Í hvaða aska eigum við að láta bókvitið? Þórlindur Kjartansson skrifar 30. júní 2017 07:00 Skömmu eftir að ég byrjaði að búa þurfti ég að festa upp vegghillu. Ég hafði samband við vin minn og spurði hvort hann gæti lánað mér borvél. Það var auðsótt—eiginlega óþægilega auðsótt. Ekki nóg með að hann skutlaðist með borvélina heim til mín heldur var hann óður og uppvægur að sýna mér hvernig ætti að nota hana; allt frá því hvernig hún pakkaðist upp úr töskunni, hvernig henni var stungið í samband og hvernig maður ætti að bera sig að við borunina og meira að segja hvernig réttast væri að ganga frá eftir framkvæmdirnar. Svo horfði hann á mig drykklanga stund með vaxandi vantrú og bauðst svo drýgindalega til þess að taka sjálfur að sér verkið.Tvær tegundir karlmanna Ég afþakkaði það vitaskuld. Á mínu heimili ætlaði ég að sjá um að bora í veggina. Það endaði með því að ég festi upp hillurnar og gerði öll þau mælingarmistök sem hægt er að gera—og vonaði svo að hillan sjálf væri nógu þykk til þess að hylja öll óþörfu borgötin í veggnum. Þegar ég skilaði borvélinni og laug því blákalt að allt hefði gengið að óskum þá gerðist hinn bóngóði vinur minn íbygginn mjög og sagði: „Þú veist að það eru tvær tegundir af karlmönnum.“ „Nú, jæja?“ svaraði ég. „Það eru þeir sem eiga borvél og þeir sem fá lánaða borvél.“ Fljótlega var ég orðin sú tegund af karlmönnum sem á borvél. En það að eiga borvél segir auðvitað ekki mikla sögu eitt og sér. Borvélin mín er lítið notuð og í þau fáu skipti sem hún er dregin fram þá er henni beitt af fádæma ófagmennsku og klaufaskap, en þó með mikilli ánægju og stolti—því flestir njóta þess að skapa eitthvað í höndunum; jafnvel þótt það sé ekki flókið.Verkvit, bókvit og hugvit Langskólagengnir bókabéusar og skrifstofumenn eiga það til að vera heldur ósjálfbjarga þegar kemur að því að halda við og bæta heimili og húsakynni. Og það sem upp á vantar er yfirleitt ekki fólgið í líkamlegri getu eða tækjabúnaði. Mestu munar um þekkinguna, reynsluna og vitið—bæði verkvitið og hugvitið. Það er sjaldan sem ég stend jafnmikið á gati eins og þegar iðnaðarmenn reyna að útskýra fyrir mér samspil hinna ýmsu þátta sem þeir þurfa að taka tillit til þegar þeir ákveða hvernig þeir hyggjast bera sig að við viðgerðir eða aðrar framkvæmdir. Þegar maður talar við fólk með fagþekkingu í iðngreinum þá kemst maður nefnilega fljótlega að raun um að mikilvægasta verkfærið þeirra er á milli eyrnanna og að hæft iðnaðarfólk reynir síst minna á gáfur sínar og sköpunargetu heldur en þeir sem setja saman excel-skjöl og powerpoint-kynningar alla daga. Það er líklega í eðli skólakerfisins alls staðar að leynt eða ljóst er minna gert úr verkviti en bókviti. Það liggur í loftinu að bóknám sé besti kosturinn fyrir alla þá sem hafa hæfileika til slíks náms. Það er til að mynda talið til marks um árangur menntakerfisins ef fleiri en færri prósentur ljúka bóklegu háskólanámi og ýmsar stéttir þrýsta á um að skólaganga þeirra sé skilgreind sem háskólanám með auknum kröfum um setu á skólabekk. Þetta snobb fyrir háskólagráðum hefur því bæði útvatnað þýðingu fræðilegs háskólanáms og gengisfellt þau störf sem ekki byggjast á bóknámi. Afleiðingar þessa eru meðal annars að sár skortur er á iðnmenntuðu fólki á Íslandi en mikið offramboð á fólki með ýmsar tegundir af háskólamenntun; t.d. lögfræðingum. Þar að auki er líklegt að margir hafi í raun menntað sig í áttina frá starfsvettvangi sem gæti veitt lífsfyllingu, hamingju og spennandi tækifæri til atvinnu og nýsköpunar.Hugur og hönd Verulegar breytingar á atvinnuháttum eru fyrirsjáanlegar á næstu áratugum, og áhrifa þeirra er þegar farið að gæta. Ómögulegt er að vita nákvæmlega hvert þessar breytingar munu leiða en líklega er þó óhætt að gera ráð fyrir því að mikilvægi fjölbreyttrar menntunar muni aukast og að keppikefli ætti að vera að fólki standi til boða sveigjanleiki í námi. Að auki er líklegt að konur og karlar sem hafa fjölbreyttan bakgrunn, ekki síst í iðngreinum, muni standa betur að vígi en flestir aðrir þegar fram líða stundir. Verkvit, bókvit og hugvit þrífast ekki án hvert annars; og mestu verðmætin skapast þegar allt þrennt er til staðar. Skilningur á mikilvægi iðnmenntunar og virðing fyrir slíkri menntun er því algjör undirstaða áframhaldandi framfara og uppbyggingar. Ef enginn kann lengur að búa til askana þá er hætt við að bókvitið spillist og verði fáum til gagns. Höfundur pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skömmu eftir að ég byrjaði að búa þurfti ég að festa upp vegghillu. Ég hafði samband við vin minn og spurði hvort hann gæti lánað mér borvél. Það var auðsótt—eiginlega óþægilega auðsótt. Ekki nóg með að hann skutlaðist með borvélina heim til mín heldur var hann óður og uppvægur að sýna mér hvernig ætti að nota hana; allt frá því hvernig hún pakkaðist upp úr töskunni, hvernig henni var stungið í samband og hvernig maður ætti að bera sig að við borunina og meira að segja hvernig réttast væri að ganga frá eftir framkvæmdirnar. Svo horfði hann á mig drykklanga stund með vaxandi vantrú og bauðst svo drýgindalega til þess að taka sjálfur að sér verkið.Tvær tegundir karlmanna Ég afþakkaði það vitaskuld. Á mínu heimili ætlaði ég að sjá um að bora í veggina. Það endaði með því að ég festi upp hillurnar og gerði öll þau mælingarmistök sem hægt er að gera—og vonaði svo að hillan sjálf væri nógu þykk til þess að hylja öll óþörfu borgötin í veggnum. Þegar ég skilaði borvélinni og laug því blákalt að allt hefði gengið að óskum þá gerðist hinn bóngóði vinur minn íbygginn mjög og sagði: „Þú veist að það eru tvær tegundir af karlmönnum.“ „Nú, jæja?“ svaraði ég. „Það eru þeir sem eiga borvél og þeir sem fá lánaða borvél.“ Fljótlega var ég orðin sú tegund af karlmönnum sem á borvél. En það að eiga borvél segir auðvitað ekki mikla sögu eitt og sér. Borvélin mín er lítið notuð og í þau fáu skipti sem hún er dregin fram þá er henni beitt af fádæma ófagmennsku og klaufaskap, en þó með mikilli ánægju og stolti—því flestir njóta þess að skapa eitthvað í höndunum; jafnvel þótt það sé ekki flókið.Verkvit, bókvit og hugvit Langskólagengnir bókabéusar og skrifstofumenn eiga það til að vera heldur ósjálfbjarga þegar kemur að því að halda við og bæta heimili og húsakynni. Og það sem upp á vantar er yfirleitt ekki fólgið í líkamlegri getu eða tækjabúnaði. Mestu munar um þekkinguna, reynsluna og vitið—bæði verkvitið og hugvitið. Það er sjaldan sem ég stend jafnmikið á gati eins og þegar iðnaðarmenn reyna að útskýra fyrir mér samspil hinna ýmsu þátta sem þeir þurfa að taka tillit til þegar þeir ákveða hvernig þeir hyggjast bera sig að við viðgerðir eða aðrar framkvæmdir. Þegar maður talar við fólk með fagþekkingu í iðngreinum þá kemst maður nefnilega fljótlega að raun um að mikilvægasta verkfærið þeirra er á milli eyrnanna og að hæft iðnaðarfólk reynir síst minna á gáfur sínar og sköpunargetu heldur en þeir sem setja saman excel-skjöl og powerpoint-kynningar alla daga. Það er líklega í eðli skólakerfisins alls staðar að leynt eða ljóst er minna gert úr verkviti en bókviti. Það liggur í loftinu að bóknám sé besti kosturinn fyrir alla þá sem hafa hæfileika til slíks náms. Það er til að mynda talið til marks um árangur menntakerfisins ef fleiri en færri prósentur ljúka bóklegu háskólanámi og ýmsar stéttir þrýsta á um að skólaganga þeirra sé skilgreind sem háskólanám með auknum kröfum um setu á skólabekk. Þetta snobb fyrir háskólagráðum hefur því bæði útvatnað þýðingu fræðilegs háskólanáms og gengisfellt þau störf sem ekki byggjast á bóknámi. Afleiðingar þessa eru meðal annars að sár skortur er á iðnmenntuðu fólki á Íslandi en mikið offramboð á fólki með ýmsar tegundir af háskólamenntun; t.d. lögfræðingum. Þar að auki er líklegt að margir hafi í raun menntað sig í áttina frá starfsvettvangi sem gæti veitt lífsfyllingu, hamingju og spennandi tækifæri til atvinnu og nýsköpunar.Hugur og hönd Verulegar breytingar á atvinnuháttum eru fyrirsjáanlegar á næstu áratugum, og áhrifa þeirra er þegar farið að gæta. Ómögulegt er að vita nákvæmlega hvert þessar breytingar munu leiða en líklega er þó óhætt að gera ráð fyrir því að mikilvægi fjölbreyttrar menntunar muni aukast og að keppikefli ætti að vera að fólki standi til boða sveigjanleiki í námi. Að auki er líklegt að konur og karlar sem hafa fjölbreyttan bakgrunn, ekki síst í iðngreinum, muni standa betur að vígi en flestir aðrir þegar fram líða stundir. Verkvit, bókvit og hugvit þrífast ekki án hvert annars; og mestu verðmætin skapast þegar allt þrennt er til staðar. Skilningur á mikilvægi iðnmenntunar og virðing fyrir slíkri menntun er því algjör undirstaða áframhaldandi framfara og uppbyggingar. Ef enginn kann lengur að búa til askana þá er hætt við að bókvitið spillist og verði fáum til gagns. Höfundur pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun