Segir að Zlatan hafi næstum brotið á sér olnbogann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2021 07:31 Örskömmu síðar small boltinn í olnboganum á Tom Heaton. Getty Images Manchester United og Burnley skildu jöfn 0-0 í ensku úrvalsdeildinni þann 29. október 2016. Tom Heaton, markvörður Burnley þann daginn, hefur nú staðfest að hann hafi næstum brotið á sér olnbogann er hann varði skot Zlatan Ibrahimović í leiknum. Heaton hóf ferilinn hjá Manchester United en fékk aldrei tækifæri með aðalliðinu. Eftir að hafa leikið með Swindon Town, Cardiff City, Rochdale, Wycombe Wanderers, Bristol City, Burnley og Aston Villa er markvörðurinn genginn aftur í raðir Man United. Hann var í opinberu hlaðvarpi félagsins að ræða leikinn fræga í október 2016 þar sem Heaton átti stórleik. Alls varði hann 11 skot í leiknum, þar á meðal þrumuskot sænska framherjans sem var nálægt því að brjóta olnbogann á Heaton, að eigin sögn. „Fólk spyr mig hvort ég hafi gert eitthvað öðruvísi fyrir þennan leik en svo var ekki. Undirbúningurinn var sá sami og alltaf. Það var auðvitað einstök tilfinning að snúa aftur á Old Trafford og mögulega gaf það mér byr undir báða vængi,“ sagði Heaton í hlaðvarpi Manchester United nýverið. „Ég man mjög vel eftir þessum leik. Við vörðumst í 90 mínútur og þeir áttu 39 skot í leiknum. Ég átti nokkrar fínar markvörslur og varslan gegn Zlatan var ein af þeim. Ég mun aldrei gleyma henni. Olnboginn á mér var í henglum eftir á,“ sagði Heaton um vörsluna sem sjá má hér. Tom Heatons save from Ibrahimovic is in my opinion one of the best in @premierleague history. Just saying!— Peter Schmeichel (@Pschmeichel1) October 29, 2016 Hinn vingjarnlegri Juan Mata kom til Heaton eftir að markvörðurinn lagðist í grasið og sagði honum að halda áfram með leikinn því það væri ekkert að honum. „Ég get lofað honum að ég var ekki að plata,“ sagði Heaton að endingu og hló. Þeir tveir eru liðsfélagar hjá Man Utd í dag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Heaton hóf ferilinn hjá Manchester United en fékk aldrei tækifæri með aðalliðinu. Eftir að hafa leikið með Swindon Town, Cardiff City, Rochdale, Wycombe Wanderers, Bristol City, Burnley og Aston Villa er markvörðurinn genginn aftur í raðir Man United. Hann var í opinberu hlaðvarpi félagsins að ræða leikinn fræga í október 2016 þar sem Heaton átti stórleik. Alls varði hann 11 skot í leiknum, þar á meðal þrumuskot sænska framherjans sem var nálægt því að brjóta olnbogann á Heaton, að eigin sögn. „Fólk spyr mig hvort ég hafi gert eitthvað öðruvísi fyrir þennan leik en svo var ekki. Undirbúningurinn var sá sami og alltaf. Það var auðvitað einstök tilfinning að snúa aftur á Old Trafford og mögulega gaf það mér byr undir báða vængi,“ sagði Heaton í hlaðvarpi Manchester United nýverið. „Ég man mjög vel eftir þessum leik. Við vörðumst í 90 mínútur og þeir áttu 39 skot í leiknum. Ég átti nokkrar fínar markvörslur og varslan gegn Zlatan var ein af þeim. Ég mun aldrei gleyma henni. Olnboginn á mér var í henglum eftir á,“ sagði Heaton um vörsluna sem sjá má hér. Tom Heatons save from Ibrahimovic is in my opinion one of the best in @premierleague history. Just saying!— Peter Schmeichel (@Pschmeichel1) October 29, 2016 Hinn vingjarnlegri Juan Mata kom til Heaton eftir að markvörðurinn lagðist í grasið og sagði honum að halda áfram með leikinn því það væri ekkert að honum. „Ég get lofað honum að ég var ekki að plata,“ sagði Heaton að endingu og hló. Þeir tveir eru liðsfélagar hjá Man Utd í dag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira