Að falla í freistni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 30. júní 2017 07:00 Ítalskir skattborgarar eiga alla mína samúð. Fyrr í vikunni varð ljóst að þeir þyrftu, þrátt fyrir ítrekuð loforð um annað, að reiða fram tug milljarða evra til þess að bjarga enn eina bankanum. Og reyndar tveimur að þessu sinni. Sagan endalausa heldur áfram. Ég hef ekki tölu á því hversu oft á síðustu árum grey Ítalarnir hafa þurft að hlaupa undir bagga með bönkum sem hafa farið illa að ráði sínu. Alltaf eru bankarnir leystir úr snörunni. Þeir hagnast ríkulega þegar vel árar en virðast sleppa billega þegar það syrtir í álinn. Og þannig hefur það verið um allan heim. Ef draga má einhvern lærdóm af síðustu fjármálakreppu er það að ríkisábyrgð á innstæðum banka er arfaslæm hugmynd sem leiðir af sér alls kyns vanda. Í krafti slíkrar ábyrgðar geta bankar leikið sér með fé almennings og hirt hagnaðinn án þess að bera tapið. Ríkisábyrgðin gerir einnig þá sem leggja bönkum til fé sinnulausa um fé sitt. Í stað þess að veita bönkum aðhald geta þeir einfaldlega slappað af og lagt traust sitt á að ríkið reddi málunum ef í nauðirnar rekur. Það væri til marks um einfeldni að halda því fram að íslensku ríkisbankarnir glímdu ekki við ámóta freistnivanda. Þvert á móti. Ríkisbankar sem eru reknir á ábyrgð skattborgara eru ekkert skárri en einkabankar á ábyrgð skattborgara. Í báðum tilfellum fá bankarnir að leika lausum hala í skjóli þess að almenningur komi til bjargar ef í harðbakkann slær. Réttara væri að ábyrgðin lægi hjá bönkunum sjálfum. Þeir njóta hagnaðar þegar vel gengur og er því ekki nema sanngjarnt að þeir beri tapið ef illa fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun
Ítalskir skattborgarar eiga alla mína samúð. Fyrr í vikunni varð ljóst að þeir þyrftu, þrátt fyrir ítrekuð loforð um annað, að reiða fram tug milljarða evra til þess að bjarga enn eina bankanum. Og reyndar tveimur að þessu sinni. Sagan endalausa heldur áfram. Ég hef ekki tölu á því hversu oft á síðustu árum grey Ítalarnir hafa þurft að hlaupa undir bagga með bönkum sem hafa farið illa að ráði sínu. Alltaf eru bankarnir leystir úr snörunni. Þeir hagnast ríkulega þegar vel árar en virðast sleppa billega þegar það syrtir í álinn. Og þannig hefur það verið um allan heim. Ef draga má einhvern lærdóm af síðustu fjármálakreppu er það að ríkisábyrgð á innstæðum banka er arfaslæm hugmynd sem leiðir af sér alls kyns vanda. Í krafti slíkrar ábyrgðar geta bankar leikið sér með fé almennings og hirt hagnaðinn án þess að bera tapið. Ríkisábyrgðin gerir einnig þá sem leggja bönkum til fé sinnulausa um fé sitt. Í stað þess að veita bönkum aðhald geta þeir einfaldlega slappað af og lagt traust sitt á að ríkið reddi málunum ef í nauðirnar rekur. Það væri til marks um einfeldni að halda því fram að íslensku ríkisbankarnir glímdu ekki við ámóta freistnivanda. Þvert á móti. Ríkisbankar sem eru reknir á ábyrgð skattborgara eru ekkert skárri en einkabankar á ábyrgð skattborgara. Í báðum tilfellum fá bankarnir að leika lausum hala í skjóli þess að almenningur komi til bjargar ef í harðbakkann slær. Réttara væri að ábyrgðin lægi hjá bönkunum sjálfum. Þeir njóta hagnaðar þegar vel gengur og er því ekki nema sanngjarnt að þeir beri tapið ef illa fer.