Krafa um sóttkví á fæstum áfangastaða Wizz air Á tíu af ellefu áfangastöðum Wizz Air eru engar hertar aðgerðir á landamærum. Aðeins í Búdapest í Ungverjalandi þurfa farþegar að fara í sóttkví við komu. Viðskipti innlent 24. september 2020 16:39
Stjórnvöld skoða sérstaka útfærslu á ferðamennsku Stjórvöld hafa framlengt sóttvarnaaðgerðir við landamærin og segja þær hafa skilað árangri þegar kórónuveiran sé í sókn í nágrannalöndum. Hins vegar sé verið að skoða leiðir til einfaldrar ferðamennsku með sóttvarnaráðstöfunum. Innlent 11. september 2020 19:20
Icelandair flýgur helming flugáætlunar ársins 2015 á næsta sumri Icelandair reiknar með hægum bata í rekstrinu á næstu mánuðum. Þannig geri áætlanir aðeins ráð fyrir að Icelandair fljúg tæplega helming þess flugs sem flogið var á árinu 2015 að sögn forstjórans. Viðskipti innlent 10. september 2020 11:54
Viltu vinna gistingu á Akureyri? Acco Luxury Apartments á Akureyri standa fyrir skemmtilegum leik á facebook þar sem hægt er að vinna gistingu fyrir fjóra með morgunmat og dekur í Bjórböðunu. Lífið samstarf 4. september 2020 09:50
Efnilegir göngugarpar úr Kópavogi hafa Laugaveginn út af fyrir sig Nemendur í 8. bekk Smáraskóla eru í þessum töluðu orðum að nálgast Emstrur á árlegri Laugavegsgöngu sinni. Um er að ræða áralanga hefði í Smáraskóla sem oftast er farin við upphaf skólagöngu í 8. bekk. Innlent 28. ágúst 2020 14:58
Rafmagnaður bíltúr frá Mosó til Alicante Hjónin Bragi Þór Antoníusson og Dagný Fjóla Jóhannsdóttir fluttu nýverið ásamt sonum sínum tveimur til Spánar. Þau flugu þó ekki út, líkt og flestir Íslendingar eru vanir að gera þegar þeir skella sér til sólarlanda, heldur keyrðu þau frá Mosfellsbæ til Alicante og það á rafmagnsbíl. Lífið 25. ágúst 2020 07:30
Ekki vera í mannfjölda, ekki gista í tjaldi og helst ekki stíga út úr bílnum Ferðamenn sem koma hingað til lands þurfa að undirgangast margvíslegar kvaðir þá fimm daga sem þeir verða í sóttkví. Gististaðir sem hýsa þá þurfa jafnframt að uppfylla ýmsar strangar kröfur. Innlent 16. ágúst 2020 19:34
Perlur Íslands: „Ég fann hvernig brjóstið fylltist af hamingju“ Aldís Pálsdóttir ljósmyndari ferðast mikið um landið en Rauðisandur er í miklu uppáhaldi. Hún segir frá ferðalögum sínum um Vestfirði, þar sem öll fjölskyldan kemur saman á hverju ári. Lífið 6. ágúst 2020 21:00
Hrun í útgáfu vegabréfa og utanferðum Íslendinga Alls voru 879 íslensk vegabréf gefin út í júní 2020 Innlent 4. ágúst 2020 10:28
Lúxussnekkjur við landið Lúxussnekkjan Calypso, sem skráð er á Cayman-eyjum, liggur nú við bryggju á Höfn í Hornafirði. Lífið 3. ágúst 2020 11:46
Tap ferðamannaiðnaðarins þrefalt meira en í kreppunni Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í efnahagskreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). Viðskipti erlent 28. júlí 2020 16:50
Hækka aldurstakmark á tjaldstæðum í 20 ár Fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri verður haldin með óhefðbundnu sniði á Akureyri nú um verslunarmannahelgina vegna faraldurs kórónuveiru. Innlent 27. júlí 2020 10:37
Mun fleiri ferðamenn hafa komið hingað til lands en búist var við Um fjögur hundruð þúsund ferðamenn hafa komið til landsins á þessu ári og þar af mun fleiri á síðustu vikum en búist var við að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Innlent 21. júlí 2020 21:27
Viltu slá kúluna til Portúgal? „Það sem er einstakt við þetta golfmót er það að allir geta tekið þátt. Eina skilyrðið er að vera orðinn átján ára og vera með löglega forgjöf,“ segir Árni Árnason skipuleggjandi Meistaramótsins í betri bolta. Lífið samstarf 18. júlí 2020 10:01
Fór í frábrugðna Frakklandsferð í faraldri Hrefna Hrund Ólafsdóttir hótelstarfsmaður ákvað á dögunum að skella sér í helgarferð til Parísar, höfuðborgar Frakklands. Ferðalög 18. júlí 2020 09:30
Geta sótt um lán til að endurgreiða ferðir í næstu viku Alþingi hefur samþykkt stofnun Ferðaábyrgðasjóðs í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Ferðaskrifstofur munu geta sótt um lán hjá sjóðnum í byrjun næstu viku og hafist handa við að greiða endurgreiðslukröfur á hendur sér. Viðskipti innlent 17. júlí 2020 11:00
Gönguæði grípur landann og metaðsókn hjá Ferðafélagi Íslands Gríðarleg aðsókn hefur verið í gönguferðir á hálendi Íslands í sumar og má segja að gönguæði hafi gripið þjóðina. Aðsókn í göngur hefur stóraukist bæði hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og hjá Ferðafélagi Íslands, sem bæði sjá um að skipuleggja ferðir um náttúru landsins. Innlent 15. júlí 2020 14:16
„Ísland… gerðu það, fyrirgefðu okkur!“ Ferðabloggarar nokkrir komu hingað til lands tveimur dögum eftir að skimanir hófust á Keflavíkurflugvelli. Þeir báru Íslandi söguna vel og þótti gaman að hafa landið „út af fyrir sig.“ Ferðalög 13. júlí 2020 14:31
Gekk berfættur yfir Fimmvörðuháls Helgi Freyr Rúnarsson gekk Fimmvörðuháls í gær, sem ekki væri í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann gerði það berfættur. Innlent 12. júlí 2020 22:35
Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. Innlent 12. júlí 2020 12:20
Auðveldar kæröstum og kærustum utan Schengen að koma til landsins Mökum Íslendinga utan Schengen verður gert auðveldara að koma til Íslands samkvæmt reglugerð sem dómsmálaráðherra hefur undirritað, en þeim hefur hingað til reynst erfitt að koma til landsins. Innlent 11. júlí 2020 12:07
Ferðalangar frá Íslandi ekki skikkaðir í sóttkví í Englandi Alls eru 59 ríki og svæði sem ferðast má frá til Englands, Wales og Norður-Írlands, án þess að þurfa að sæta sóttkví, frá og með deginum í dag. Ísland er á meðal þessara svæða, og þurfa ferðalangar héðan nú ekki að sæta sóttkví við komuna. Erlent 10. júlí 2020 09:06
Hálendisleiðin um Sprengisand opnuð í dag Hálendisleiðin um Sprengisand opnaðist í dag, en þetta er hálfum mánuði seinna en í fyrra sem þessi drottning íslenskra fjallvega verður fær. Innlent 9. júlí 2020 18:22
Ferðalangar frá Íslandi til Englands þurfa ekki að fara í sóttkví Ísland er meðal þeirra landa sem ferðast má frá til Englands, án þess að þurfa að sæta 14 daga sóttkví, frá og með 10. júlí. Þetta tilkynntu bresk stjórnvöld í dag. Erlent 3. júlí 2020 14:51
Besta vininn með í ferðalagið Gæludýr verða líklega á faraldsfæti með eigendum sínum í sumar. Að ýmsu þarf að huga þegar ferðast er með dýr. Gæludýr.is býður ýmsar lausnir. Lífið samstarf 1. júlí 2020 13:21
Minnst tíu dagar taldir í að Sprengisandsleið verði fær Í fyrrasumar opnuðust hálendisvegirnir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir um þetta leyti árs, eða í byrjun júlímánaðar. Þeir virðast hins vegar ætla að opnast í seinna lagi í ár. Innlent 30. júní 2020 14:20
Ferðagjöfin gildir á búllum en ekki á tjaldsvæðum Fimm þúsund króna ferðaávísun frá yfirvöldum veldur uppnámi. Innlent 29. júní 2020 14:06
Getur Gummi hneggjað eins og stóðhestur? Gummi lætur hafa sig út í ótrúlegustu hluti til að smala í #TeamGummiBen í myndaleiknum #icelandisopen. Leiknum lýkur í dag klukkan 17. Lífið samstarf 26. júní 2020 10:40
Yfir þrjátíu þúsund sótt ferðagjöf stjórnvalda Ráðherra segir átakið fara vel af stað. Innlent 25. júní 2020 21:51
Hálendið þarf ekki að stoppa hjólhýsið Sigurbjörn Jakob Þórmundsson stálsmiður smíðar sérstakt fjöðrunarkerfi undir hjólhýsi svo ferðast má með þau um grófa vegi hálendisins. Samstarf 25. júní 2020 16:12