Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hraun­breiðan enn heit og hættu­leg göngufólki

Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Það sýna aflögunargögn frá Veðurstofunni fram og til 30. desember 2024. Samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar eru auknar líkur á kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi í lok janúar. Enn er hraunbreiðan frá síðasta eldgosi talin hættuleg göngufólki. Nýtt hættumat fyrir svæðið hefur verið birt. 

Innlent
Fréttamynd

Prófa rýmingar­flautur í Grinda­vík í dag

Klukkan 11 í dag mun Lögreglan á Suðurnesjum prófa rýmingarflautur í Grindavík og Svartsengi. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé gert til að prófa virkni fjarræsibúnaðar og handræsibúnaðar sem settur hefur verið við flauturnar og til að tryggja virkni búnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári

Áætlað er að verktakar hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári, til þess að hækka varnargarða norðan við orkuverið í Svartsengi. Kostnaður við aðgerðina er minnst milljarður, en verkfræðingur segir tjónið af því að aðhafast ekkert geta orðið mun meira.

Innlent
Fréttamynd

For­setar mættu á til­finninga­ríka stund með Grind­víkingum

Það voru miklar tilfinningar í gær í Smárabíó þegar fyrstu tveir þættirnir af heimildaþáttaröðinni Grindavík voru forsýndir. Fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 Sport sunnudaginn 29. desember en þættirnir eru eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór.

Lífið
Fréttamynd

Nýtt bíla­stæði hafi kostað gríðar­legt fjár­magn

Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosinu er lokið

Eldgosinu austur af Stóra-Skógfelli er lokið. Þetta var staðfest í dag þegar almannavarnir flugu drónaflug yfir svæðið og engin virkni var sjáanleg.

Innlent
Fréttamynd

Land­ris hafið enn eina ferðina í Svarts­engi

Virkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur dregist saman hægt og rólega síðustu daga. Minni virkni er sýnileg á vefmyndavélum og gosórói hefur farið minnkandi þegar horft er til síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“

„Íþróttir skipta okkur ótrúlegu máli. Þetta er eitthvað sem við sækjum okkar identity í og við erum mjög stolt af því að vera íþróttabær,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir aðstoðarþjálfari kvennaliðs Grindavíkur í fyrstu stiklunni úr heimildarþáttunum Grindavík eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór.

Lífið
Fréttamynd

Næst­stærsta gosið hingað til

Eldgosið sem nú stendur yfir er næststærsta eldgosið hingað til á Sundhnúksgígaröðinni. Gasmengun mælist óholl á gönguleiðum við gosstöðvarnar. Gosið heldur áfram með stöðugri virkni og hraunflæðið frá virka gígnum er nú mest til suðausturs að Fagradalsfjalli.

Innlent
Fréttamynd

Alls 914 um­sóknir um uppkaup í Grinda­vík sam­þykktar

Alls hafa 914 umsóknir um kaup á húsnæði í Grindavík verið samþykktar hjá fasteignafélaginu Þórkötlu. Afhending hefur farið fram í 822 tilvikum. Þá hefur fasteignafélaginu borist 17 umsóknir um svokallaða hollvinasamninga vegna eigna sem þau hafa keypt í Grindavík. Í október á þessu ári þáðu 571 einstaklingur frá Grindavík leigustuðning en þeim hefur fækkað um nærri helming frá því í febrúar þegar 901 þáði slíkan stuðning.

Innlent
Fréttamynd

Ið­gjöld til NTÍ munu hækka um fimm­tíu prósent

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands, eða NTÍ, sem felur í sér heimild stofnunarinnar til þess að hækka iðgjöld tímabundið um fimmtíu prósent. Þessi heimild mun verða nýtt frá og með komandi nýársdegi.

Innlent