Vel nýtt eða vannýtt? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 18. apríl 2011 06:00 Vinna rannsóknarnefndar Alþingis sem leit dagsins ljós í skýrslunni góðu sem út kom fyrir réttu ári var sannkallað þrekvirki. Skýrslan er stútfull af upplýsingum. Hún varpar skýru ljósi á allar þær brotalamir sem leiddu til falls íslensku bankanna þegar þær komu saman. Þannig er hún einnig vegvísir varðandi brýnar umbætur sem gera þarf bæði í stjórnsýslu og eftirlitskerfi. Á árs afmæli skýrslunnar er eðlilegt að líta um öxl og velta fyrir sér hversu vel skýrslan hefur verið nýtt. Sömuleiðis liggur beint við að horfa fram á veginn og spá í það hvernig við munum sjá innihald skýrslunnar notað á komandi mánuðum og misserum, ekki síst til að bæta stjórnsýslu og eftirlit með fjármálastofnunum. Lengi var beðið eftir útkomu skýrslunnar á sínum tíma og sumir óttuðust að afraksturinn yrði máttlítill meðan aðrir bundu vonir við að útkoma hennar myndi marka nýtt upphaf í íslensku samfélagi. Þegar biðin var á enda kom í ljós að skýrslan stóð svo sannarlega undir væntingum. Þar er gengið hreint til verks og hlutirnir sagðir tæpitungulaust og meira að segja á nokkuð kjarnyrtu máli. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var í raun staðfest með mjög sannfærandi hætti það sem margir höfðu talið og haldið fram, að í aðdraganda hrunsins brást nánast allt sem brugðist gat. Stjórnendur og eigendur bankanna voru engan veginn ábyrgð sinni vaxnir og stjórnsýsla og eftirlitsstofnanir of veikar til að stöðva þá þróun í átt til glötunar sem átti sér stað innan bankanna. Enn sem komið er er ekki hægt að segja að skýrslan hafi markað nýtt upphaf í íslensku samfélagi. Hún hefur þó áreiðanlega verið betur nýtt í stjórnsýslunni en virðast kann í fyrstu. Upplýsingar úr skýrslu rannsóknarnefndar voru til dæmis nýttar við undirbúning frumvarps til laga um Stjórnarráð Íslands sem forsætisráðherra lagði fram í vikunni sem leið. Siðareglur ráðherra litu dagsins ljós í síðasta mánuði, svo tvö nýleg dæmi séu tekin af stjórnsýsluumbótum þar sem áhrifa rannsóknarskýrslunnar gætir. Stjórnvöld þurfa að huga að því að miðla með markvissari og skilvirkari hætti til almennings hvar og á hvern hátt skýrsla rannsóknarnefndar er nýtt við umbætur á stjórnsýslunni. Það er óþarfi að almenningur fái þá tilfinningu að skýrslunni hafi verið stungið undir stól þegar svo er ekki. Rannsóknarskýrslan er viðamikið verk. Hún er að mörgu leyti aðgengilegt plagg ef frá er talin lengdin, sem auðvitað er mikil. Mörgum finnst kannski ekki nægilega mikið hafa breyst á því ári sem liðið er frá því að skýrslan leit dagsins ljós. Áreiðanlega má færa fyrir því rök að umbætur hefðu getað verið hraðari og sýnilegri. Mest er þó um um vert að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verði áfram virkt afl í umbótum á íslensku samfélagi. Efni hennar og innihald má aldrei falla í gleymsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Vinna rannsóknarnefndar Alþingis sem leit dagsins ljós í skýrslunni góðu sem út kom fyrir réttu ári var sannkallað þrekvirki. Skýrslan er stútfull af upplýsingum. Hún varpar skýru ljósi á allar þær brotalamir sem leiddu til falls íslensku bankanna þegar þær komu saman. Þannig er hún einnig vegvísir varðandi brýnar umbætur sem gera þarf bæði í stjórnsýslu og eftirlitskerfi. Á árs afmæli skýrslunnar er eðlilegt að líta um öxl og velta fyrir sér hversu vel skýrslan hefur verið nýtt. Sömuleiðis liggur beint við að horfa fram á veginn og spá í það hvernig við munum sjá innihald skýrslunnar notað á komandi mánuðum og misserum, ekki síst til að bæta stjórnsýslu og eftirlit með fjármálastofnunum. Lengi var beðið eftir útkomu skýrslunnar á sínum tíma og sumir óttuðust að afraksturinn yrði máttlítill meðan aðrir bundu vonir við að útkoma hennar myndi marka nýtt upphaf í íslensku samfélagi. Þegar biðin var á enda kom í ljós að skýrslan stóð svo sannarlega undir væntingum. Þar er gengið hreint til verks og hlutirnir sagðir tæpitungulaust og meira að segja á nokkuð kjarnyrtu máli. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var í raun staðfest með mjög sannfærandi hætti það sem margir höfðu talið og haldið fram, að í aðdraganda hrunsins brást nánast allt sem brugðist gat. Stjórnendur og eigendur bankanna voru engan veginn ábyrgð sinni vaxnir og stjórnsýsla og eftirlitsstofnanir of veikar til að stöðva þá þróun í átt til glötunar sem átti sér stað innan bankanna. Enn sem komið er er ekki hægt að segja að skýrslan hafi markað nýtt upphaf í íslensku samfélagi. Hún hefur þó áreiðanlega verið betur nýtt í stjórnsýslunni en virðast kann í fyrstu. Upplýsingar úr skýrslu rannsóknarnefndar voru til dæmis nýttar við undirbúning frumvarps til laga um Stjórnarráð Íslands sem forsætisráðherra lagði fram í vikunni sem leið. Siðareglur ráðherra litu dagsins ljós í síðasta mánuði, svo tvö nýleg dæmi séu tekin af stjórnsýsluumbótum þar sem áhrifa rannsóknarskýrslunnar gætir. Stjórnvöld þurfa að huga að því að miðla með markvissari og skilvirkari hætti til almennings hvar og á hvern hátt skýrsla rannsóknarnefndar er nýtt við umbætur á stjórnsýslunni. Það er óþarfi að almenningur fái þá tilfinningu að skýrslunni hafi verið stungið undir stól þegar svo er ekki. Rannsóknarskýrslan er viðamikið verk. Hún er að mörgu leyti aðgengilegt plagg ef frá er talin lengdin, sem auðvitað er mikil. Mörgum finnst kannski ekki nægilega mikið hafa breyst á því ári sem liðið er frá því að skýrslan leit dagsins ljós. Áreiðanlega má færa fyrir því rök að umbætur hefðu getað verið hraðari og sýnilegri. Mest er þó um um vert að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verði áfram virkt afl í umbótum á íslensku samfélagi. Efni hennar og innihald má aldrei falla í gleymsku.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun