Faðmlag öfganna Davíð Þór Jónsson skrifar 16. apríl 2011 07:00 Stundum er sagt – og það með allnokkrum sanni – að öfgarnar mætist. Þegar kemur að pólitík birtist þetta einkum í því að öfgamenn til hægri og vinstri virðast gjarnan eiga mun meira sameiginlegt en hófsamir vinstri- og hægrimenn. Þetta eru einkum alræðistilburðir, forræðishyggja og andúð á mannréttindum. Því er ég að velta þessu fyrir mér að í nýlegri atkvæðagreiðslu á Alþingi drógu þingmenn upp nokkuð skýra mynd af því hvernig hinu pólitíska landslagi er háttað í þingsölum um þessar mundir. Þar var m.a. hlaupist undan merkjum vegna afstöðu ríkisstjórnarinnar til Evrópusambandsins. Hún er, skilst mér, sú að þjóðin skuli ákveða hvort landið tilheyri ESB eða ekki. Við þetta geta sumir ekki sætt sig og finnst það allt of mikil þjónkun við ESB að þjóðinni, sem treysti þeim fyrir þingsæti, skuli treyst til að taka slíka ákvörðun. Nú í vikunni tókst flokksþingi Framsóknarflokksins naumlega að sigrast á þessum lýðræðisótta með því að samþykkja ekki að viðræðum skyldi strax hætt. Það var, að mínu mati, vel af sér vikið. Það hvernig þingstyrkur Framsóknarflokksins hefur þróast undanfarna áratugi gefur fólki þar á bæ nefnilega litla ástæðu til að hafa neitt sérstakt dálæti á lýðræðinu. En þennan styrk hafa sumir greinilega ekki til að bera. Þessi ríkisstjórn mun ekki taka ákvörðun um Evrópusambandsaðild. Hún hefur ekki vald til þess. Það vald er þjóðarinnar einnar. Og þá ákvörðun mun þjóðin taka fyrr eða síðar, hvort sem einhverjum líkar það betur eða verr. Feli stjórnvöld henni það ekki mun hún knýja fram rétt sinn til þess. Hver ákvörðunin síðan verður er aukaatriði í þessu samhengi. Nú ríður á að byggja upp og það verður ekki gert með neinum traustvekjandi hætti í skugga algjörrar óvissu um aðild – af eða á – í náinni framtíð. Það segir sína sögu um lýðræðisótta Evrópusambandsandstæðinga að þeir skuli ekki treysta þjóðinni til að hafna aðildinni, í ljósi þess hve augljóst skaðræði þeir telja hana. Það segir líka sitt um trú þeirra sem hlynntir eru aðild að þeir skuli knýja á um að ákvörðunin verði tekin sem fyrst, þótt skoðanakannanir gefi þeim núna litla ástæðu til bjartsýni. Verst að ekki skuli vera til gott orð í íslensku um þá pólitísku hugsjón að stjórnvöldum sé betur treystandi fyrir hagsmunum fólks en lýðnum. Jú, annars ... orðið er til. Það er „fasismi“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Stundum er sagt – og það með allnokkrum sanni – að öfgarnar mætist. Þegar kemur að pólitík birtist þetta einkum í því að öfgamenn til hægri og vinstri virðast gjarnan eiga mun meira sameiginlegt en hófsamir vinstri- og hægrimenn. Þetta eru einkum alræðistilburðir, forræðishyggja og andúð á mannréttindum. Því er ég að velta þessu fyrir mér að í nýlegri atkvæðagreiðslu á Alþingi drógu þingmenn upp nokkuð skýra mynd af því hvernig hinu pólitíska landslagi er háttað í þingsölum um þessar mundir. Þar var m.a. hlaupist undan merkjum vegna afstöðu ríkisstjórnarinnar til Evrópusambandsins. Hún er, skilst mér, sú að þjóðin skuli ákveða hvort landið tilheyri ESB eða ekki. Við þetta geta sumir ekki sætt sig og finnst það allt of mikil þjónkun við ESB að þjóðinni, sem treysti þeim fyrir þingsæti, skuli treyst til að taka slíka ákvörðun. Nú í vikunni tókst flokksþingi Framsóknarflokksins naumlega að sigrast á þessum lýðræðisótta með því að samþykkja ekki að viðræðum skyldi strax hætt. Það var, að mínu mati, vel af sér vikið. Það hvernig þingstyrkur Framsóknarflokksins hefur þróast undanfarna áratugi gefur fólki þar á bæ nefnilega litla ástæðu til að hafa neitt sérstakt dálæti á lýðræðinu. En þennan styrk hafa sumir greinilega ekki til að bera. Þessi ríkisstjórn mun ekki taka ákvörðun um Evrópusambandsaðild. Hún hefur ekki vald til þess. Það vald er þjóðarinnar einnar. Og þá ákvörðun mun þjóðin taka fyrr eða síðar, hvort sem einhverjum líkar það betur eða verr. Feli stjórnvöld henni það ekki mun hún knýja fram rétt sinn til þess. Hver ákvörðunin síðan verður er aukaatriði í þessu samhengi. Nú ríður á að byggja upp og það verður ekki gert með neinum traustvekjandi hætti í skugga algjörrar óvissu um aðild – af eða á – í náinni framtíð. Það segir sína sögu um lýðræðisótta Evrópusambandsandstæðinga að þeir skuli ekki treysta þjóðinni til að hafna aðildinni, í ljósi þess hve augljóst skaðræði þeir telja hana. Það segir líka sitt um trú þeirra sem hlynntir eru aðild að þeir skuli knýja á um að ákvörðunin verði tekin sem fyrst, þótt skoðanakannanir gefi þeim núna litla ástæðu til bjartsýni. Verst að ekki skuli vera til gott orð í íslensku um þá pólitísku hugsjón að stjórnvöldum sé betur treystandi fyrir hagsmunum fólks en lýðnum. Jú, annars ... orðið er til. Það er „fasismi“.