarfirði og Kelduhverfi vegna þeirrar ákvörðunar byggðaráðs Norðurþings að loka sundlauginni í Lundi. Aðilar í ferðaþjónustu í héraðinu lýsa einnig megnri óánægju sinni. Sundlaugin er aðeins sjö kílómetra frá Ásbyrgi og hefur verið vinsæl meðal ferðafólks sem sækir heim náttúruperlur Jökulsárgljúfra.

Innlent
Fréttamynd

Tæpar 2500 krónur fyrir litla sam­loku á Geysi

Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 

Neytendur
Fréttamynd

Svan­dís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin

Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar.

Innlent
Fréttamynd

Gekk í tvo tíma að flug­vellinum til að komast hjá leigubílagjaldi

Ástralskur ferðalangur sem heimsótti Ísland nýlega vekur athygli á því að engar almenningssamgöngur ganga frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli á næturnar og þar af leiðandi hafi hún ákveðið að ganga á flugvöllinn, þar sem hún átti bókað morgunflug, í stað þess að borga fyrir leigubíl. 

Lífið
Fréttamynd

Skelltu þér í sólina í sumar

Þetta sumarið býður Úrval Útsýn upp á marga spennandi áfangastaði í sólina. Hvort sem ætlunin er að slaka á, hreyfa sig, skemmta sér eða njóta matar og menningar, þá eru valkostirnir margir.

Samstarf
Fréttamynd

Tómas hitti sofandi hjartaskurðlækninn

Tómas Guðbjartsson hjartalæknir er staddur í Varsjá á ráðstefnu um hjartaskurðlækningar. Þar hitti hann einn fremsta hjartaskurðlækni Pólverja, Romual Cichon, sem var sofandi úti í horni á einni frægustu mynd sem tekin hefur verið í hjartaaðgerð og var valin mynd ársins 1987 í National Geographic.

Lífið
Fréttamynd

Siggi stormur stendur við spána

Besta veðrið um helgina verður á sunnanverðu landinu að sögn Sigga storms, sem segist standa við spá sína um sólríkt sumar þó það eigi sennilega ekki við um júnímánuð. Hann bindur vonir við að júlí og ágúst verði landanum hliðhollari.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er mjög erfiður dagur hjá okkur“

Icelandair sagði upp um tíu prósent af skrifstofufólki félagsins í dag, alls átta tíu og tveimur einstaklingum. Forstjóri félagsins segir þetta erfiðan dag en krefjandi rekstrarumhverfi, mikil verðbólga og hækkandi launakostnaður hafi kallað á hagræðingaraðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Brosandi þótt aftur sé ekið á flug­vél Verzlinga

Útskriftarferð nýstúdenta frá Verzlunarskóla Íslands hófst með þeim pirrandi hætti að ekið var á ítalska leiguflugvél þeirra á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Vonandi reynist fall fararheill. Innan við tvö ár eru síðan ekið var á flugvél Verzlinga á ferðalagi.

Innlent
Fréttamynd

Fer fót­gangandi tæpa 800 kíló­metra

Bárður Jökull Bjarkarson hélt út í byrjun mánaðarins í þeim tilgangi að ganga Jakobsveginn fræga. Hann fer fótgangandi tæpa tæplega 800 kílómetra frá Pamplona alla leið til Fisterra á vesturströnd Spánar.

Lífið
Fréttamynd

Fyrst­a skipt­i sem skrán­ing á Aðal­list­a heppn­ast ekki

Það var áhugi á að fá Íslandshótel á hlutabréfamarkað en ekki á því gengi sem var í boði við núverandi aðstæður. Innlánsvextir eru háir, fjárfestar hafa lagt ríflegt fé í hlutafjárútboð að undanförnu og því mikið fé „tekið af borðinu“ og horfur í ferðaþjónustu eru hóflegar fyrir sumarið. „Hvað á ég að selja til að fjárfesta í hótelkeðjunni?“ spurðu viðskiptavinir miðlara en í ljósi þess hve mörg önnur félög eru hagstætt verðlögð um þessar mundir var oft fátt um svör.

Innherji
Fréttamynd

Rakel María fann drauma­prinsinn

Rakel María Hjaltadóttir, förðunarfræðingur og hlaupari, frumsýndi nýja kærastann Guðmund Lúther Hall­gríms­son, sem starfar sem stafrænn markaðsstjóri hjá Bláa Lóninu, á Instagram fyrr í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Fær­eyingar draga í land með ferðamannaskatt

Lögþing Færeyja hefur fallið frá áformum um að leggja á 4.500 króna aðgangseyri, 225 danskar krónur, á alla erlenda ferðamenn sem heimsækja eyjarnar. Í staðinn verður tekið upp gistináttagjald, 20 krónur danskar, um 400 krónur íslenskar, fyrir hverja nótt, þó að hámarki tíu nætur, eða um 4.000 krónur.

Erlent
Fréttamynd

Hlutu „Óskarinn“ í brúðkaupsskipulagningu

„Þetta sýnir okkur að það sé tekið eftir þeirri vinnu sem við höfum lagt í að koma Íslandi á kortið sem ákjósanlegum áfangastað fyrir brúðkaup og viðburði“, segja forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Pink Iceland, sem hlaut í apríl verðlaun sem uppáhalds skipuleggjandi áfangastaðabrúðkaupa í Evrópu og Asíu. Skrifstofan er talin brautryðjandi í skipulagningu brúðkaupa fyrir erlenda gesti sem vilja gifta sig á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Fær­eyingar á­forma 4.500 króna að­gangs­eyri á alla ferða­menn

Færeyskir bændur efndu til mótmælaaksturs á traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpi landsstjórnarinnar um að leggja háan aðgangseyri á erlenda ferðamenn. Bændur og landeigendur telja frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin landi.

Erlent
Fréttamynd

Ferðamannastaðir Fær­eyja lokaðir vegna við­halds

Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í.

Erlent
Fréttamynd

Heyrist meira af kjaft­æði um lyf en vísinda­legum stað­reyndum

Freyja Jónsdóttir, lektor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, segir ákveðna hópa þurfa að fara varlega þegar þau ferðast erlendis í mikinn hita. Eldra fólk hafi til dæmis minni viðnámsþrótt í miklum hita. Það þurfi að passa upp á sólarvörn og drykki. Það eigi þó alls ekki að hætta að taka lyfin án samráðs við heilbrigðisstarfsmann.

Innlent
Fréttamynd

Disneydraumurinn varð loks að veru­leika

Langþráður draumur konu með einhverfu rættist á dögunum þegar hún heimsótti Disney World í Flórída. Hún lýsir ferðinni sem algjöru ævintýri en hún safnaði fyrir ferðinni með sölu á armböndum sem hún perlaði.

Lífið