Styrktarþjálfari Liverpool reddaði Söru fundinum með Klopp og Van Dijk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2023 09:30 Snorri Barón Jónsson og Sara Sigmundsdóttir sjást hérmeð Andreas Kornmayer. @snorribaron Heimir Hallgrímsson og styrktarþjálfari Liverpool komu við sögu þegar við fengum útskýringu á því hvernig ein besta CrossFit kona Íslands fékk aðgengi að knattspyrnustjóra og fyrirliða Liverpool strax eftir stórleikinn við erkifjendurna frá Manchester. Sara Sigmundsdóttir fékk nefnilega að upplifa frábæran dag á Anfield um helgina þótt að úrslitin hafi ekki alveg fallið með Liverpool liðinu. Snorri Barón Jónsson er umboðsmaður Söru og var með henni í för á leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Sara sagði frá því á sínum miðlum að hún hitti Jürgen Klopp og Virgil van Dijk en Snorri sýndi meira frá ferðinni þeirra á sinni Instagram síðu. Þar kom líka fram að það var Andreas Kornmayer, styrktarþjálfari Liverpool, sem reddaði Söru og Snorra þessum fundi með Klopp og Van Dijk. „Fyrir þremur árum kynntist ég Andreas Kornmayer, aðalstyrktarþjálfara Liverpool þökk sé Heimi Hallgrímssyni, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands. Hann var að kanna betur hugmyndir sínar tengdar CrossFit og þá sérstaklega hvað varðar Söru Sigmundsdóttur. Það varð ekkert úr því að við fórum í samstarf en okkur varð vel til vina og við höfum haldið sambandi síðan þá,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. „Þar sem að Sara er mikill stuðningsmaður Liverpool þá var það alltaf í spilunum fyrir okkur að fara og hitta Andreas, fara á leik og fá sýnishorn í það hvað hann er að gera þarna. Sú ferð varð loksins að veruleika um helgina og hún var einfaldlega stórkostleg. Bæði upplifunin af bitra andrúmsloftinu á leik erkifjendanna Liverpool and Man Utd en einnig að sá fagmennsku hans með berum aurum. Það var stórfengileg ferð sem við gleymum aldrei,“ skrifaði Snorri. Snorri birti líka með myndir og myndbönd af því þegar þau fengu aðgengi að leiðtogum Liverpool liðsins. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Með því að fletta myndunum er hægt að sjá myndir og myndbönd frá heimsókninni á Anfield. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) Enski boltinn CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir fékk nefnilega að upplifa frábæran dag á Anfield um helgina þótt að úrslitin hafi ekki alveg fallið með Liverpool liðinu. Snorri Barón Jónsson er umboðsmaður Söru og var með henni í för á leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Sara sagði frá því á sínum miðlum að hún hitti Jürgen Klopp og Virgil van Dijk en Snorri sýndi meira frá ferðinni þeirra á sinni Instagram síðu. Þar kom líka fram að það var Andreas Kornmayer, styrktarþjálfari Liverpool, sem reddaði Söru og Snorra þessum fundi með Klopp og Van Dijk. „Fyrir þremur árum kynntist ég Andreas Kornmayer, aðalstyrktarþjálfara Liverpool þökk sé Heimi Hallgrímssyni, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands. Hann var að kanna betur hugmyndir sínar tengdar CrossFit og þá sérstaklega hvað varðar Söru Sigmundsdóttur. Það varð ekkert úr því að við fórum í samstarf en okkur varð vel til vina og við höfum haldið sambandi síðan þá,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. „Þar sem að Sara er mikill stuðningsmaður Liverpool þá var það alltaf í spilunum fyrir okkur að fara og hitta Andreas, fara á leik og fá sýnishorn í það hvað hann er að gera þarna. Sú ferð varð loksins að veruleika um helgina og hún var einfaldlega stórkostleg. Bæði upplifunin af bitra andrúmsloftinu á leik erkifjendanna Liverpool and Man Utd en einnig að sá fagmennsku hans með berum aurum. Það var stórfengileg ferð sem við gleymum aldrei,“ skrifaði Snorri. Snorri birti líka með myndir og myndbönd af því þegar þau fengu aðgengi að leiðtogum Liverpool liðsins. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Með því að fletta myndunum er hægt að sjá myndir og myndbönd frá heimsókninni á Anfield. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron)
Enski boltinn CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira