Glóandi bráð úr gosinu í fyrra kreistist úr gamla hrauninu vegna þrýstings frá því nýja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2022 20:29 Stórvarasamt getur verið að ganga á gamla hrauninu, ekki síst vegna áhrifa þrýstings frá nýja hrauninu. Vísir/Vilhelm Bráð úr hrauninu sem rann úr eldgosinu við Fagradalsfjall í fyrra hefur kreist út um hraunið vegna þunga nýja hraunsins sem rennur úr eldgosinu í Meradölum. Þessir kraftar gera það að verkum að enn varasamara getur verið að ganga á gamla hrauninu. Vakin er athygli á þessu á Faceboook-síðu Eldfjallafræði- og náttúruvárhóp Háskóla Ísland. Þar eru birtar myndir sem teknar voru af hrauninu sem rann um Meradali í fyrra. Fyrri myndin, sem sjá má hér að neðan, er tekin tólfta júní síðastliðinn. Rauði hringurinn táknar staðinn þar sem bráð frá gosinu 2021 kreistist út. Mynd sem tekin var í júní af hrauninu sem rann í fyrra. Rauði hringurinn táknaði svæðið sem opnaðist í síðustu viku undan miklu þrýstingi frá nýja hrauninu.Háskóli Íslands Myndin hér fyrir neðan sýnir hins vegar hraunið sem rann út um opið. Hraunið sem rann þarna kom úr gosinu á síðasta ári, ekki því sem gýs nú, þó að gos sé sökudólgurinn. „Þunginn á þessu nýja hrauni, hann er það mikill, að hann hefur ýtt út hraunkviku sem var í kjarnanum á 2021-hrauninu. Það kom þarna út um þetta op sem að myndaðist á þessum stað sem hringurinn er,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, í samtali við Vísi þar sem hann er beðinn um að útskýra þetta fyrirbæri. Rauðu örvarnar sýna stefnuna sem bráðin rann í síðustu viku.Mynd/Háskóli Íslands. „Það er hraunkvika frá 2021 sem er að endurgjósa þarna,“ segir Þorvaldur. Vísbendingar eru uppi um að hraunið hafi runnið hratt. Eldfjallafræðingarnir Ármann Höskuldsson, í bakgrunni, og Þorvaldur Þórðarson, í forgrunni, eru á meðal þeirra sem halda úti Facebook-síðunni Eldfjallafræði- og náttúruvarhópur Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Við náttúrulega sáum ekki hvernig þetta gerðist en þarna opnast skorpan og það fer að flæða út. Ef að maður horfir á yfirborðið á hrauninu eru vísbendingar um að hún hafi flætt hratt. Þrýstingurinn af nýja hrauninu er greinilega það mikill,“ segir Þorvaldur. Hættan fyrir hendi Umræddar myndir eru teknar suðaustast í Meradölum og talið er að þetta hafi gerst fyrir um einni viku síðan. Töluvert rúmmál af kviku braust út og rann rúman kílómetra. Gestir sem heimsækja svæðið hafa verið eindregið varaðir við því að ganga á gamla og nýja hrauninu. Bendir Þorvaldur á að þessi atburður geri göngu á gamla hrauninu enn varasamari. „Nei, við mælum ekki með því. Þetta getur greinilega gerst og þegar það gerist þá er ekki gott að vera út á gamla hrauninu. Ef einhver hefði verið þarna út á í þessu tilfelli hefði hann getað lokast af og ekki komist til baka aftur upp á þurrt land.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. 16. ágúst 2022 19:36 Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16. ágúst 2022 15:32 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Vakin er athygli á þessu á Faceboook-síðu Eldfjallafræði- og náttúruvárhóp Háskóla Ísland. Þar eru birtar myndir sem teknar voru af hrauninu sem rann um Meradali í fyrra. Fyrri myndin, sem sjá má hér að neðan, er tekin tólfta júní síðastliðinn. Rauði hringurinn táknar staðinn þar sem bráð frá gosinu 2021 kreistist út. Mynd sem tekin var í júní af hrauninu sem rann í fyrra. Rauði hringurinn táknaði svæðið sem opnaðist í síðustu viku undan miklu þrýstingi frá nýja hrauninu.Háskóli Íslands Myndin hér fyrir neðan sýnir hins vegar hraunið sem rann út um opið. Hraunið sem rann þarna kom úr gosinu á síðasta ári, ekki því sem gýs nú, þó að gos sé sökudólgurinn. „Þunginn á þessu nýja hrauni, hann er það mikill, að hann hefur ýtt út hraunkviku sem var í kjarnanum á 2021-hrauninu. Það kom þarna út um þetta op sem að myndaðist á þessum stað sem hringurinn er,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, í samtali við Vísi þar sem hann er beðinn um að útskýra þetta fyrirbæri. Rauðu örvarnar sýna stefnuna sem bráðin rann í síðustu viku.Mynd/Háskóli Íslands. „Það er hraunkvika frá 2021 sem er að endurgjósa þarna,“ segir Þorvaldur. Vísbendingar eru uppi um að hraunið hafi runnið hratt. Eldfjallafræðingarnir Ármann Höskuldsson, í bakgrunni, og Þorvaldur Þórðarson, í forgrunni, eru á meðal þeirra sem halda úti Facebook-síðunni Eldfjallafræði- og náttúruvarhópur Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Við náttúrulega sáum ekki hvernig þetta gerðist en þarna opnast skorpan og það fer að flæða út. Ef að maður horfir á yfirborðið á hrauninu eru vísbendingar um að hún hafi flætt hratt. Þrýstingurinn af nýja hrauninu er greinilega það mikill,“ segir Þorvaldur. Hættan fyrir hendi Umræddar myndir eru teknar suðaustast í Meradölum og talið er að þetta hafi gerst fyrir um einni viku síðan. Töluvert rúmmál af kviku braust út og rann rúman kílómetra. Gestir sem heimsækja svæðið hafa verið eindregið varaðir við því að ganga á gamla og nýja hrauninu. Bendir Þorvaldur á að þessi atburður geri göngu á gamla hrauninu enn varasamari. „Nei, við mælum ekki með því. Þetta getur greinilega gerst og þegar það gerist þá er ekki gott að vera út á gamla hrauninu. Ef einhver hefði verið þarna út á í þessu tilfelli hefði hann getað lokast af og ekki komist til baka aftur upp á þurrt land.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. 16. ágúst 2022 19:36 Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16. ágúst 2022 15:32 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. 16. ágúst 2022 19:36
Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16. ágúst 2022 15:32