Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Rangnick-á­hrifin ekki lengi að láta á sér kræla

    Ralf Rangnick var ekki lengi að setja mark sitt á Manchester United. Liðið lagði Crystal Palace 1-0 á Old Trafford í gær í fyrsta leik Þjóðverjans með liðið. Þar gerðist nokkuð sem hefur ekki gerst síðan Sir Alex Ferguson var þjálfari liðsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Klopp: „Origi er goðsögn“

    Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Við gerðum of mörg mis­tök

    Thomas Tuchel var sár og svekktur er hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-2 tap sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Honum fannst frammistaðan þó ekki alslæm.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Segir Rangnick hafa brunnið út þegar hann átti að vera nálgast há­tind þjálfara­ferilsins

    Raphael Hongistein, einn af fróðustu mönnum veraldar er kemur að þýskri knattspyrnu, telur að mögulega hafi Ralf Rangnick, nýráðinn þjálfari Manchester United, ekki nægilegan tíma til stefnu til að fullmóta liðið eftir sínu höfði. Þá segir hann Rangnick hafa brunnið út árið 2011 er hann var við það að gera Schalke 04 að stórliði.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ronaldo fyrstur í 800 mörk

    Cristiano Ronaldo gerði sér lítið fyrir og skoraði sitt 800. mark á ferlinum í 3-2 sigri Manchester United gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Segir sína menn hafa stolið þremur stigum

    Thomas Tuchel, þjálfari toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar, sagði sína menn í Chelsea hafa verið einkar heppna í 2-1 sigri þeirra á Watford í kvöld. Tuchel gekk svo langt að segja að lið hans hafi rænt stigunum þremur í kvöld.

    Fótbolti