Borgiði bara Ólafur Stephensen skrifar 26. apríl 2011 06:00 Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra skipaði á dögunum nefnd til að fjalla um hvernig mætti „efla alifuglarækt með sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna hvað varðar fæðuöryggi, fóðuröflun og umhverfissjónarmið". Nefndin skilaði af sér skýrslu um miðjan mánuðinn og gagnrýndi þá meðal annars að kjúklingaframleiðendur væru of fáir hér á landi og flest bú of nálægt höfuðborgarsvæðinu. Það væri óhagkvæmt með tilliti til nýtingu áburðar frá búunum og sömuleiðis yllu fá og stór bú meiri sýkingarhættu – en kamfýlóbakter- og salmonellusýkingar hafa verið verulegt vandamál í kjúklingaræktinni undanfarin misseri. „Við teljum að búin eigi að vera í minni einingum. Það eykur matvælaöryggið í landinu," sagði Björn Halldórsson, formaður starfshópsins, í samtali við Fréttablaðið um niðurstöður nefndarinnar. „Dreifð framleiðsla um landið hefur einnig áhrif á nærsamfélög. Vilji menn nýta allt landið og halda því í byggð er þetta ein leið til þess." Önnur leið, sem nefndin vill fara til að auka matvælaöryggið í landinu er að framleiða meira innlent fóður ofan í kjúklinga. „Það myndi spara gjaldeyri og gera greinina minna háða innflutningi – með öðrum orðum gera greinina íslenskari en hún er í dag," segir í skýrslunni. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, hafði ýmislegt við þessar niðurstöður að athuga í samtali við Fréttablaðið á skírdag. Hann segist eiga eftir að sjá að það standist atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar að setja hömlur á atvinnurekstur til að fjölga búum og minnka þau. Formaður Neytendasamtakanna bendir jafnframt á þau augljósu sannindi, að vilji menn draga úr fákeppni og efla samkeppni í kjúklingaframleiðslu, liggur beint við að lækka tolla og ýta þannig undir innflutning á kjúklingi. Nefnd landbúnaðarráðherra vann raunar það afrek að fjalla um kjúklingaræktina án þess að nefna einu orði hvaða áhrif lægri tollar og minni innflutningshöft gætu haft á greinina og hag neytenda. Það er ekki síðra afrek að sleppa því að fjalla um hvaða áhrif breytingarnar, sem nefndin vill gera, gætu haft á verð afurðanna. Formaður nefndarinnar viðurkenndi reyndar í samtali við Fréttablaðið að tillögur nefndarinnar myndu þýða hækkun á vöruverði. Er það eitthvað sem neytendur eiga bara að sætta sig við? Eiga þeir glaðir að borga fyrir byggðastefnu, nýjan markað kornbænda og áframhaldandi vernd greinarinnar fyrir útlendri samkeppni, svo nokkur af áhugamálum landbúnaðarráðherra séu nefnd? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra skipaði á dögunum nefnd til að fjalla um hvernig mætti „efla alifuglarækt með sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna hvað varðar fæðuöryggi, fóðuröflun og umhverfissjónarmið". Nefndin skilaði af sér skýrslu um miðjan mánuðinn og gagnrýndi þá meðal annars að kjúklingaframleiðendur væru of fáir hér á landi og flest bú of nálægt höfuðborgarsvæðinu. Það væri óhagkvæmt með tilliti til nýtingu áburðar frá búunum og sömuleiðis yllu fá og stór bú meiri sýkingarhættu – en kamfýlóbakter- og salmonellusýkingar hafa verið verulegt vandamál í kjúklingaræktinni undanfarin misseri. „Við teljum að búin eigi að vera í minni einingum. Það eykur matvælaöryggið í landinu," sagði Björn Halldórsson, formaður starfshópsins, í samtali við Fréttablaðið um niðurstöður nefndarinnar. „Dreifð framleiðsla um landið hefur einnig áhrif á nærsamfélög. Vilji menn nýta allt landið og halda því í byggð er þetta ein leið til þess." Önnur leið, sem nefndin vill fara til að auka matvælaöryggið í landinu er að framleiða meira innlent fóður ofan í kjúklinga. „Það myndi spara gjaldeyri og gera greinina minna háða innflutningi – með öðrum orðum gera greinina íslenskari en hún er í dag," segir í skýrslunni. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, hafði ýmislegt við þessar niðurstöður að athuga í samtali við Fréttablaðið á skírdag. Hann segist eiga eftir að sjá að það standist atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar að setja hömlur á atvinnurekstur til að fjölga búum og minnka þau. Formaður Neytendasamtakanna bendir jafnframt á þau augljósu sannindi, að vilji menn draga úr fákeppni og efla samkeppni í kjúklingaframleiðslu, liggur beint við að lækka tolla og ýta þannig undir innflutning á kjúklingi. Nefnd landbúnaðarráðherra vann raunar það afrek að fjalla um kjúklingaræktina án þess að nefna einu orði hvaða áhrif lægri tollar og minni innflutningshöft gætu haft á greinina og hag neytenda. Það er ekki síðra afrek að sleppa því að fjalla um hvaða áhrif breytingarnar, sem nefndin vill gera, gætu haft á verð afurðanna. Formaður nefndarinnar viðurkenndi reyndar í samtali við Fréttablaðið að tillögur nefndarinnar myndu þýða hækkun á vöruverði. Er það eitthvað sem neytendur eiga bara að sætta sig við? Eiga þeir glaðir að borga fyrir byggðastefnu, nýjan markað kornbænda og áframhaldandi vernd greinarinnar fyrir útlendri samkeppni, svo nokkur af áhugamálum landbúnaðarráðherra séu nefnd?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun