Skúrkurinn mætti í viðtal og baðst afsökunar: Vill nú vera áfram hjá félaginu David Luiz, varnarmaður Arsenal, átti allt annað en góðan dag í gær er enski fótboltinn snéri aftur. Arsenal mætti Manchester City á útivelli og tapaði 3-0 eftir m.a. tvö mistök frá Luiz. Enski boltinn 18. júní 2020 12:00
Sumarhreinsun hjá Klopp til þess að kaupa tvo leikmenn Wolves? Enskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, íhugi nú að losa sig við allt að sex leikmenn til þess að safna pening fyrir leikmannakaupum í sumar. Enski boltinn 18. júní 2020 11:30
Chelsea staðfestir komu Werner sem kemur í júlí Chelsea staðfesti í morgun að félagið hafi keypt framherjann Timo Werner en hann kemur til félagsins frá RB Leipzig í Þýskalandi. Lengi var talið að Werner myndi ganga í raðir Liverpool en nú hefur hann samið við Lundúnarliðið. Enski boltinn 18. júní 2020 09:09
Engin mistök komið upp í 9000 leikjum en gæti nú kostað Sheffield United sæti í Meistaradeild Evrópu Svo gæti farið að tæknileg mistök í leik Sheffield United og Aston Villa kosti fyrrnefnda liðið sæti í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn 18. júní 2020 08:30
Ótrúlegur munur á tölfræði Luiz frá því hann færði sig úr bláu yfir í rautt Varnarmaðurinn David Luiz átti slæman leik er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í gær. Enski boltinn 18. júní 2020 07:30
Svipti Danann fyrirliðabandinu Pierre-Emile Højberg hefur verið sviptur fyrirliðabandinu hjá Southampton en þetta staðfesti Ralph Hasenhüttl, stjóri Southampton, á blaðamannafundi í dag. Enski boltinn 17. júní 2020 22:00
David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. Enski boltinn 17. júní 2020 21:15
Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. Enski boltinn 17. júní 2020 19:00
Sky mun nota tölvuleikjahljóð til að skapa stemningu á leikjunum í enska boltanum Hróp og köll stuðningsmanna úr tölvuleiknum FIFA verður notað í útsendingum Sky Sports frá ensku úrvalsdeildinni en enski boltinn fer aftur að rúlla í kvöld eftir þriggja mánaða hlé. Enski boltinn 17. júní 2020 16:00
„Hann veit allt um okkur“ Enski boltinn fer að rúlla í kvöld eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar og í kvöld er það stórleikur Manchester City og Arsenal sem er á dagskránni. Enski boltinn 17. júní 2020 14:31
Neitar að framlengja um einn mánuð til að hjálpa liðinu í fallbaráttu Ryan Fraser hefur neitað að framlengja samning sinn við Bournemoth um einn mánuð en núverandi samningur hans rennur út 30. júní. Enski boltinn 17. júní 2020 11:03
Segir að Gomes verði ekki í vandræðum með að spila gegn Liverpool: Byrjar hann á kostnað Gylfa? Carlo Ancelotti, stjóri Everton, hefur greint frá því að Andre Gomes verð klár í slgainn á sunnudaginn er Everton mætir grönnum sínum í Liverpool er enski úrvalsdeildin fer aftur af stað. Enski boltinn 17. júní 2020 10:00
Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. Enski boltinn 16. júní 2020 14:15
Sextán stuðningsmenn frá hverju liði verða í beinni á öllum leikjum í enska Enska úrvalsdeildin ætlar að fara dönsku leiðina til að lífga upp á útsendingar frá tómum leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 16. júní 2020 11:30
Rashford neitar að gefast upp og ætlar að halda áfram að þrýsta á ríkisstjórnina Marcus Rashford hefur látið til sín taka í málefnum fátækra í Englandi og biðlar til ríkisstjórnar landsins að endurskoða ákvörðun sína varðandi matarmiða barna. Enski boltinn 16. júní 2020 11:00
Þurfa að skipta um stöð til að geta séð allan leikinn með Gylfa og félögum Breska ríkisútvarpið var í svolitlum vandræðum með að koma leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir í dagskránni sinni. Enski boltinn 16. júní 2020 09:30
Ólíklegt að Pogba byrji gegn Tottenham | Passar hann í liðið með Bruno? Talið er ólíklegt að Paul Pogba verði í byrjunarliði Manchester United þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. Enski boltinn 15. júní 2020 17:30
Segir að Henderson verði aðalmarkvörður Man Utd og enska landsliðsins þegar fram líða stundir Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, segir að Dean Henderson verði aðalmarkvörður liðsins sem og enska landsliðsins þegar fram líða stundir. Enski boltinn 15. júní 2020 15:30
Einn samkynhneigður eða tvíkynhneigður í hverju liði Troy Deeney, fyrirliði Watford, segir að sennilega sé að minnsta kosti einn samkynhneigður eða tvíkynhneigður leikmaður í hverju fótboltaliði og að nú sé betra en nokkru sinni fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. Enski boltinn 15. júní 2020 10:05
Sýna fram á að Liverpool eigi ekki skilið að vera á toppnum Liverpool hefur verið með yfirburðarlið í ensku úrvalsdeildinni í vetur eða hvað? Tölfræði leikjanna sýnir ekki þessa yfirburði lærisveina Jürgen Klopp. Enski boltinn 15. júní 2020 09:30
Tveir í ensku úrvalsdeildinni greindust með veiruna Það eru aðeins nokkrir dagar í endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar en tveir einstaklingar til viðbótar innan hennar hafa nú greinst með veiruna. Enski boltinn 14. júní 2020 07:30
McManaman telur bikarafhendingu fyrir framan tóma stúku mikil vonbrigði Fyrrum leikmaður Liverpool telur að það yrðu mikil vonbrigði ef færi eins og allt bendir til, að titilfögnuður Liverpool verði fyrir framan tóma áhorfendastúku. Enski boltinn 13. júní 2020 17:30
Engin nöfn aftan á búningum leikmanna þegar enska úrvalsdeildin snýr aftur Ljóst er að nöfn leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar munu ekki vera aftan á búningum leikmanna í ensku úrvalsdeildinni þegar deildin snýr aftur. Enski boltinn 13. júní 2020 15:45
Man Utd og Tottenham töpuðu bæði í undirbúningi sínum fyrir komandi leik liðanna Ensku úrvalsdeildarfélögin léku bæði æfingaleiki í gær og máttu þau þola tap gegn Norwich City og West Bromwich Albion. Enski boltinn 13. júní 2020 10:45
Aldrei rætt við Man. Utd um Ansu Fati Spænska blaðið Sport fullyrti í gær að Barcelona hefði hafnað 100 milljóna evru tilboði Manchester United í 17 ára ungstirnið Ansu Fati, en að United ætlaði sér að leggja fram hærra tilboð. Enski boltinn 12. júní 2020 20:00
Græða miklu meira en milljarð á leikmanni sem spilaði aldrei fyrir félagið Chelsea hefur átt króatíska Mario Pasalic í sex ár en er nú að selja hann og það fyrir fínan hagnað. Enski boltinn 12. júní 2020 12:30
Gætu endað á því að fagna titlinum á bílastæðinu á Goodison Park Ensku úrvalsdeildarliðin þurfa að fara eftir hinum ýmsu reglum stjórnvalda, um kórónuveiruna, en enski boltinn fer aftur af stað á miðvikudaginn 17. júní, sjálfan þjóðhátíðardaginn. Enski boltinn 12. júní 2020 11:30
Skipta nöfnum leikmanna í enska út fyrir „Black Lives Matter“ Það verða tvær áberandi breytingar á keppnistreyjum leikmanna þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað 17. júní næstkomandi. Enski boltinn 12. júní 2020 08:47
Gamla Íslendingaliðið með jafn marga eigendur og sigurleiki á árinu 2020 Það hefur mikið gengið á hjá Charlton á árinu 2020 en liðinu hefur gengið skelfilega í ensku B-deildinni það sem af er leiktíð. Liðið er í 22. sæti, tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni á næstu leiktíð. Enski boltinn 11. júní 2020 17:00