Við erum hjartað í boltanum Nú styttist óðum í Evrópumót karla í handbolta og enn á ný sendum við íslenskt landslið til leiks á stærsta sviðinu. Það er ekki sjálfgefið, en það er orðinn hluti af sterkri og ómissandi hefð. Skoðun 9.1.2026 12:31
Skilur stress þjóðarinnar betur Ómar Ingi Magnússon segist hafa öðlast nýja virðingu fyrir íslensku handboltaáhugafólki er hann neyddist til að horfa á HM í janúar í fyrra. Hann mætir tvíefldur til leiks í ár. Handbolti 9.1.2026 09:01
„Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Logi Geirsson hefur miklar væntingar til íslenska handboltalandsliðsins fyrir Evrópumótið í handbolta sem hefst í næstu viku. Logi er einn af sérfræðingum Ríkissjónvarpsins í umfjölluninni um EM í ár. Handbolti 9.1.2026 07:31
Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Handbolti 8.1.2026 16:30
Ótrúleg óheppni Slóvena Undirbúningur Slóveníu fyrir EM í handbolta hefur verið hreinasta martröð og ólíklegt er að annað lið hafi gengið í gegnum annað eins í undirbúningi fyrir stórmót. Handbolti 7. janúar 2026 11:30
Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Innan við tvær vikur eru til stefnu þar til Ísland hefur leik á Evrópumóti karla í handbolta. Skyttan Teitur Örn Einarsson er klár í slaginn en í landsliðshópnum er ætlast til þess að hann leysi stöðu hornamanns og er hann hvergi banginn þegar kemur að því. Handbolti 7. janúar 2026 10:02
Haukur klár í stærra hlutverk „Stemningin er bara mjög góð eins og hún er alltaf á þessum tímapunkti að fara að byrja þetta og við erum bara spenntir að koma okkur út og spila fyrstu æfingaleikina, klára þennan undirbúning og gera það vel,“ segir Haukur Þrastarson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í Safamýrinni í gær. Sport 7. janúar 2026 08:02
Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM „Mér líður bara vel, ég er heill og ferskur í skrokknum. Það er bara tilhlökkun núna,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður íslenska handboltalandsliðsins, klár í slaginn fyrir EM sem hefst í næstu viku. Handbolti 6. janúar 2026 13:15
Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Ýmir Örn Gíslason segir það ekki hafa verið sárt að sjá tvo af sérfræðingum RÚV, landsliðsmennina fyrrverandi Loga Geirsson og Kára Kristján Kristjánsson, kjósa að hann yrði ekki með í hópnum sem fer á EM í handbolta í næstu viku. Handbolti 6. janúar 2026 12:01
Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Kristján Örn Kristjánsson er á leið til Danmerkur til að fá leyst úr kviðsliti á komandi dögum á meðan félagar hans í karlalandsliðinu í handbolta fara á EM. Donni segir að íslenska liðið eigi að stefna hátt. Handbolti 6. janúar 2026 10:02
Erfitt að fara fram úr rúminu Kristján Örn Kristjánsson heltist um helgina úr lestinni fyrir komandi Evrópumót í handbolta vegna meiðsla. Hann segir Ísland eiga að stefna hátt á mótinu. Handbolti 6. janúar 2026 08:00
Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Harald Reinkind, lykilleikmaður í norska landsliðinu sem og leikmaður þýska úrvalsdeildarfélagsins Kiel, mun ekki taka þátt á komandi Evrópumóti vegna meiðsla. Handbolti 5. janúar 2026 21:45
Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Snorri Steinn Guðjónsson ætlar ekki að flýta sér að kalla annan leikmann inn í íslenska landsliðshópinn eftir meiðsli Kristjáns Arnar Kristjánssonar og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Má Elíssyni. Hornamaðurinn gat ekki tekið þátt á æfingu dagsins. Handbolti 3. janúar 2026 15:15
Donni dregur sig úr landsliðshópnum Kristján Örn Kristjánsson hefur dregið sig úr landsliðshópi Íslands í handbolta og mun því ekki taka þátt á komandi Evrópumóti. Handbolti 3. janúar 2026 12:41
Opin æfing hjá strákunum okkar Það styttist í næsta stórmót hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta enda hefja strákarnir okkar leik á Evrópumótinu um miðjan mánuðinn. Handbolti 2. janúar 2026 19:00
Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard hefur tekið saman lista yfir tíu bestu handboltamenn heims og hann valdi tvo Íslendinga. Handbolti 30. desember 2025 13:34
Segir starfið í húfi hjá Alfreð Andreas Michelmann, formaður þýska handknattleikssambandsins, segir stöðu Alfreðs Gíslasonar sem landsliðsþjálfara ekki örugga þó að hann sé með samning sem gildi fram yfir HM í Þýskalandi 2027. Handbolti 28. desember 2025 09:02
Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Þjóðverjinn Bob Hanning hefur valið tuttugu manna landsliðshóp Ítalíu sem mætir Íslandi í fyrsta leik á EM í handbolta, í Kristianstad í Svíþjóð í janúar. Handbolti 24. desember 2025 10:00
Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Snorri Steinn Guðjónsson segist ekki háður takmörkunum frá HSÍ varðandi undirbúning og þátttöku íslenska landsliðsins á komandi Evrópumóti í handbolta. Handbolti 21. desember 2025 08:01
„Er því miður kominn í jólafrí“ Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason segir mikla tilhlökkun fyrir komandi Evrópumóti í handbolta. Hann hefur náð sér af meiðslum og finnur til með mönnum sem fengu ekki kallið á mótið. Handbolti 18. desember 2025 22:32
Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ómar Ingi Magnússon verður fyrirliði íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handbolta á næsta ári en þetta staðfesti landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson í dag þegar hann opinberaði EM-hópinn sinn. Handbolti 18. desember 2025 13:53
Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður „Mínir draumar eru að hann geti orðið klár í milliriðla,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari þegar hann fór yfir stöðu hæsta leikmanns Íslands, Þorsteins Leós Gunnarssonar. Meiðsli hans hafa einnig áhrif á valið á Donna, eða Kristjáni Erni Kristjánssyni, í hægri skyttustöðuna. Handbolti 18. desember 2025 13:50
Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda „Spurning sem mig grunar að brenni á mörgum er valið á hornamönnunum“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson á blaðamannafundi þar sem EM-hópurinn var kynntur. Handbolti 18. desember 2025 13:46
Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sigvaldi Björn Guðjónsson er ekki í íslenska EM-hópnum sem tilkynntur var með viðhöfn í Arion-banka í dag en Evrópumótið hefst 15. janúar næstkomandi. Handbolti 18. desember 2025 13:09
Snorri kynnti EM-strákana okkar HSÍ hélt blaðamannafund í húsakynnum Arion í dag, þar sem Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari skýrði frá vali sínu á landsliðshópnum sem fer á EM í handbolta í janúar. Handbolti 18. desember 2025 12:30