Þjóðiþjóð Ég hef sjálfur aldrei hitt þjóðina. Það fólk sem það hefur gert hefur sagt mér af henni ýmsar sögur. Margar þeirra sýna þjóðina sem viðkunnanlega veru, tilfinningaríka, sem hagar sér þó rökrétt eftir aðstæðum. Þjóðin er þannig brjáluð út af hruninu og hún treystir ekki stjórnmálamönnum. Það er svo sem skiljanleg afstaða. En þjóðin er líka frjálslynd og vel menntuð, sem fær mig til að halda að mér ætti að líka vel við hana. Ég sjálfur er nefnilega líka frjálslyndur og vel menntaður. Fastir pennar 29. apríl 2011 00:00
Lífrænn innflutningur Áhugi íslenzkra neytenda á lífrænum búvörum hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Nýlega er búið að stofna Samtök lífrænna neytenda. Jafnframt hefur umræða um umhverfisvænan landbúnað og velferð dýra verið býsna hávær að undanförnu. Fastir pennar 29. apríl 2011 00:00
Kapp með forsjá Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ákveðið að flytja ekki Landhelgisgæzluna til Suðurnesja að svo stöddu og þar með gengið þvert gegn væntingum heimamanna og rofið þau fyrirheit sem margir töldu að ríkisstjórnin hefði gefið þegar hún fundaði í Reykjanesbæ og lofaði að skoða málið. Þetta er engu að síður rétt ákvörðun. Fastir pennar 28. apríl 2011 06:00
Ógeðfelld vinnubrögð afhjúpuð Meira en 150 saklausir menn frá Afganistan og Pakistan hafa árum saman setið fangelsaðir í fangabúðunum við Guantanamo-flóann á Kúbu án dóms og laga, að því er virðist eingöngu vegna þess að þeir voru fyrir hreina tilviljun staddir á tilteknum stað á tilteknum tíma. Þessir menn eru allt frá kornungum piltum upp í gamalmenni, menn sem aldrei hafa tengst hryðjuverkasamtökum eða komið nálægt hryðjuverkastarfsemi af nokkru tagi. Fastir pennar 27. apríl 2011 11:10
Það kallast einræði Ef ég gæti raðað saman hinni fullkomnu útgáfu af sjálfri mér myndi ég velja mér til sjálfsbótar varir og barm Angelinu Jolie, leggi Gwyneth Paltrow og afturenda Jennifer Lopez. Töluvert hefur borið á óskhyggju af svipuðum toga í pólitískri umræðu undanfarið. Spáin um uppstokkun í flokkakerfinu sem reglulega skýtur upp kollinum hefur tekið að láta á sér kræla og með henni pólitískir dagdraumar um fullkomlega samsetta stjórnmálaflokka. Við kvöldverðarborð um land allt er rifist um hverjum skuli sparka úr þeim flokkum sem nú starfa, hverjum skuli halda og hverja þurfi að færa milli liða. Bakþankar 27. apríl 2011 00:00
Malbik Bifreiðaeign hér á landi er nú orðið talin sjálfsagður þáttur í heimilishaldi, rétt eins og ískápur og eldavél. Fastir pennar 26. apríl 2011 06:00
Aftur kemur vor í dal Snjókorn falla – á allt og alla – og nú er hátíð kærleika og friðar nýliðin. Reyndar ekki hátíðin sem getur um í texta þessa jólalags heldur hin helsta trúarhátíðin, þið vitið, sú sem á að fagna vorkomu, nýgræðingi, sáningu, upprisu þess sem hefur hvílt í moldinni, lengri dögum, bjartari nóttum, vori. Bakþankar 26. apríl 2011 06:00
Sterk staða - mikil ábyrgð Fréttablaðið á tíu ára afmæli í dag. Blaðið var fyrst gefið út 23. apríl árið 2001. Þá voru ekki margir aðrir en aðstandendur blaðsins sem höfðu trú því að útgáfan gæti gengið, eins og Eyjólfur Sveinsson, stofnandi blaðsins, segir frá í viðtali í blaðinu í dag. Fastir pennar 23. apríl 2011 06:00
Smokkur > þvagblaðra Fyrir ekkert svo mörgum ár, þegar ég var ungur og fallegur, hitti ég stelpu og varð rosalega skotinn í henni. Hún varð líka skotin í mér og ekki leið á löngu þar til við vorum byrjuð að staðfesta ást okkar á lostafullan hátt sem ég ætla ekki að lýsa í smáatriðum. Með grunnskólakynfræðsluna í fersku minni taldi ég ekki ráðlegt að gera það án þess ganga úr skugga um að skagfirskt ofursæði mitt myndi ekki barna stúlkuna. Þess vegna notaði ég smokkinn frá upphafi sambandsins. Í fyrstu kláraði ég birgðir sem mér hafði áskotnast hér og þar, en allt í þessum heimi er hverfult og einn af öðrum urðu smokkarnir ónothæfir um leið og þeir uppfylltu tilgang sinn. Þá voru góð ráð dýr. Bakþankar 23. apríl 2011 06:00
Þungum steinum velt Páskafríið er frábært. Fimm frídagar sem er hægt að ganga að sem vísum, ólíkt jólafríinu sem er mjög misjafnlega vinnuveitendavænt, og án streitunnar og gjafakapphlaupsins sem stundum fylgir jólahátíðinni. Nú er tækifærið til að njóta góðra stunda með vinum og fjölskyldu. Fastir pennar 21. apríl 2011 06:00
Nýjar leikreglur, nýr leikur Stjórnarskráin geymir æðstu lög og leikreglur sérhvers lands. Þegar nauðsyn knýr á um breyttar leikreglur svo sem Alþingi og rannsóknarnefnd Alþingis hafa mælt fyrir um, þá búumst við til að breyta leikreglunum ekki til málamynda, heldur beinlínis til að breyta leiknum, til að bæta þjóðfélagið og skila því til afkomenda okkar í betra horfi en áður. Þetta gerist með tvennu móti. Í fyrsta lagi knýr ný stjórnarskrá á um nýja löggjöf á þeim sviðum, þar sem við á, eða breytta framkvæmd laga. Í annan stað opnar ný stjórnarskrá leiðir til dómsmála, þar sem menn geta leitað réttar síns í ljósi nýrra ákvæða í stjórnarskrá. Nýrri stjórnarskrá er ekki ætlað að vera dauður bókstafur, heldur lifandi löggjöf. Fastir pennar 21. apríl 2011 06:00
Skjaldborgin um yfirstéttina Við lifum í heimi sem er oft býsna óréttlátur en það hefur sannað sig að svo einfalt er að réttlæta óréttlætið að þorri heimsbyggðarinnar trúir því að ekkert sé við þessu óréttlæti að gera. Bakþankar 20. apríl 2011 09:00
Hnútur sem þarf að leysa Viðræður atvinnurekenda, verkalýðshreyfingar og stjórnvalda komust í vondan hnút síðastliðinn föstudag þegar kjaraviðræður sigldu í strand. Sjávarútvegsmál voru stærsta ágreiningsefnið en ríkisstjórnin gat ekki sýnt vinnuveitendum á spilin um það hvaða breytingar yrðu gerðar á stjórn fiskveiða. Fastir pennar 19. apríl 2011 09:27
Vel nýtt eða vannýtt? Vinna rannsóknarnefndar Alþingis sem leit dagsins ljós í skýrslunni góðu sem út kom fyrir réttu ári var sannkallað þrekvirki. Skýrslan er stútfull af upplýsingum. Hún varpar skýru ljósi á allar þær brotalamir sem leiddu til falls íslensku bankanna þegar þær komu saman. Þannig er hún einnig vegvísir varðandi brýnar umbætur sem gera þarf bæði í stjórnsýslu og eftirlitskerfi. Á árs afmæli skýrslunnar er eðlilegt að líta um öxl og velta fyrir sér Fastir pennar 18. apríl 2011 06:00
Fjörbrot frekjunnar SA vill ráða fjárlögum. SA telur það vera samningsatriði milli atvinnurekenda og ríkisstjórnar hvernig vegagerð skuli háttað í landinu, stóriðju, virkjanaframkvæmdum, en slíkt skuli ekki ákveðið af fulltrúum sem þjóðin hefur valið í kosningum. Fastir pennar 18. apríl 2011 06:00
Nýr liðsmaður Síðasta vika hefur verið þýðingarmikil fyrir geðsjúklinga um allan heim. Velska leikkonan Catherine Zeta-Jones sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að hún hefði látið leggja sig inn á geðdeild þar sem hún er meðhöndluð við geðhvarfasýki. Geðlækna- og geðhjálparsamtök í Bretlandi hafa fagnað yfirlýsingu leikkonunnar og segja hana tímamótaviðburð sem gagnast muni geðsjúklingum í baráttunni fyrir tilverurétti sínum. Bakþankar 18. apríl 2011 06:00
Sjálfbært atvinnuleysi Mér er sagt að það hafi tekið mörg ár að venja Íslendinga af því að spara. Fátækt fólk fær ekki lán, það þarf að spara. Fastir pennar 15. apríl 2011 06:00
Vantraust á pólitíkina Atkvæðagreiðslan um tillögu Sjálfstæðisflokksins um vantraust á ríkisstjórnina veikti hana en felldi hana ekki. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, varð sá þriðji úr þingflokknum til að ganga úr skaftinu. Meirihluti ríkisstjórnarinnar á þingi er nú orðinn eins naumur og hann getur orðið. Fastir pennar 14. apríl 2011 10:21