Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Hin­segin fólk í Banda­ríkjunum horfir til Ís­lands

Formaður Samtakanna 78 segir fjöldann allan af hinsegin fólki í Bandaríkjunum hafa haft samband og forvitnast um stöðu hinsegin fólks hér á landi eftir að Donald Trump var kjörinn forseti í mánuðinum. Hún segir að þau sem hafa samband hafi áhyggjur af því að réttur þeirra til hjónabands verði tekinn af þeim og þar með rétturinn til barna sinna. 

Innlent
Fréttamynd

Segist ætla að siga hernum á farand- og flótta­fólk

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virtist í dag staðfesta að hann ætlaði sér að lýsa yfir neyðarástandi og nota bandaríska herinn til að vísa farand- og flóttafólki, sem hefur ekki heimild til að vera í Bandaríkjunum, úr landi.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjón­varps­stöðvar

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum

Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið.

Erlent
Fréttamynd

Vill sýna þinginu hver ræður

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér.

Erlent
Fréttamynd

„Valda­skiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“

Donald Trump, nýkjörinn og verðandi forseti Bandaríkjanna, fundaði með Joe Biden, sitjandi Bandaríkjaforseta, í dag í Hvíta húsinu, til að ræða komandi valdaskipti. Biden óskaði Trump til hamingju með sigurinn í kosningunum og bauð hann velkominn til baka í Hvíta húsið.

Erlent
Fréttamynd

Melania Trump af­þakkaði boð Jill Biden

Melania Trump, fyrrverandi og verðandi forsetafrú, ætlar ekki að fylgja Donald Trump eiginmanni sínum, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsið í dag. New York Times hefur eftir heimildarmanni með upplýsingar um ferðaplön forsetahjónanna verðandi.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir í hreinsanir innan Pentagon

Trump-liðar hafa skrifað drög af forsetatilskipun um að stofna „stríðsmanna-nefnd“ sem ætlað yrði að fara yfir störf bandarískra her- og flotaforingja og leggja til að reka þá sem þykja ekki störfum sínum hæfir. Nefndin yrðu skipuð fyrrverandi yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem myndu senda tillögur til Trumps, sem hefur sagt þörf á að reka „woke“ bandaríska herforingja.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann

Jack Smith, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, og ákærði hann, hefur ákveðið að ljúka störfum sínum og segja upp áður en Trump tekur við embætti á nýjan leik. Trump hefur heitið því að fyrsta verk hans í embætti verði að reka Smith.

Erlent
Fréttamynd

Fjölgar hratt í ríkis­stjórn Trumps

Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal.

Erlent
Fréttamynd

Búinn að velja sendi­herra og „landamærakeisara“

Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur valið Elise Stefanik til að verða sendiherra hans gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Stefanik situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hefur lengi verið einn ötulasti stuðningsmaður Trumps þar og kom hún til greina sem varaforsetaefni hans.

Erlent
Fréttamynd

Vill losna við tálma úr vegi sínum

Eftir að hafa tryggt sér Hvíta húsið og meirihluta í öldungadeildinni er útlit fyrir að Repúblikanar muni einnig enda með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Fari kosningarnar svo er fátt sem staðið getur í vegi Donalds Trump og stefnumálum ríkisstjórnar hans á næsta kjörtímabili en hann er þegar byrjaður að þrýsta á Repúblikana á þingi um að fjarlægja tálma úr vegi hans.

Erlent
Fréttamynd

Trump vann öll sveifluríkin

Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur.

Erlent
Fréttamynd

Trump velur starfs­manna­stjóra úr innstu röðum

Donald Trump, nýkjörinn verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að hann væri búinn að velja sér starfsmannastjóra fyrir komandi forsetatíð sína. Hún heitir Susie Wiles og verður fyrsta konan til að gegna embættinu síðan það var fyrst stofnað fyrir nærri því áttatíu árum síðan.

Erlent
Fréttamynd

Spennu­þrungin bar­átta um fulltrúadeildina

Enn er óljóst með hvor flokkurinn, Repúblikanar eða Demókratar, muni vera með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Mikil spenna ríkir í síðustu kjördæmunum þar sem úrslit liggja ekki fyrir en gífurlega mikið er í húfi.

Erlent
Fréttamynd

Á­varp Bidens: „Þú getur ekki elskað ná­granna þinn bara þegar þið eruð sam­mála“

„Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag.

Erlent