Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Kveikt í flugeldum og tertum inni í bíl

Bifreið á Akureyri skemmdist mikið að innan í gær eftir að kveikt hafði verið í flugeldum og tertum inni í henni. Fram kemur í frétt frá lögreglunni á Akureyri að eigandi bílsins hafi skilið bílinn eftir fyrir utan húsnæði Bílaklúbbs Akureyrar við Frostagötu aðfaranótt sunnudags, en í aftursætinu voru nokkrar tertur og flugeldar.

Innlent
Fréttamynd

Dæmd fyrir fíkniefnasmygl í pósti og vörslu fíkniefna

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi og konu í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla inn bæði amfetamíni og kókaíni til landsins með póstsendingum og ýmis önnur brot.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl

Litháískur ríkisborgari á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum til landsins í fyrra. Hann var gripinn við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þann 31. ágúst eftir að tollverðir höfðu fundið nærri tvö og hálft kíló af amfetamíni í BMW-bifreið sem hann var skráður ökumaður fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Dómi vegna verka Kjarvals áfrýjað til Hæstaréttar

Ættingjar Jóhannesar S. Kjarvals listmálara hafa ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag til Hæstaréttar og dómstóla erlendis ef niðurstaðan þar verður sú sama. Þetta sagði Ingimundur Kjarval, barnabarn listmálarans, í samtali við fréttastofu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Úrskurður kveðinn upp í Kjarvalsmálinu í dag

Héraðsdómur kveður upp úrskurð í dag í Kjarvalsmálinu svokallaða. Afkomendur listmálarans vilja fá úr því skorið hvort fimm þúsund listaverk sem fóru úr vinnustofu listmálarans til borgarinnar hafi verið flutt þaðan með lögmætum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki upplýsingar um símanúmer úr sendi í Eyjum

Hæstiréttur hefur fellt út gildi úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að símafyrirtækjunum Og fjarskiptum og Símanum verði gert skylt að upplýsa um öll símanúmer sem notuðu ákveðinn GSM-sendi í Vestmannaeyjum á tíu klukkustunda tímabili vegna rannsóknar á bruna í fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja þann 16. desember síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Dómur kveðinn upp í stóru fíkniefnamáli fyrir hádegi

Dómur verður kveðinn upp laust fyrir hádegi í máli á hendur fimm mönnum í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp hér á landi. Um er að ræða fjóra Íslendinga og einn Hollending sem ákærðir voru fyrir smygl á um 15 kílóum af amfetamíni og tíu kílóum af hassi í BMW-bifreið til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af ákæru um nauðgun

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað stúlku í maí síðastliðnum. Fólkið mun hafa hist á skemmtun og farið saman af skemmtuninni og á maðurinn að hafa naugðað stúlkunni á víðavangi skammt þar frá.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja mánaða dómur fyrir kannabisrækt

Karlmanns á fimmtugsaldri bíður tveggja mánaða fangelsi en hann var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakfelldur fyrir fíkniefnabrot með því að hafa í vörslu sinni 2,5 grömm af hassi og kannabisræktun.

Innlent
Fréttamynd

Ketkrókur dæmdur í hálfs árs fangelsi

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir búðarhnupl í sumar og haust. Manninum var gefið að sök að hafa stolið þremur lambalærum í einni verslun, einu læri í annarri verslun og lambakótilettum í þriðju versluninni.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í annað sinn fyrir nauðgun á rúmu ári

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu á heimili sínu í lok maí eða byrjun júní árs 2004. Þá var hann jafnframt dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í miskabætur. Þetta er annar dómurinn sem maðurinn hlýtur á rúmu ári fyrir nauðgun en í fyrra var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir naugðun.

Innlent
Fréttamynd

18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa þröngvað 13 ára stúlku með ofbeldi til annarra kynferðismaka en samræðis og fyrir að gefa henni áfengi þrátt fyrir að vita að hún væri undir lögaldri. Þá var hann dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 900 þúsund krónur í skaðabætur.

Innlent
Fréttamynd

Dómara dæmd laun í samræmi við úrskurð Kjaradóms

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu bæri að greiða Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara rúmar sextíu þúsund krónur vegna þeirrar ákvörðunar alþingis að fella úr gildi ákvörðun Kjaradóms um hækkun launa æðstu embættismanna frá því seint á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Fangi á Litla-Hrauni dæmdur fyrir vörslu fíkniefna

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi dag fanga á Litla-Hrauni í eins mánaðar fangelsi fyrir fíkniefnabrot í fangelsinu fyrr á árinu. Hass og amfetamín fannst í munnholi og í klefa fangans í júlí í sumar og tæpum tveimur vikum síðar fannst einnig hass og tóbaksblandað kannabisefni við klefaleit.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir vörslu nærri 260 barnaklámsmynda

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot með með því hafa haft nærri 260 ljósmyndir af barnaklámi í tölvu sinni sem margar hverjar voru mjög grófar.

Innlent
Fréttamynd

Átta mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í morgun karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir tvö fíkniefnabrot fyrr á þessu ári. Í fyrra tilvikinu var hann handtekinn eftir að tvær e-pillur og rúm tvö grömm af hassi fundust á honum en í síðara tilvikinu fundust nærri 15 grömm af amfetamíni og tæp 80 grömm af hassi.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki bætur fyrir að hafa runnið á blautu gólfi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Bónus og Sjóvá af skaðabótakröfum manns sem rann til á gólfi Bónuss í Spönginni fyrir sex árum. Maðurinn var starfsmaður Bónuss og dag einn þegar hann kom til vinnu rann hann á blautu gólfi verslunarinnar og skall niður á annað hnéð.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald staðfest yfir dæmdum nauðgara

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Edward Koranteng, karlmanni á þrítugsaldri, en maðurinn er kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku í lok nóvember. Maðurinn var í vikunni dæmdur fyrir að nauðga annarri fjórtán ára stúlku á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Tvítug kona í dæmd í fjögurra mánaða fangelsi

Rúmlega tvítug kona var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða fangelsi meðal annars fyrir líkamsárás og þjófnað. Í maí á þessu ári braust konan inn í íbúð á Suðurlandsvegi og reyndi að stela þaðan ýmsum hlutum.

Innlent
Fréttamynd

Uppsögn á Landspítala ekki ólögmæt

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landspítalann af kröfu Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Íslandi, um að ákvörðun Landspítalans að segja honum upp störfum í lok septemer í ár verði felld úr gildi.

Innlent
Fréttamynd

Ók bíl undir áhrifum lyfja frá Reykjavík til Húnaþings vestra

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag karl til greiðslu 100 þúsund króna í sekt fyrir bílstuld, akstur undir áhrifum lyfja og fyrir vörslu fíkniefna. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa stolið bíl í Reykjavík snemma á árinu og ekið honum undir áhrifum örvandi og deyfandi lyfja eftir þjóðvegi eitt sem leið lá í Húnaþing vestra þar sem hann ók út af veginum.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdar bætur vegna gæsluvarðhalds

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að íslenska ríkið skyldi greiða karlmanni 250 þúsund krónur í miskabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti í byrjun árs 2005, en hæstiréttur vísaði gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum frá dómi.

Innlent
Fréttamynd

Rúmenar teknir með fölsuð skilríki

Tveir Rúmenar, karl og kona, voru í gær dæmd í Héraðsdómi Austurlands í þrjátíu daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komuna til Íslands. Fólkið kom til Seyðisfjarðar með Norrænu í september en þau tóku ferjuna í Bergen í Noregi. Við komuna framvísuðu þau fölsuðum ítölskum persónuskilríkjum.

Innlent
Fréttamynd

Perúar dæmdir fyrir að smygla ullarpeysum

Stórt uppboð verður haldið innan skamms hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði þar sem boðnar verða upp um eitt þúsund ullarpeysur, prjónahattar, borðdúkar og fleira. Um er að ræða varning sem gerður var upptækur þegar tveir perúskir ríkisborgarar voru í gær dæmdir fyrir að koma ólölega með varninginn til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Gat ekki varið sig sökum ölvunar

Maður um tvítugt var í gær dæmdur í Héraðsdómi Austurlands í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn réðst ásamt konu á þrítugsaldri á karlmann við heimahús á Höfn í Hornafirði í janúar á þessu ári.

Innlent