„Besti dagur lífs míns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 08:00 Emile Smith Rowe fagnar marki sínu á móti Tottenham í gær. EPA-EFE/Facundo Arrizabalaga Emile Smith Rowe var kátur eftir 3-1 sigur Arsenal á nágrönnum sínum í Tottenham í Norður-London slagnum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Arsenal byrjaði tímabilið ekki vel en hefur nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið fór á kostum á móti Tottenham í gær og komst í 3-0 eftir aðeins 34 mínútna leik. Arsenal er nú komið upp fyrir Tottenham í töflunni. Hinn ungi Emile Smith Rowe átti frábæran leik í gær en hann skoraði fyrsta markið og lagði upp annað markið fyrir Piere-Emerick Aubameyang. Annar ungur strákur, Bukayo Saka, skoraði síðan þriðja markið og eftir það voru úrslitin ráðin. Best day of my life! pic.twitter.com/kAoOgoo9QK— Emile Smith Rowe (@emilesmithrowe) September 26, 2021 Smith Rowe sagði í viðtölum eftir leikinn að hann hafi verið að upplifa æskudrauminn sinn með því að skora á móti Tottenham. „Þetta er besti dagur lífs míns. Ég hef alltaf dreymt um að skora fyrir Arsenal á móti Tottenham fyrir framan fjölskyldu mína. Það rættist í dag og það er ekki til betri tilfinning,“ sagði Emile Smith Rowe. Ef að það hefur eitthvað vantað upp á í leik hins unga Smith Rowe þá var það að klára betur færin sín en strákurinn segist hafa unnið markvisst í því. „Já þetta snýst mikið um tímasetningu og ég hef verið að æfa þetta mikið á æfingum. Mér fannst þetta ganga vel hjá mér í dag og ég er rosalega ánægður með markið,“ sagði Smith Rowe. Smith Rowe var líka ánægður með það sem knattspyrnustjórinn Mikel Arteta sagði við þá fyrir leikinn. Emile Smith Rowe admits Arsenal heroics in win over Tottenham is "best day of my life"https://t.co/2Xpqrqss6E pic.twitter.com/tencVUi9oq— Mirror Football (@MirrorFootball) September 26, 2021 „Hann sagði okkur ungu strákunum að halda ró okkar. Við erum ungir og mættir í risaleik en hann hvetur okkur mikið og gefur okkur sjálfstraust,“ sagði Smith Rowe. „Það er ekki bara stjórinn heldur einnig hinir leikmennirnir í liðinu. Þeir gefa okkur ungu guttunum mikið sjálfstraust. Það er því auðveldara fyrir okkur að stíga inn á völlinn,“ sagði Smith Rowe. Emile Smith Rowe var þarna að skora sitt fyrsta deildamark á tímabilinu og sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni síðan að hann skoraði í tveimur leikjum í röð með þriggja daga millibili í maí. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Arsenal byrjaði tímabilið ekki vel en hefur nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið fór á kostum á móti Tottenham í gær og komst í 3-0 eftir aðeins 34 mínútna leik. Arsenal er nú komið upp fyrir Tottenham í töflunni. Hinn ungi Emile Smith Rowe átti frábæran leik í gær en hann skoraði fyrsta markið og lagði upp annað markið fyrir Piere-Emerick Aubameyang. Annar ungur strákur, Bukayo Saka, skoraði síðan þriðja markið og eftir það voru úrslitin ráðin. Best day of my life! pic.twitter.com/kAoOgoo9QK— Emile Smith Rowe (@emilesmithrowe) September 26, 2021 Smith Rowe sagði í viðtölum eftir leikinn að hann hafi verið að upplifa æskudrauminn sinn með því að skora á móti Tottenham. „Þetta er besti dagur lífs míns. Ég hef alltaf dreymt um að skora fyrir Arsenal á móti Tottenham fyrir framan fjölskyldu mína. Það rættist í dag og það er ekki til betri tilfinning,“ sagði Emile Smith Rowe. Ef að það hefur eitthvað vantað upp á í leik hins unga Smith Rowe þá var það að klára betur færin sín en strákurinn segist hafa unnið markvisst í því. „Já þetta snýst mikið um tímasetningu og ég hef verið að æfa þetta mikið á æfingum. Mér fannst þetta ganga vel hjá mér í dag og ég er rosalega ánægður með markið,“ sagði Smith Rowe. Smith Rowe var líka ánægður með það sem knattspyrnustjórinn Mikel Arteta sagði við þá fyrir leikinn. Emile Smith Rowe admits Arsenal heroics in win over Tottenham is "best day of my life"https://t.co/2Xpqrqss6E pic.twitter.com/tencVUi9oq— Mirror Football (@MirrorFootball) September 26, 2021 „Hann sagði okkur ungu strákunum að halda ró okkar. Við erum ungir og mættir í risaleik en hann hvetur okkur mikið og gefur okkur sjálfstraust,“ sagði Smith Rowe. „Það er ekki bara stjórinn heldur einnig hinir leikmennirnir í liðinu. Þeir gefa okkur ungu guttunum mikið sjálfstraust. Það er því auðveldara fyrir okkur að stíga inn á völlinn,“ sagði Smith Rowe. Emile Smith Rowe var þarna að skora sitt fyrsta deildamark á tímabilinu og sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni síðan að hann skoraði í tveimur leikjum í röð með þriggja daga millibili í maí.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira