Tvö vinnuslys á Suðurnesjum og stúlka týnd við gosstöðvarnar Slys varð í fiskverkunarfyrirtæki í Grindavík í gær þegar starfsmaður var að skipta um hnífa í flökunarvél skarst á hendi. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem skurðurinn var saumaður saman. Innlent 10. september 2021 09:04
Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. Innlent 8. september 2021 09:11
Gosið í einni lengstu pásunni hingað til Eldvirkni í Fagradalsfjalli hefur legið í láginni frá því á fimmtudaginn. Þetta er ein lengsta pása sem eldgosið hefur tekið sér frá því að það hófst í mars, en er ekki nauðsynlega til marks um að það sé að klárast. Innlent 5. september 2021 13:49
Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. Innlent 27. ágúst 2021 09:00
„Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. Innlent 26. ágúst 2021 13:38
Flugferð með RAX: Upplifði algjört skilningsleysi þegar eldgosið hófst „Maður veit aldrei hvaða ljósmynd lifir, en það eru nokkrar sem lifa og eignast sjálfstætt líf,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem hefur flogið af stað í öllum veðrum og vindum að mynda helstu viðburði Íslandssögunnar síðastliðin fjörutíu ár. Lífið 23. ágúst 2021 15:30
Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. Innlent 21. ágúst 2021 19:14
Ný bílastæði stytta göngu á útsýnisstaði á eldgosið Þeir sem vilja ganga að eldstöðinni í Fagradalsfjalli hafa núna möguleika á að stytta gönguna með því að nýta sér ný bílastæði sem tekin hafa verið í notkun. Þá er í bígerð að lagfæra vinsælustu gönguleiðina upp á Langahrygg til að draga úr slysahættu. Innlent 20. ágúst 2021 22:22
Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. Innlent 19. ágúst 2021 22:42
Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. Innlent 19. ágúst 2021 13:03
Fimm mánuðir frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli Fimm mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Samkvæmt nýjustu mælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er hraunið sem myndast hefur í gosinu orðið 119 milljónir rúmmetra að rúmmáli og 4,4 ferkílómetrar að flatarmáli. Innlent 19. ágúst 2021 07:23
Nýjasta gosopið í góðum gír Þótt það sé lítið er góður gangur í nýjasta gosopinu í eldgosinu við Fagradalsfjalli, líkt og sjá má í beinni vefútsendingu Vísis frá gosstöðvunum. Innlent 16. ágúst 2021 22:40
Nokkuð ljóst að sjálfstætt gosop hafi myndast Nokkuð ljóst er að sjálfstætt gosop hafi myndast rétt við megingíg eldgossins við Fagradalsfjall. Gosopið sést glögglega á vefmyndavélum. Innlent 16. ágúst 2021 18:21
Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. Innlent 13. ágúst 2021 07:00
Eldgosið í góðum gír nú í morgun Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur verið í góðum gír núna í morgun. Sjá má glóandi hraunið bubbla í gígnum og renna í stríðum straumum út frá honum. Innlent 12. ágúst 2021 08:37
Margir vilji „gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt“ Enn berast fréttir af því að ferðamenn við gosstöðvarnar á Reykjanesi ani út á nýstorknað hraun, þvert á tilmæli lögregluyfirvalda og björgunarsveita. Slíkt getur verið lífshættulegt, þar sem hraunið getur gefið eftir og undir niðri getur leynst töluvert mýkra, heitara og hættulegra hraun. Innlent 10. ágúst 2021 22:36
Gosið gjörbreytist með lækkandi sól Nokkur kraftur virðist vera í eldgosinu í Fagradalsfjalli um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er tekið að rökkva og því sést eldhraunið enn betur en í björtu, hvort sem það er á staðnum sjálfum eða með hjálp vefmyndavélar Vísis. Innlent 10. ágúst 2021 22:28
Nýjar sprungur á Gónhóli við eldstöðvarnar Nýjar sprungur sjást nú í Gónhóli nálægt eldstöðvunum við Fagradalsfjall og virðast þær hafa myndast á síðastliðnum tveimur vikum. Ekki er hægt að útiloka að sprungumyndanirnar séu til marks um að kvika sé að færast nær yfirborði við Gónhól, þar sem þyrlum hefur meðal annars verið lent með farþega. Innlent 10. ágúst 2021 15:24
Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins. Innlent 10. ágúst 2021 13:55
Fjöldi gekk langt inn á hraunið til að komast að rauðglóandi hrauni Töluverður fjöldi fólks lagði leið sína upp á nýtt hraunið við eldgosið í Fagradalsfjalli í gær, til þess að komast nær rauðglóandi hrauni. Ítrekað hefur verið varað við slíku athæfi. Innlent 10. ágúst 2021 10:22
Týnda prinsessan skoðaði eldgosið Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið. Lífið 10. ágúst 2021 09:54
Kraumandi kvika og stríður hraunelgur Magnað myndband af kraumandi kviku og stríðum hraunelg náðist þegar flogið var yfir eldgosið í Fagradalsfjalli í gær. „Gígurinn er barmafullur af kviku og byrjað að flæða yfir barmana,“ segir á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands. Innlent 10. ágúst 2021 06:22
Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. Innlent 9. ágúst 2021 19:29
Þyrlan sótti slasaðan ferðamann á gossvæðið Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli á þriðja tímanum í dag vegna slasaðs ferðamanns. Erlend kona hafði hrasað í miklum halla en þyrla Landhelgisgæslunnar var í næsta nágrenni við æfingar ásamt varðskipinu Þór. Innlent 9. ágúst 2021 17:35
Nýtt gosop að myndast: Hraunið gæti mögulega runnið niður í Geldingadali Svo virðist sem nýtt gosop sé að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfjalli en það sést vel á vefmyndavélum. Of snemmt er að segja til um hvort um er að ræða nýjan gíg. Innlent 9. ágúst 2021 12:21
Kanna hvort eldgos sé hafið neðansjávar Varðskipið Þór hefur verið sent til þess að kanna hvort að eldgos sé hafið neðansjávar, vestur af Krísuvíkurbergi. Engin merki um eldgos sjást þó á mælum Veðurstofunnar. Innlent 7. ágúst 2021 21:39
Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum. Innlent 6. ágúst 2021 15:22
Glóandi hraun aftur sjáanlegt á Fagradalsfjalli Hraun er aftur tekið að renna á Fagradalsfjalli í fyrsta sinn frá því á mánudagsmorgun. Hraunárnar hafa nær alfarið runnið til austurs og niður í Meradali síðustu vikur en hraunáin virðist núna hafa tekið stefnu í aðra átt. Innlent 5. ágúst 2021 23:35
Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. Innlent 5. ágúst 2021 14:41
Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. Innlent 4. ágúst 2021 11:34
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent