Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Hafa frest til mánu­dags til að sleppa gíslunum

Hamas-samtökin hafa frest til hádegis á mánudag til þess að sleppa öllum tuttugu gíslunum sem enn eru í haldi samtakanna og eru taldir á lífi. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samtökin nú vinna að því að safna saman gíslunum og segist fullviss um að samtökin og Ísraelsstjórn haldi áætlun samkvæmt vopnahléssamkomulaginu. 

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Raf­myntir hrynja í verði eftir tolla­hótanir

Helstu rafmyntir heims hafa lækkað mikið í verði eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að hundrað prósent tollur yrði lagður á allar vörur frá Kína. Markaðir hafa brugðist illa við tilkynningunni, en S&P vísitalan hefur lækkað um 2,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan 10. apríl þegar tilkynnt var um umfangsmikla tolla. Bitcoin hefur lækkað um 10 prósent í verði síðan í gærkvöldi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í kvöld að hundrað prósent tollar yrðu lagðar á allar vörur frá Kína. Þessi hundrað prósent sagði hann bætast við þá tolla sem innflytjendur borga þegar fyrir kínverskar vörur. Tilkynningin markar enn aðra stigmögnunina í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína.

Erlent
Fréttamynd

Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð sam­komu­lagi

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að Ísraelar og leiðtogar Hamas hafi komist að samkomulagi um að koma á friði á Gasaströndinni. Öllum gíslum í haldi Hamas verði sleppt innan skamms og Ísraelar fjarlægi hermenn sína í þessum fyrsta fasa samkomulagsins.

Erlent
Fréttamynd

Kenna Evrópu- og Banda­ríkja­mönnum um litlar líkur á friði

Rússar segja að sú hreyfing sem hafi verið komin á friðarviðræður varðandi hernað Rússa í Úkraínu eftir fund Vladimírs Pútín og Donalds Trump í Alaska í haust sé horfin. Sergei Ríabkóv, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði við blaðamenn í Rússlandi í dag að það væri að mestu ráðamönnum í Evrópu að kenna.

Erlent
Fréttamynd

Tengda­sonur Trumps mætir til Egypta­lands

Sérlegur erindreki Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonur forsetans Jared Kushner eru nú á leið til Egyptalands til þess að taka þátt í friðarviðræðunum sem í gangi eru á milli Hamas og Ísreala.

Erlent
Fréttamynd

Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun

Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, gáfu til kynna í dag að opinberir starfsmenn muni ekki fá greidd laun fyrir þann tíma sem rekstur alríkisins verður stöðvaður. Slíkt hefur alltaf verið gert áður en vika er liðin frá því fjárlög runnu út og virðast þingmenn ekkert hafa náð saman um lausn á deilunni.

Erlent
Fréttamynd

Tvö ár liðin frá á­rásum Hamas á Ísrael

Tvö ár eru liðin frá því að Hamas samtökin á Gasa gerðu árás á byggðir Ísraelsmanna og drápu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa, sem enn standa yfir. 

Erlent
Fréttamynd

Sendir þjóð­varð­liðið til Chicago

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda þrjúhundruð menn úr þjóðvarðliði til Chicago-borgar, líkt og hann hefur gefið til kynna að hann muni gera vikum saman. Ástæðan er sögð vera lögleysa sem ríki í borginni. Borgaryfirvöld í Chicago hafa mótmælt því að forsetinnn taki þetta skref.

Erlent
Fréttamynd

Segja stutt í sam­komu­lag en sprengjum rignir enn

Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag.

Erlent
Fréttamynd

Skipar Ísraelum að hætta að sprengja

„Ísrael verður að hætta að sprengja Gasa,“ skrifar Donald Trump Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðla, „svo að við getum komið öllum gíslum út hratt og örugglega!“

Erlent
Fréttamynd

„Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir heiminn vera að ganga í gegnum miklar og hraðar breytingar og hann sé þegar orðinn fjölpóla. Í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Rússlandi í gær og ummælum í pallborðsummælum sagði Pútín meðal annars að ríki Evrópu væru mörg í stríði við Rússland en það væri fáránlegt að halda að Rússar myndu ráðast á önnur ríki.

Erlent
Fréttamynd

Demó­krötum kennt um og upp­sögnum hótað

Um það bil 750 þúsund ríkisstarfsmenn í Bandaríkjunum verða sendir í launalaust leyfi á meðan „lokun“ alríkisins stendur yfir. Starfsmenn sem sinna nauðsynlegri þjónustu, líkt og landamæragæslu, gætu þurft að vinna án þess að fá greitt fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Til­lögum Trumps lýst sem upp­gjöf

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna þrjá til fjóra daga til að samþykkja tillögur Bandaríkjamanna um að binda enda á átökin á Gasaströndinni. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni það hafa „mjög sorglegar“ afleiðingar.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár

Ekkert virðist geta komið í veg fyrir stöðvun reksturs alríkis Bandaríkjanna í nótt. Repúblikanar og Demókratar, sem deila um fjárútlát til heilbrigðismála, keppast við að kenna hvor öðrum um en þetta verður í fyrsta sinn í sjö ár sem deilur um fjárlög leiða til að stöðvunar.

Erlent