Færibandafólkið Það á ekki að vera markmið skólastarfs að framleiða fullorðna einstaklinga á færibandi. Skoðun 1. júlí 2017 10:41
Píratinn Pírati: „VISS, PISS, ÞAÐ ER MESTA FÁTÆKT Í HEIMI HÉRNA OG MESTA ÓRÉTTLÆTI Í ÖLLU OG MESTA SPILLING.“ Bakþankar 1. júlí 2017 07:00
Dýrkeypt pjatt Í vikunni sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið af kröfu stúlku um miskabætur vegna atviks sem átti sér stað á sólbaðsstofu við Grensásveg. Um hádegisbil þann 11. apríl árið 2015 barst lögreglu tilkynning um að tvær stúlkur svæfu vímusvefni í ljósabekkjum stofunnar. Óskaði starfsfólk eftir að þær yrðu fjarlægðar. Fastir pennar 1. júlí 2017 07:00
Staðfesta Á undanförnum mánuðum hafa íslensk stjórnvöld og Seðlabankinn gert ítrekaða atlögu að því að fá eigendur aflandskróna, sem að stærstum hluta eru bandarískir fjárfestingarsjóðir, til að selja krónueignir sínar fyrir gjaldeyri á afslætti miðað við skráð gengi. Fastir pennar 30. júní 2017 09:15
Í hvaða aska eigum við að láta bókvitið? Skömmu eftir að ég byrjaði að búa þurfti ég að festa upp vegghillu. Ég hafði samband við vin minn og spurði hvort hann gæti lánað mér borvél. Það var auðsótt—eiginlega óþægilega auðsótt. Ekki nóg með að hann skutlaðist með borvélina heim til mín heldur var hann óður og uppvægur að sýna mér hvernig ætti að nota hana Fastir pennar 30. júní 2017 07:00
Að falla í freistni Ítalskir skattborgarar eiga alla mína samúð. Fyrr í vikunni varð ljóst að þeir þyrftu, þrátt fyrir ítrekuð loforð um annað, að reiða fram tug milljarða evra til þess að bjarga enn eina bankanum. Og reyndar tveimur að þessu sinni. Bakþankar 30. júní 2017 07:00
Ættarnöfn eru annað mál Algeng eftirnöfn eins og t.d. Hallgrímsdóttir og Sigfússon eru yfirleitt ekki fýsileg rímorð í skáldskap og eru þar sjaldgæf eftir því. Innlend og erlend ættarnöfn eru annað mál. Fastir pennar 29. júní 2017 07:00
Ég samfélagið Tölfræðileg gögn og niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að manneskjan verður sjálfhverfari og sjálfmiðaðri með tímanum. Fastir pennar 29. júní 2017 07:00
Óvinsælasta nefnd Íslands Það er ekki öfundsvert að vera nefndarmaður í mannanafnanefnd og þurfa að framfylgja þessum ömurlegu lögum. Það er eiginlega alveg sama hvern þú spyrð, flestir eru óánægðir með störf þín. Bakþankar 29. júní 2017 07:00
Að læsa og henda lyklinum Ýmis verkefni eru þannig að það er best að ganga í hlutina. Garðurinn slær sig ekki sjálfur, hundurinn verður vitlaus ef ekki er farið í göngu og bíllinn heldur áfram að vera skítugur þar til hann er þveginn. Önnur verkefni krefjast annarrar nálgunar. Bakþankar 28. júní 2017 07:00
Sögurnar okkar Norsku sjónvarpsþættirnir Skam hafa svo sannarlega slegið í gegn um víða veröld. Vinsældir þáttanna má ekki síst rekja til þess að þar eru sagðar einfaldar, einlægar og mikilvægar sögur af venjulegum ungmennum í norskum veruleika. Fastir pennar 28. júní 2017 07:00
Hvert á markmið Seðlabanka Bandaríkjanna að vera? Síðan samdrátturinn mikli hófst 2008 hafa opinberar og akademískar deilur geisað um réttu markmiðin hjá seðlabönkum. Fastir pennar 28. júní 2017 07:00
Déjà vu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að íslensk stjórnvöld ættu að setja það í algjöran forgang að efla eftirlit með bankakerfinu. Sjóðurinn hefur áréttað þriggja ára gamla gagnrýni sína um að Fjármálaeftirlitið (FME) sé bitlaus stofnun og skorti sjálfstæði. Fastir pennar 27. júní 2017 07:00
Medalíu á ökukennara Ökukennarar hljóta að vera versta starfsstétt landsins. Það eru svo ævintýralega margir bílstjórar í umferðinni sem eru vondir ökumenn. Bakþankar 27. júní 2017 07:00
Tvær þjóðir Auðvitað eigum við að meta menntun, hæfileika og ábyrgð fólks að verðleikum. Gæta þess að það fólk sem sinnir mikilvægum störfum í samfélaginu njóti kjara sem endurspegla ábyrgð þess og færni. Fastir pennar 26. júní 2017 07:00
Trunt trunt og tröllin í hillunum Ég heyrði um daginn skemmtilegt spjall sem Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður og ferðafrömuður hélt þar sem kom fram ýmislegt um áhrif erlendra ferðamanna á íslenska menningu, jákvæð og neikvæð. Fastir pennar 26. júní 2017 07:00
Vopn eða ekki vopn Mikil umræða hefur, eðlilega, skapast í samfélaginu vegna nýtilkomins vopnaburðar lögreglunnar á Íslandi. Bakþankar 26. júní 2017 07:00
Ný ógn Ég var á dögunum á fundi með skandinavískum geðlæknum. Viðfangsefnið var m.a. að ræða fyrirbæri sem Svíar kalla "utmattningsdepression“ eða örmögnunarþunglyndi sem fer hratt vaxandi. Lýsingin gæti verið þessi: Manneskja á aldrinum 30-60 ára í krefjandi starfi. Vinnan verður með tímanum æ flóknari og kröfurnar um alls kyns tæknikunnáttu æ meiri. Bakþankar 24. júní 2017 07:00
Þúsundkallastríð Gjarnan hefur verið sagt að stjórnmálamenn græði manna mest á styrjöldum. Þær séu til þess fallnar að þjappa þjóðum saman og sýna leiðtoga í jákvæðu ljósi. Einstaka leiðtogar eru grunaðir um að hafa fundið sér tylliástæðu til stríðsbrölts til að upphefja eigin vinsældir. Falklandseyjastríð Margaret Thatcher var stundum nefnt í þessu samhengi, og jafnvel Íraksstríð Bush feðga. Fastir pennar 24. júní 2017 07:00
Gleði hins miðaldra manns Ég hitti gamlan kunningja um daginn. Hann byrjaði fyrir nokkrum árum að safna plötum. Alveg óvart. Núna á hann um 50 þúsund plötur og kemur þessu ómögulega fyrir í íbúðinni sinni. Plötur flæða út um allt og hann gerir sér grein fyrir því að þetta er komið út í algjöra vitleysu. Hann getur bara ekki hætt. Ég veit ekki einu sinni hvort hann hlustar eitthvað á þær. Þannig er ég. Nema hjá mér snýst þetta um tæki. Skoðun 24. júní 2017 07:00
Að sigra hatrið Í vikunni kom út samanburðarskýrsla á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um hatur og hótanir á netinu. Ísland kemur ekkert sérstaklega vel út í þeim samanburði. Við sem annars erum að sigra heiminn. Bakþankar 23. júní 2017 07:00
Miklu meira en Jónas Ég set stórt spurningarmerki við að takmarka notkun reiðufjár á Íslandi. Ég vil að þegar viðskipti fari fram séu fleiri en einn valkostur í boði. Hér á eftir fer rökstuðningur: Styrkur reiðufjár felst í því sem orðið sjálft segir: það er fé sem er "til reiðu“. Það er öðruvísi en allt annað fjármagn sem fólk hefur aðgang að. Jafnvel þó þú eigir peninga á bankareikningnum þínum þá er það ekki bara undir þér komið hvort það fé sé "til reiðu“. Fastir pennar 23. júní 2017 07:00
Betur heima setið Húsnæðisverð hefur hvergi í heiminum hækkað jafn mikið og á Íslandi síðustu misseri. Þetta kemur kannski fáum á óvart. Fastir pennar 23. júní 2017 06:00
Hágæðasamfélag Ísland er í 3. sæti af 128 þjóðum þegar kemur að lífsgæðum og styrk samfélagslegra innviða. Fastir pennar 22. júní 2017 09:00
Rússíbanareið í nýja berjamó Eftir þrjár mislukkaðar tilraunir til að fara í Costco tókst það loksins á þriðjudaginn. Ég er týpan sem bíð í röð og þurfti því tvisvar að taka vinkilbeygju út af bílaplaninu þegar ég mætti og reyndi að skrá mig til leiks. Með spánnýtt plastkort með mynd af mér þaut ég af stað inn í þennan nýja verslunar- og menningarheim. Og þvílík upplifun. Mig langaði aldrei að fara heim. Bakþankar 22. júní 2017 07:00
Mislangar ævir Við mennirnir lifum mislengi. Þjóðir lifa með líku lagi mislengi. Skemmst allra lifir nú að jafnaði fólkið í Svasílandi, örlitlu háfjöllóttu landi sem er umlukið Suður-Afríku. Svasíland er nú eina land heimsins þar sem ævilíkur nýfæddra barna ná ekki 50 árum. Lengst lifir nú fólkið í Hong Kong þar sem hvítvoðungur getur vænzt þess að verða 84ra ára. Þessar tölur marka mikla framför frá fyrri tíð. Fastir pennar 22. júní 2017 07:00
Af hverju fellur ávöxtun skuldabréfa þegar seðlabanki hækkar vexti? Í síðustu viku hækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna stýrivexti sína um 0,25 prósent til viðbótar. Það var önnur vaxtahækkun Seðlabankans á þessu ári. Fyrri vaxtahækkunin var 15. mars. Skoðun 21. júní 2017 09:00
Faraldur krílanna Það er skelfilega langvinn og harðsvíruð pest að ganga. Hún leggst bara á stelpur og nú virðist hún enn fremur bara leggjast á stelpur í mínu nærumhverfi. Stelpur á mínum aldri. Vinkonur mínar algjörlega stráfalla. Á hverjum gefnum tímapunkti er bara ein spurning sem gildir: Hver er næst? Bakþankar 21. júní 2017 07:00
Uppskeran Til hamingju með daginn,“ sagði Hallgrímur Helgason, myndlistarmaður og rithöfundur, við útskriftarathöfn Listaháskóla Íslands fyrir skömmu. "Í batnandi landi er best að lifa,“ Fastir pennar 21. júní 2017 07:00
Borgarlínan Ekki er útilokað að þegar léttlestakerfi Borgarlínu verður tekið í notkun verði komin fram ný tækni sem geri kerfið úrelt. Fastir pennar 20. júní 2017 07:00
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun