Casemiro bjargaði stigi gegn Chelsea Casemiro reyndist hetja Manchester United er hann bjargaði stigi fyrir liðið með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma gegn Chelsea í kvöld. Jorginho virtist hafa tryggt heimamönnum sigurinn stuttu fyrir lok venjulegs leiktíma, en Brasilíumaðurinn sá til þess að niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Enski boltinn 22. október 2022 18:28
Everton vann sannfærandi sigur Evrerton heldur áfram að mjaka sér upp töfluna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla en liðið bar 3-0 sigur úr býtum þegar liðið fékk Crystal Palace í heimsókn á Goodison Park í 11. umferð deildarinnar í dag. Fótbolti 22. október 2022 16:29
Leik lokið: Man. City - Brighton 3-1 | Haaland heldur áfram að raða inn mörkum Manchester City minnkaði forskot Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í eitt stig með 3-1 sigri sínum gegn Brighton í 11. umferð deildarinnar á Etihad í dag. Enski boltinn 22. október 2022 16:06
Klopp: Fengum nógu mörg færi til að vinna Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði lið sitt hafa fengið nógu mörg færi til þess að fá stig úr heimsókn sinni á City Ground í dag. Fótbolti 22. október 2022 14:00
Leik lokið: Nott. For - Liverpool 1-0 | Liverpool slegið niður á jörðina á City Ground Liverpool laut í lægra haldi með einu marki gegn engu þegar liðið heimsótti nýliða Nottingham Forest í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar á City Ground í dag. Enski boltinn 22. október 2022 13:24
Núnez og Thiago fjarri góðu gamni á City Ground Darwin Núnez og Thiago Alcantara eru ekki í leikmannahópi Liverpool sem etur kappi við Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla á City Ground í Nottingham í hádeginu dag. Fótbolti 22. október 2022 11:13
Erik ten Hag býst ekki við að Ronaldo fari í janúar Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, ræddi málefni portúgalska framherjans Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla sem fram fer á Stamford Bridge síðdegis í dasg. Fótbolti 22. október 2022 10:13
Gerrard rýfur þögnina Steven Gerrard tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega eftir brottreksturinn frá Aston Villa en Gerrard bað alla stuðningsmenn Villa afsökunar á frammistöðu liðsins undanfarið. Fótbolti 22. október 2022 07:01
Man. United liðið miklu betra án Ronaldo Cristiano Ronaldo var hent út úr leikmannahópi Manchester United í gær eftir barnalega hegðun sína á sigurleiknum á móti Tottenham í vikunni. Enski boltinn 21. október 2022 15:00
Braut reglur með því að taka af sér legghlífarnar Saïd Benrahma, leikmaður West Ham United, braut reglur þegar hann spilaði án legghlífa í leiknum gegn Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 21. október 2022 12:00
Ten Hag staðfestir að Ronaldo vildi ekki koma inn á Cristiano Ronaldo neitaði að koma inn á sem varamaður í leik Manchester United og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. Enski boltinn 21. október 2022 10:57
Darwin Nunez er sá fljótasti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Ef einhver leikmaður Liverpool hefur verið gerður að blórböggli fyrir slaka byrjun liðsins þá er það nýi framherjinn Darwin Nunez. Enski boltinn 21. október 2022 10:00
Gerrard fékk far með liðsrútunni eftir brottreksturinn Steven Gerrard ferðaðist aftur til Birmingham með leikmannahópi og starfsliði Aston Villa þrátt fyrir að hafa verið rekinn strax eftir tap fyrir Fulham í gær. Enski boltinn 21. október 2022 09:31
Ronaldo segir sorrí: „Stundum missirðu þig í hita augnabliksins“ Cristiano Ronaldo hefur beðist afsökunar á að hafa strunsað til búningsherbergja áður en leik Manchester United og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni lauk. Enski boltinn 21. október 2022 07:31
Úlfarnir ætla ekki að ráða þjálfara fyrr en eftir áramót Enska úrvalsdeildarfélagið Wolves ætlar ekki að ráða nýjan þjálfara fyrr en eftir áramót þrátt fyrir að nú séu tæpar þrjár vikur frá því að Bruno Lage hafi verið látinn fara frá félaginu. Bráðabirgðastjórinn Steve Davis mun því stýra liðinu fram á næsta ár. Fótbolti 20. október 2022 23:00
Gerrard rekinn frá Aston Villa Knattspyrnustjórin Steven Gerrard hefur verið rekinn frá Aston Villa eftir ellefu mánuði í starfi. Fótbolti 20. október 2022 21:57
Leicester spyrnti sér frá botninum Leicester vann sinn annan sigur á tímabilinu er liðið tók á móti Leeds í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 2-0, Leicester í vil, og liðiðsitur því ekki lengur á botni deildarinnar. Fótbolti 20. október 2022 21:22
Fulham upp í efri hlutann eftir öruggan sigur gegn tíu Villa-mönnum Fulham vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Gestirnir þurftu að leika seinasta hálftíman manni færri og staða Steven Gerrard sem stjóri liðsins er líklega í hættu. Fótbolti 20. október 2022 20:22
Ronaldo settur utan hóps eftir að hafa strunsað inn í klefa Portúgalska knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo verður ekki í leikmannahóp Manchester United er liðið heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi laugardag. Fótbolti 20. október 2022 17:50
Fengu „viðbjóðsleg“ skilaboð eftir átökin og kjaftshöggið Hawa Cissoko og og Sarah Mayling hafa orðið fyrir „viðbjóðslegu“ netníði eftir átök þeirra í leik West Ham og Aston Villa, að sögn Cörlu Ward, þjálfara Villa. Enski boltinn 20. október 2022 17:01
Erik ten Hag segir að það verði tekið á hegðun Ronaldo í dag Cristiano Ronaldo stal fyrirsögnunum í mörgum blöðum í morgun þrátt fyrir að spila ekki eina einustu mínútu í sigri Manchester United á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 20. október 2022 10:31
Sagðist vilja taka Ronaldo hálstaki fyrir að strunsa inn í klefa Sérfræðingar Amazon Prime voru lítt hrifnir af uppátæki Cristianos Ronaldo að fara til búningsherbergja áður en leikur Manchester United og Tottenham var búinn. Einn sérfræðinganna sagðist vilja taka Ronaldo hálstaki. Enski boltinn 20. október 2022 08:01
Fyrrverandi leikmaður Liverpool í átta ára fangelsi fyrir kókaínsmygl Layton Maxwell, fyrrverandi leikmaður Liverpool og fleiri liða, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir eiturlyfjasmygl. Enski boltinn 20. október 2022 07:30
Grátbiðja Drake um að forða Arsenal frá bölvun Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake er vinsælasti tónlistarmaðurinn á streymisveitunni Spotify frá upphafi en þykir ekki eins vinsæll í heimi íþróttanna eftir fjölda óheppilegra atvika undanfarin ár. Fótbolti 20. október 2022 07:00
Knattspyrnumaður í tíu ára bann frá fótbolta fyrir veðmálasvindl Kynan Isaac, leikmaður Stratford Town, hefur verið úrskurðaður í 10 ára bann af enska knattspyrnusambandinu vegna veðmála hans á eigin knattspyrnuleiki. Fótbolti 19. október 2022 23:30
Ronaldo var ónotaður varamaður og yfirgaf Old Trafford fyrir leikslok Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, virtist vera ósáttur með stöðu mála og yfirgaf leikvöllinn áður en lokaflautið gall í sigri United gegn Tottenham í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti 19. október 2022 23:00
Manchester United færist nær Meistaradeildarsæti eftir sigur á Tottenham Manchester United vann 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigur United færir þá aðeins einu stigi frá efstu fjórum sætum deildarinnar eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Enski boltinn 19. október 2022 21:45
Newcastle ósigrað í síðustu sex | Southampton upp úr fallsæti Newcastle og Southampton unnu bæði eins marks sigur í sínum viðureignum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Newcastle er nú aðeins tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti á meðan Southampton forðast fallsvæðið. Fótbolti 19. október 2022 21:15
Potter enn þá ósigraður eftir markalaust jafntefli gegn Brentford Chelsea og Brentford gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og Graham Potter er því áfram ósigraður hjá Chelsea eftir að hann tók við liðinu af Thomas Tuchel í september. Enski boltinn 19. október 2022 20:45
Núñez sá um West Ham Liverpool vann 1-0 sigur á heimavelli gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þökk sé marki Darwin Núñez. Enski boltinn 19. október 2022 20:30